Fleiri fréttir

Lögreglan fengið fjölda ábendinga

Lögreglan í Reykjanesbæ hefur fengið fjölda ábendinga eftir að hún auglýsti eftir bláum skutbíl sem ekið var á lítinn dreng í kvöld.

Fjórum gíslum sleppt - Einn enn í haldi

ABC fréttastofan greinir frá því að fimm hafi verið á kosningaskrifstofu Hillary Clinton í Rochester í New Hampshire þegar maður sem kveðst vopnaður sprengju réðst til inngöngu og tók fókið í gíslingu fyrr í kvöld. Maðurinn hefur síðan látið fjóra gísla lausa, eitt barn, eina konu og tvo menn. Einn maður er enn í haldi gíslatökumannsins, samkvæmt heimildum ABC.

Áköf leit lögreglu að bláum skutbíl stendur enn yfir

Lögreglan í Reykjanesbæ leitar enn að bláum skutbíl sem talið er að hafi ekið á ungan dreng um fimmleytið í dag. Engar upplýsingar hafa borist um líðan drengsins en hann er talinn alvarlega slasaður. Hann mun vera um fimm ára gamall. Að sögn lögreglu er bílnum og ökumanni hans nú ákaft leitað.

Kristilegt siðgæði mikilvægt í augum margra foreldra

Kristilegt siðgæði er mikilvægt í grunnskólum. Þetta er mat þeirra foreldra sem fréttastofan tók tali í dag. Í nýju frumvarpi menntamálaráðherra til laga um grunnskóla er gert ráð fyrir að ekki verði lengur talað um að kristilegt siðgæði móti starfshætti í skólum.

Ólafur F. furðar sig á umræðu um veikindi sín

Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi F-listans og óháðra sem tekur aftur sæti í borgarstjórn eftir helgina, furðar sig á umræðunni um veikindi sín og neitar að tjá sig frekar um málið að svo stöddu.

Lánahneyksli í Bandaríkjunum skekur Noreg

Nokkur norsk sveitarfélög sjá fram á stórtap eftir að hafa fjárfest í skuldabréfum sem tengjast húsnæðislánum í Bandaríkjunum. Terra verðbréf fékk fjögur sveitarfjélög í Norður Noregi til að festa fé sitt í því sem virtist vera aðlaðandi verðbréfapakki frá Citigroup. Þeir settu sem svarar rúmlega fjörtíu milljörðum íslenskra króna í viðskiptin.

Kjarnorkufundur Íran og ESB skilaði litlu

Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Javier Solana, segir að fundur hans með aðal samningamanni Írana í kjarnorkumálum hafi engu skilað og segist hann hafa orðið fyrir vongbrigðum. Talsmaður Írana segir hins vegar að viðræðurnar hafi gengið vel. Viðræðurnar voru sagðar skipta miklu máli því þær myndu hafa áhrif á ákvörðun Bandaríkjamanna og stuðningsmanna þeirra um frekari refsiaðgerðir gegn Íran.

Herskáir nýnasistar skjóta rótum hér á landi

„Kynnið ykkur C 18 því það er komið til Íslands. Gaman verður í vetur," segir á íslensku rasistasíðunni skapari.com þar sem vísað er í einhverjar greinar tengdar samtökunum.

Þúsundir krefjast þess að kennslukonan verði líflátin

Þúsundir hafa mótmælt á götum úti í Kartúm, höfuðborg Súdans í dag. Fólkið krefst þess að dómur yfir Giallian Gibbons, breskri kennslukonu sem leyfði nemendum sínum að skýra leikfangabangsa Múhameð, verði þyngdur. Gibbons var dæmd í fimmtán daga fangelsi auk þess sem henni verður vísað úr landi. Margir mótmælendanna krefjast hins vegar líflátsdóms yfir konunni.

Lyf ekki eins og hver önnur vara

Lyfjafræðingafélag Íslands geldur varhug við hugmyndum sem viðraðar hafa verið á síðustu dögum um að sala lausasölulyfja verði heimiluð í almennum verslunum

Orrustuþotu komið í var

Starfsmenn Flugmálastjórnarinnar Keflavíkurflugvelli hafa flutt bandaríska orrustuþotu af stalli sínum í fyrrum varnarliðsbænum, sem nú nefnist Vallarheiði, í skýli á Keflavíkurflugvelli. Þotan er minnismerki um veru varnarliðsins hér á landi en hún er af gerðinni F-4 Phantom og var notuð hér á landi til lotfvarna á árunum 1973 - 1985.

Sex metra eikartré rifnaði upp með rótum á Húsavík

Íbúar á Höfðavegi 7c á Húsavík ráku upp stór augu þegar þau fóru út úr húsi í morgun. Forláta eikartré í garðinum hafði þá rifnað upp með rótum í vindhviðum gærkvöldsins og lagst á hliðina. Eigandi hússins telur að tréið hafi verið gróðursett á sjötta áratug síðustu aldar.

Sendiráðsstarfsmaðurinn var með stúlku upp á arminn

„Hann sagði að Aron Pálmi ætti að tala við sig ef hann lenti í einhverjum vandræðum,“ segir Eyþór Sigmundsson félagi Arons Pálma um ástæðu þess að starfsmaður Bandaríska sendiráðsins lét Aron fá nafnspjald í miðborg Reykjavíkur á dögunum.

Engin byssa í kjölfar Kompásþáttar

„Það hefur bara ekkert komið inn til okkar,“ segir Hörður Jóhannesson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. En í fréttaskýringaþættinum Kompás á þriðjudaginn var fólk hvatt til þess að skila inn óskráðum byssum.

Græt ekki frestun á skattalækkunum

"Ég mun ekki gráta frestun á skattalækkunum ef þær áttu að vera með sama sniði og á síðasta kjörtímabili þegar ffjármagns- og hátekjufólk fékk þær en þeir lægstlaunuðu ekki," segir Steingrímur J. Sigfússon formaður VG í samtali við Vísi.

Sagði vinstri - græna neikvæða og nöldrara

Gömlum samstarfsfélögum í R-listanum laust saman í fjárlagaumræðu á Alþingi í morgun þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingar, kallaði málefnaflutning vinstri - grænna nöldur og neikvæðni.

Kaupa saman þyrlur

Dómsmálaráðherrar Íslands og Noregs undirrituðu í morgun samkomulag um kaup og rekstur nýrra björgunarþyrla. Miðað er við að Ísland kaupi þrjár nýjar björgunarþyrlur en Noregur tíu til tólf. Stefnt er að því að þær verði afhentar á árunum 2011-2014.

Geir Haarde íhugar að fresta skattalækkunum

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í viðtali við fréttaveituna Bloomberg sem birtist í morgun að til greina komi að setja áform um frekari skattalækkanir á bið þar til að betra jafnvægi komist á í hagkerfinu.

Skeiðaþjófur dæmdur í héraðsdómi

Kona sem stal skeiðum, ausum og gestabók í tveimur verslunum í borginni hefur verið dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Dæmdur fyrir að ráðast á leigubílsstjóra

Karlmaður hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á leigubílsstjóra í mars síðastliðnum.

Um tíu bílar hafa farið út af Suðurlandsvegi

Hátt í tíu bílar hafa runnið eða fokið út af Suðurlandsvegi í morgun í mikilli hálku og hvassviðri sem þar er nú. Hellisheiðin hefur verið lokuð frá því klukkan hálfníu eftir að nokkrir bílar lentu þar í vandræðum.

Rafmagn að komast aftur á í Snæfellsbæ

Rafmagn er um það bil að koma aftur á í Snæfellsbæ og nágrannasveitum en þar sló því út í morgun um níuleytið vegna ísingar á ragmangslínum.

Sjá næstu 50 fréttir