Fleiri fréttir

Máttu nota orðið nauðgun

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag tvo fyrrverandi ritstjóra DV af ærumeiðingum í frétt blaðsins af kynferðisbrotamáli í lok mars í fyrra

Þörf á aukinni aðstoð í Bangladess

Alþjóða Rauði krossinn kallar eftir aukinni aðstoð fyrir þá sem urðu illa úti í yfirreið fellibyljarins Sidr yfir Bangladess á dögunum.

Íslenski krúnukúgarinn gæti afplánað á Hrauninu

„Við erum að bíða eftir því að umsókn okkar verði tekin fyrir þar sem farið er fram á að málið verði látið niður falla,“ segir Giovanni di Stefano lögmaður íslenska krúnukúgarans Paul Adalsteinssonar.

Sveigjanlegu námi verða að fylgja fjármunir

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænna og fulltrúi flokksins í menntamálanefnd, gagnrýnir nýtt frumvarp menntamálaráðherra um lög um framhaldsskóla og segir skorta á skilgreiningu á stúdentsprófinu.

Dæmdur fyrir kjaftshögg á dansgólfinu

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í sekt vegna líkamsárásar. Þá var hann jafnframt dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 140 þúsund krónur í miskabætur vegna árásarinnar.

Maður með heimþrá

Rússneskur maður stal tertu af konu á götu í Moskvu í gær. Hann bað hana svo að hringja í lögregluna og kæra verknaðinn.

Varðskipsmenn um borð í Axel

Dæling gengur nú vel úr Flutningaskipinu Axel sem lónar úti á Vopnafirði eftir að leki kom að skipinu um klukkan sjö í morgun.

Sveitastjóri kærður fyrir að stela 13 tonnum af olíu

Olíudreifing hefur kært sveitarstjórann í Grímsey fyrir að hafa stolið tæpum þrettán tonnum af olíu frá félaginu, og var málið þingfest í Héraðsdómi Norðurlands Eystra í gær, að sögn DV. Sveitarstjórinn var umboðsmaður Olíudreifingar frá árinu 2003 og þar til í sumar. Olíuna mun hafa notað til að kynda íbúðarhús sitt og húsnæði, þar sem hann var með rekstur.-

Blackwater málaliðum stefnt

Blackwater málaliðar eru sakaðir um að hafa hundsað skipanir og yfirgefið herstöðvar sínar rétt áður en þeir hófu árás sem varð 17 íröskum borgurum að bana á Nisoor torgi í Bagdad í september.

Musharraf lét af embætti hershöfðingja landsins í morgun

Pervez Musharraf forseti Pakistan lét í morgun af embætti hershöfðingja landsins við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum hersins í Pakistan. Sá sem tekur við af Musharraf heitir Ashfaq Pervez Kiani. Við athöfnina sagði Musharraf að hann væri stoltur yfir því að hafa stjórnað svo miklu afli sem herinn væri.

Hagnaður OR varð 6,4 milljarðar á fyrstu níu mánuðum ársins

6,4 milljarða króna hagnaður varð af rekstri Orkuveitu Reykjavíkur fyrstu níu mánuði ársins og jukust tekjur fyrirtækisins um rúma þrjá milljarða samanborið við sama tímabil í fyrra. Eigið fé jókst um tæpa sex milljarða og skuldir um 16 milljarða, einkum vegna framkvæmda við Hellsiheiðarvirkjun. Í tilkynningu frá félaginu segir að rekstarhorfur séu góðar.-

Segir erfðabreytt matvæli hentugri en lífrænt ræktuð

Erfðabreytt matvæli eru yfirleitt hentugri en matvæli sem eru lífrænt ræktuð, sagði David King, helsti vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar, í gær. King sagði það ljóst að áhyggjur manna af erfðabreyttum matvælum ættu ekki við rök að styðjast. Hann sagði jafnframt að mikil fólksfjölgun og loftslagsbreytingar myndu hafa neikvæð áhrif á landsvæði sem nýtt er til matarræktar. Því gæti erfðafræði verið góð lausn til að tryggja nægt framboð af matvælum í framtíðinni.

Bangsakennarinn orðin tilefni milliríkjadeilu

Mál breska kennarans Gillian Gibbons og bangsans Múhameð er orðið að alvarlegri milliríkjadeilu Breta og Súdana. Gillian á yfir höfði sér ákæru fyrir að svívirða múslima en hún gaf sjö ára gömlum nemendum sínum leyfi til þess að nefna bangsann sinn Múhameð.

Vilja að Giuliani verði forsetaefni

Repúblikanar í Flórída í Bandaríkjunum vilja að Rudy Giuliani verði forsetaefni þeirra, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem fréttastofa CNN lét gera fyrir sig. Samkvæmt könnuninni nýtur Giuliani stuðnings 38% íbúa á Flórída.

Flutningaskipið Axel á leið til Akureyrar

Flutningaskipið Axel, sem strandaði út af Hornafirði í gærmorgun, er nú statt út af Vopnafirði og siglir hæga siglingu áleiðis til Akureyrar, þar sem það verður tekið í slipp til viðgerðar.

Von í Annapolis

Friðarfundur Miðausturlanda í Marylandríki í Bandaríkjunum er endir byrjunar friðarferlis á svæðinu, ekki endilega byrjunin á endinum. Nú er framundan mikið og erfitt ferli þar sem óleyst deilumál þurfa að fá einhverja lausn; landamæri Ísraels, nýtt ríki Palesínu, Jerúsalem, landsnámsbyggðir Ísraela og palestínskir flóttamenn.

Ekið á 12 ára dreng í Kópavogi

Ekið var á 12 ára dreng við Jötunsali í Kópavogi klukkan 19:22 í kvöld. Drengurinn var á hjóli og lenti framan á fólksbíl sem kom keyrandi upp götuna. Drengurinn var ekki með hjálm en til allrar lukku slasaðist hann ekki mikið. Hann var þó fluttur á brott með sjúkrabíl.

Jón Ásgeir fékk 43 milljónir endurgreiddar frá skattinum

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs og 365 hf, sem rekur meðal annars visir.is, fékk endurgreiddar 43 milljónir frá skattinum nú í byrjun október vegna ofgreiðslu á árinu 2005. Þetta staðfesti hann við Vísi í morgun.

Mikill viðbúnaður í París vegna hugsanlegra óeirða

Lögreglan í París verður með mikinn viðbúnað í kvöld þar sem óttast er að til óeirða komi í einu af úthverfum borgarinnar þriðja kvöldið í röð. Forsætisráðherrann Francois Fillon hefur kallað ungmennin sem staðið hafa fyrir óeirðunum glæpamenn.

Þingmenn fá aðstoðarmenn

Gert er ráð fyrir því að þingmenn fái sérstakan aðstoðarmann í frumvarpi sem forsætisnefnd Alþingis fjallar nú um. Kostnaður vegna þessa getur numið allt að eitthundrað milljónum króna á ári.

Ný varnarmálastofnun mun annast rekstur mannvirkja Nató

Utanríkisráðherra hyggst koma á fót nýrri varnarmálastofnun sem hefur það hlutverk að annast allan rekstur mannvirkja Nató á Íslandi. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á fundi Samtaka um vestræna samvinnu í dag.

Kompás: Skammbyssur til sölu á svörtum markaði

Fjöldi ólöglegra skammbyssa er til sölu á svörtum markaði á Íslandi. Þetta leiðir rannsókn fréttaskýringaþáttarins Kompáss í ljós en þáttagerðarmönnum tókst að kaupa skammbyssu á tveimur sólarhringum.

Icetorrent lokað í dag eftir að hafa safnað sex þúsund meðlimum

Skráardeilisíðunni icetorrent.net var lokað í dag eftir að eiganda síðunnar barst athugasemd frá Smáís, Samtökum Myndrétthafa á Íslandi. Þrátt fyrir að síðan hafi aðeins verið stofnuð nú um helgina voru tæplega sex þúsund Íslendingar búnir að skrá sig þar sem meðlimir í dag.

Skemmdirnar á Axeli kannaðar í kvöld

Starfsmenn Dreggjar ehf, skipafélagsins sem gerir út flutningaskipið Axel sem strandaði við Hornafjarðarós í morgun, eru komnir til Fáskrúðsfjarðar en skipið er í þann mund að leggja að bryggju. Bjarni Sigurðsson hjá Dregg segir að kafarar kanni þegar í kvöld hversu alvarlegar skemmdirnar á skipinu séu.

Lithái í farbanni vegna framsalsmáls

Hæstiréttur staðfesti í dag farbann yfir Litháa vegna framsalsmáls hans sem yfirvöld hér á landi hafa til meðferðar. Verður maðurinn í farbanni til 10. desember samkvæmt úrskurði Hæstaréttar.

Hætt við að selja Gagnaveituna

Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur kynnti á stjórnarfundi í dag tillögu um að fallið verði frá fyrri ákvörðun um að leita tilboða í Gagnaveitu Reykjavíkur, áður Lína.net, dótturfélags OR. Í júní síðastliðnum var samþykkt að fela Glitni að verðmeta Gagnaveitu Reykjavíkur og leita eftir tilboðum í hlutafé félagsins. Verðmat var fengið en sölumeðferð hefur ekki hafist. Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður OR segir að hún líti á Gagnaveituna sem grunnþjónustu sem falli vel að annari veitustarfsemi.

Vodkaþjófur gipinn á Hellisheiði

Lögreglan á Selfossi lagði töluvert á sig til þess að hafa hendur í hári vodkaþjófs sem dæmdur var í 30 daga fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í dag.

Dýr málsverður

Yfirmaður umferðardeildar lögreglunnar í Rómarborg hefur verið rekinn. Ekki aðeins lagði hann bíl sínum ólöglega heldur setti hann í gluggakistuna heimildarskírteini fyrir fatlaða til að leggja.

Skaddaði sjón manns varanlega í líkamsárás

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi meðal annars til þess að sjón fórnarlambsins skaddaðist varanlega.

Vilja friðargæsluliða heim frá Afganistan

Fjórir þingmenn Vinstri - grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli utanríkisráðherra að kalla heim íslenska friðargæsluliða í Afganistan, sem þar starfa sem hluti liðsafla NATO.

Sjá næstu 50 fréttir