Fleiri fréttir

Farbann staðfest í Vesturgötumáli

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir pólskum karlmanni sem grunaður er um að hafa ekið á hinn 4 ára Kristinn Veigar Sigurðsson í lok síðasta árs með þeim afleiðingum að Kristinn lést.

Hvaða barn ?

Saksóknari í Texas hefur ákveðið að leggja ekki fram ákæru í máli fjölskyldu sem skildi tveggja ára telpu eftir á pizzastaðnum Chuck E. Cheese.

Heimamaður í haldi grunaður um íkveikju á Hvanneyri

Einn maður er í haldi lögreglunnar í Borgarnesi vegna bruna í íbúðarhúsi á Hvanneyri í nótt. Grunur leikur á að um íkveikju sé að ræða en sá sem er í haldinu er heimamaður að sögn yfirlögregluþjóns í Borgarnesi.

Nizza með hrís og hambjöllum

Sælgætisgerðin Nói Siríus hefur nú til meðferðar ábendingu frá neytanda sem varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynlu í dag að finna tvö lítil skordýr í súkkulaðistykki af gerðinni Nizza.

Bréf drottningamannsins til Díönu miskunnarlaus

Philip drottningamaður skrifaði miskunnarlaus og niðurlægjandi bréf til Diönu prinsessu þar sem hann gagnrýndi siðsemi hennar og lífstíl. Simone Simmons vinkona Díönu bar vitni um þetta við réttarhöldin á dauða Díönu í dag. Hún sagði að prinsessan hefði sýnt sér tvö bréf frá hertoganum af Edinborg frá 1994 eða 1995.

Hitti konuna á hóruhúsi

Pólskur maður er að skilja við eiginkonu sína til fjórtán ára eftir að hann hitti hana meðal starfsstúlkna þegar hann fór á hóruhús.

Klökk yfir góðmennsku fólks

Guðleif Hallgrímsdóttir móðir Sindra Dags Garðarssonar vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem styrktu Sindra í söfnun Vísis um jólin. „Við erum bara hálf klökk yfir góðmennsku fólks og svona stuðningur gefur manni svo mikinn styrk," segir Guðlaug. Hún segir að nú geti þau keypt ýmislegt sem Sindri þarf sem ekki er greitt af tryggingastofnun.

Lögmaður kvótalausa skipstjórans: Vonandi tímamótadómur

„Í mínum huga eru íslensk fiskveiðilög búin til úr engu,“ segir Lúðvík Kaaber, lögmaður Arnar Sveinssonar, sem sýknaður var af Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf fyrir brot á íslenskum fiskveiðilögum fyrir skömmu.

Dorrit veitir Eyrarrósina í dag

Dorrit Moussaieff forsetafrú afhendir í dag Eyrarrósina, sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Kvótalaus skipstjóri sýknaður í Genf

„Það eru átján nefndarmenn sem dæma í málinu og tólf af þeim dæma okkur í hag. Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður yfir því,“ segir Örn Sveinsson stýrimaður og fyrrum skipstjóri á Sveini Sveinssyni BA 325 frá Patreksfirði.

Ungur síbrotamaður slapp við refsingu

Ungur maður, sem árið 2006 var dæmdur í tveggja ára ára fangelsi fyrir mannrán og handrukkun, var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur fyrir að hafa haft rúm tvö grömm af hassi í klefa sínum á Litla-Hrauni í sumar.

Álit félagsmálaráðuneytis skortir lagagrundvöll

Það álit félagsmálaráðuneytisins að sveitarfélögum sé óheimilt að fela einkaaðilum eignarhald og viðhald gatna er ekki byggt á fullnægjandi lagagrundvelli hjá ráðuneytinu að mati umboðsmanns Alþingis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti hans vegna svokallaðs Melateigsmáls á Akureyri.

Ásmundur tekur við kjaradeilu

Kjaradeilu stærstu launaþegasamtaka landsins var vísað til ríkissáttasemjara í morgun. Verkalýðsforingjar segja að kveikiþráðurinn sé orðinn stuttur og að ekki verði beðið lengi með auknar þrýstiaðgerðir á atvinnurekendur.

Grunaður um fíkniefnaakstur

Nú á níunda tímanum í morgun stöðvaði lögreglan á Vestfjörðum, í almennu umferðareftirliti, ungann ökumann. Þetta var í miðbæ Ísafjarðar. Sá reyndist vera með útrunnin ökuréttindi. Auk þessa vaknaði grunur hjá lögreglu um að ökumaðurinn hafi nýlega neytt fíkniefna og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð.

Kærður fyrir að reka reyklaust starfsfólk

Atvinnuveitandi í Þýskalandi hefur verið kærður fyrir að reka þrjá reyklausa starfsmenn og ráða reykingamenn í þeirra stað af því að þeir pössuðu betur í hópinn. Thomas Jensen yfirmaður fjarskiptafyrirtækis í Buesum í Norður-Þýskalandi segir að reykingamenn hafi alltaf verið bestu starfsmenn fyrirtækisins. Reyklausir starfsmenn skemmi fyrirtækjafriðinn.

Árni: Umsögn dómnefndar gölluð og ógagnsæ

Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir umsögn dómnefndar um umsækjendur um embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands gallaða og að hún hafi verið ógagnsæ, lítt rökstudd og innra ósamræmis hafi gætt við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa.

Kertabrunum fækkar umtalsvert

Umfjöllun í fjölmiðlum og auglýsingaherferðir hafa skilað frábærum árangri til fækkunar kertabrunum um jólahátíðina á síðustu árum. Þetta segir Einar Guðmundsson forstöðumaður Forvarnarhúss Sjóvár. Samkvæmt upplýsingum úr tjónatölum tryggingafélagsins hefur þeim fækkað jafnt og þétt frá árinu 2000.

Múslimasamtök hóta Noregi

Regnhlífasamtök herskárra múslima í Írak hafa hótað Norðmönnum "miklum sársauka" ef þeir vísa múslimaklerkinum Krekar úr landi.

Lækka fasteignaskatta í Hafnarfirði

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að vísa tillögu Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra um að lækka álagningarstofna fasteignagjalda fyrir árið 2008 til bæjarstjórnar.

Dómsmálaráðherra gagnrýnir skipulagsmál í borginni

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fjallar á heimasíðu sinni um húsafriðunarmálið á Laugaveginum og segir að stjórnsýsla í skipulags- og byggingarmálum Reykjavíkurborgar sé hvorki markviss né skilvirk.

LEB sakar heilbrigðisráðherra um sjónhverfingar

Framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara kallar ákvörðun heilbrigðisráðherra um breytingar á komugjöldum á sjúkrastofnanir sjónhverfingar og skorar á ráðherra að endurskoða ákvörðun sína.

Noriega aftur dæmdur til framsals til Frakklands

Í þriðja sinn hefur dómari í Maimi á Flórída dæmt að Manual Noriega fyrrum forseti Panama skuli framseldur til Frakklands þar sem hann hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti.

Bush hittir Abbas í dag

Í dag mun George Bush bandaríkjaforseti eiga fund með Abbas leiðtoga Palestínumanna og mun umræðuefnið verða landnám Ísraelsmanna og aðgerðir herskárra palestínumanna.

Haldið sofandi á gjörgæslu eftir bílslys

Karlmaður, sem fluttur var alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans, eftir bílslys á Hrútafjarðarhálsi í Húnavatnssýslu í gær, er haldið sofandi á gjörgæslu.

Braut sér leið úr brennandi húsi

Íbúi í parhúsi á Hvanneyri í Borgarfirði braut sér leið út um glugga, þegar eldur kom upp í húsinu laust fyrir klukkan fimm í nótt.

Sjá næstu 50 fréttir