Fleiri fréttir

Veikt barn týnt í kerfinu

Ásthildur Björt Pedersen er nýflutt heim frá Frakklandi ásamt tæplega ársgamalli dóttur sinni. Þær mæðgur flúðu heimilisföðurinn sem beitti Ásthildi andlegu og líkamlegu ofbeldi. Skömmu eftir heimkomuna veiktist dóttir Ásthildar hastarlega en sökum þess hve skammur tími er liðinn frá því þær fluttu heim njóta þær ekki fullra réttinda í heilbrigðiskerfinu og hafa þær þurft að borga tugi þúsunda króna fyrir læknisaðstoð og sýklalyf.

Útlit fyrir aukna kosningaþátttöku

Nærri ellefu prósent kjósenda höfðu nýtt atkvæðisrétt sinn í þingkosningunum í Danmörku klukkan tíu að dönskum tíma, klukkutíma eftir að kjörstaðir voru opnaðir. Það er tæpu prósentustigi fleiri en í kosningum fyrir tveimur árum

Ekki með skammbyssu í skólann

Kennslukona í Oregon í Bandaríkjunum tapaði máli sem hún höfðaði til þess að fá að bera skammbyssu á sér í skólanum.

Topplaus uppreisn í Svíþjóð

Ungar konur í Svíþjóð hafa gert uppreisn gegn því að fá ekki að fara topplausar í almenningssundlaugar.

Vilja að Neytendastofa skoði skilmála Kaupþings

Neytendasamtökin hafa leitað til Neytendastofu og beðið hana að skoða hvort Kaupþingi sé heimilt að neita íbúðakaupendum um að yfirtaka áhvílandi íbúðarlán nema þau verði á sömu vöxtum og eru á nýjum lánum.

Stefnubreyting breytir ekki skaðsemi virkjananna

Samtökin Sól á Suðurlandi, sem berjast gegn virkjunum Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár, segja stefnubreytingu Landsvirkjunar að selja ekki álverum orku ekki breyta skaðsemi virkjananna.

VIlja láta rannsaka fljúgandi furðuhluti

Hópur fyrrverandi flugmanna og hermanna hefur skorað á bandarísk yfirvöld að hefja á ný rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum. Meðlimir hópsins sem koma frá sjö löndum eiga það allir sameiginlegt að segjast hafa séð fljúgandi furðuhlut á lífsleiðinni.

NATO ríki hætti að framselja fanga til Afganistan

Amnesty International hvetur NATO ríkin til þess að hætta að framselja grunaða hryðjuverkamenn til Afganistans. Í nýrri skýrslu samtakanna er bent á mörg dæmi þess að fangar hafi sætt pyntingum í afgönskum fangelsum en samkvæmt alþjóðalögum er ríkjum óheimilt að framselja fanga til annars ríkis ef grunur leikur á því að þeir verði pyntaðir.

Ræddu saman á Netinu um fjöldamorð

Finnski fjöldamorðinginn sem skaut átta manns til bana í smábæ í Finnlandi í síðustu viku hafði verið í tölvusambandi við fjórtán ára pilt í Bandaríkjunum sem lagði á ráðin um svipað ódæði í skóla í Fíladelfíu.

Bhutto krefst afsagnar Musharrafs

Lögreglan í Pakistan hefur slegið skjaldborg um hús Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra. Hún hafði lýst því yfir að hún ætlaði sér að ganga fylktu liði til höfuðborgarinnar Islamabad í dag. Hún krefst þess að Musharraf segi af sér.

Að skjóta sig í fótinn

Bandarískur maður liggur nú á sjúkrahúsi töluvert slasaður með skotsár á báðum fótum. Maðurinn var að skipta um dekk á Lincoln Continental glæsikerrunni sinni og gat ekki með nokkru móti losað síðasta boltann.

Skelfing um borð í Norrænu

Einhverjir meiddust, en þó ekki alvarlega, og skelfing greip um sig meðal farþega, þegar ferjan Norræna valt mikið til annarar hliðar í óveðri á milli Noregs og Færeyja í fyrrinótt. Talið er að í veltunni hafi skrúfa skipsins farið upp úr sjó og yfirsnúningur komið á aðalvélina, þannig að sjálfvirkur búnaður drap á vélinni.

Árni Friðriksson finnur enga loðnu

Áhöfnin á hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni hefur lítið sem ekkert fundið af loðnu, en skipið hélt til loðnuleitar fyrir nokkrum dögum. Afleitt veður hafur verið á leitarsvæðinu norðvestur af landinu og leit því ekki gengið sem skyldi.

Danir ganga til kosninga

Danir ganga til þingkosninga í dag. Dagblaðið Berlingske Tidende birtir í dag Gallup könnun sem gefur til kynna að stjórn forsætisráðherrans Anders Fogh Rassmussen, haldi velli. Á síðustu metrunum hafa stjórnarflokkarnir Venstre og Danski þjóðarflokkurinn bætt við sig töluverðu fylgi.

Eldur á áttundu hæð í Hátúni

Lögregla og slökkvilið voru kölluð að fjölbýlishúsi í Hátúni í Reykjavík nú fyrir stundu. Eldur hafði komið upp í íbúð á áttundu hæð en búið var að slökkva hann þegar komið var á staðinn

Hóta að vísa Pakistan úr bandalagi samveldisríkja

Utanríkisráðherrar innan bandalags bresku samveldisríkjanna hafa gefið Pervez Musharraf, forseta Pakistans, tíu daga til að afnema neyðarlög í landinu ellegar verður landinu vísað úr breska samveldinu. Þetta var ákveðið á aukafundi ráðherranna í Lundúnum í kvöld.

Atvinnuleysi minnkar um fimmtung milli ára

Atvinnuleysi í október reyndist 0,8 prósent og minnkaði um 1,6 prósent á milli mánaða samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar að atvinnuleysi sé um fimmtungi minna en á sama tíma fyrir ári.

Fimm teknir á Reykjanesbrautinni

Fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í dag. Sá er hraðast ók mældist á 154 km/klst þar sem leyfirlegur hámarkshraði er 90km/klst.

Torrent síðum lokað víða um heim

Það er ekki bara umræða um svokallaðar torrent síður hér á Íslandi. Svipuðum síðum hefur verið lokað víða um heim og voru til dæmis tveir handteknir í Póllandi.

Nemendur Jokela-skólans snúa aftur í tíma

Nemendur í Jokela-menntaskólanum í bænum Tuusula í Finnlandi sneru aftur í tíma í dag, fimm dögum eftir að nemandi í skólanum, Pekka-Eric Auvinen, gekk þar berskerksgang og myrti átta og særði tólf manns. Hann svipti sig svo lífi eftir árásina.

Ekki verið stoltari síðan ég fékk íslenskan ríkisborgararétt

„Ég hef ekki verið jafnstoltur síðan ég fékk íslenkan ríkisborgararétt," segir Paul Nikolov, varaþingmaður Vinstri - grænna, sem í dag tók sæti á Alþingi, fyrstur innflytjenda. Paul situr á þingi í stað Árna Þórs Sigurðssonar sem staddur er erlendis í opinberum erindagjörðum.

Landspítalanum stefnt vegna ólögmætra uppsagna

Þrjár konur, sem ásamt tveimur öðrum starfsmönnum, var sagt upp störfum á Landspítalanum í september 2006 hafa stefnt spítalanum vegna ólögmætrar uppsagnar. Þær skýringar voru gefnar að um skipulagsbreytingar væri að ræða.

Engir íslendingar á brunasvæðinu í London

Engir Íslendingar eru á svæðinu sem þar sem stórbruni varð skammt frá Canary Wharf í austurhluta London í dag. Þurý Björk Björgvinsdóttir starfsmaður íslenska sendiráðsins í borginni segir fólk taka þessu með ró, en í fyrstu hafi mörgum brugðið því fréttir í byrjun voru mjög sláandi.

Google myndar topplausa konu í sólbaði

Nú er eins gott fyrir fólk að vera á verði, því Google fylgist með öllu sem gert er utandyra. Google býður mönnum í ferðalag um heiminn séð frá gervihnöttum og þar er ýmislegt að sjá.

Segjast ekki hafa stungið undan gögnum

VSÓ Ráðgjöf segist ekki hafa stungið neinum gögnum undan við vinnu á skýrslu um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Bitruvirkjunar á Hellisheiði eins og Gísli Már Gíslason prófessor hefur haldið fram.

Fáskrúðsfjarðardópinu pakkað á tveimur stöðum

Fíkniefnin sem lögreglan lagði hald á í Fáskrúðsfjarðarhöfn 20. september síðastliðinn voru útbúinn til flutnings sjóleiðina á tveimur stöðum í Danmörku, Kaupmannahöfn og Hanstholm.

Dagskrárstjóri RÚV: Björgólfur ekki að styrkja RÚV

Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins segir að samningur Björgólfs og RÚV sem undirritaður var á föstudaginn sé fyrst og fremst stuðningur við framleiðendur leikins innlends dagskrárefnis.

Skynsamleg ákvörðun að selja ekki orku til álvera

Geir H. Haarde sagði ákvörðun Landsvirkjunar að fara ekki í viðræður um orkusölu til fyrirhugaðra álvera á suðvesturhorninu skynsamlega en að hún myndi ekki hafa áhrif á uppbyggingu á Bakka við Húsavík eða uppbyggingu sem önnur orkufyrirtæki hygðust ráðast í. Þetta kom fram í máli hans í umræðu um störf þingsins við upphaf fundar á Alþingi í dag.

Lá við stórslysi um borð í Norrænu

Litlu mátti muna að stórslys yrði þegar ferjan Norröna varð vélarvana í gær í miklu óveðri á hafsvæðinu á milli Noregs og Hjaltlands.

Miður sín eftir að gölluð rannsókn leiddi til sýknu lögreglumanna

Sýkna í skaðabótamáli konu sem hlaut 85% örorku á árshátíð embættis sýslumannsins á Selfossi í apríl 2003 má rekja til lögreglurannsóknar sem braut í bága við reglur um meðferð opinberra mála og stjórnsýslulög. Verjandi konunnar segir hana miður sín.

Bolað út vegna brúðkaups aldarinnar

Listamenn sem fyrirhuguðu opnun sýningar á verkum sínum í Grafíksafninu næsta laugardag eru afar ósáttir við að þurfa að fresta sýningunni um viku vegna brúðkaups Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur. Opnun sýningarinnar var fyrirhuguð 17. nóvember í Grafíksafninu sem er í húsi Listasafns Reykjavíkur

Lögregla hefur fengið ábendingar vegna heimsíðu rasista

Lögreglu hefur borist töluvert af ábendingum er varða heimasíðuna skapari.com eftir að Vísir fjallaði um hana í síðustu viku. Á síðunni er að finna áróður fyrir kynþáttahyggju og nafngreindum einstaklingum hótað ofbeldi.

Drógu sér fé sem átti að fara í meðlagsskuldir

Tveir menn hafa í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmdir í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt með því að hafa á árunum 2005 og 2006 dregið félagi sem þeir voru í forsvari fyrir hátt í 800 þúsund krónur af launum tveggja starfsmanna.

Ögmundur Jónasson: Óvíst að RÚV samningur standist lög

„Það er óvíst að samningur Björgólfs Guðmundssonar við RÚV standist lög um tekjustofna Ríkisútvarpsins ohf.," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna. Eins og greint hefur verið frá mun Björgólfur styrkja RÚV um allt að 150 milljónir á næstu þremur árum.

Haldið og pyntuð í níu daga

Nítján ára gamalli danskri stúlku var haldið fanginni í skúr við suðurhöfnina í Kaupmannahöfn í níu daga, þar sem hún var brennd, barin og misþyrmt á margvíslegan hátt.

Skógarbjörn stal bíl í New Jersey

Lögreglan í New Jersey í Bandaríkjunum segist fullviss um að svartur skógarbjörn hafi stolið smárútu og farið í bíltúr. Dave Dehard lögreglumaður fann rútuna utanvegar við Vernon samkvæmt heimildum Court TV. Farþegarúðan hafði verið brotin og dyrnar skemmdar.

Sjá næstu 50 fréttir