Fleiri fréttir

Þjóðskrá hyggst svara Guðmundi Bjarnasyni

„Guðmundi Bjarnasyni verður svarað fyrir vikulok," segir Skúli Guðmundsson, forstjóri Þjóðskrár. Guðmundur, sem er öryrki, segir að Þjóðskrá hafi einhliða tekið ákvörðun um að skrá lögheimili hans í Kína.

Loka einni deild daglega vegna manneklu

Daglega þarf að loka einni deild á leikskólanum Fífusölum í Kópavogi vegna manneklu. Leikskólastjórinn segir að ef ekkert verði að gert eigi ástandið eftir að versna því uppsagnir taki gildi á næstu mánuðum.

Skotinn til bana með loftriffli

Sautján ára piltur lést í Bretlandi í gær eftir að hafa fengið í sig skot úr loftriffli. Tveir piltar, sextán og átján ára hafa verið handteknir og loftriffillinn gerður upptækur.

Sprengjum varpað á barnaþorp

Sprengjum var varpað á SOS-barnaþorp í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu á laugardag. 15 Íslendingar eru stuðningsaðilar barna í þorpinu. Eitt barn og SOS-móðir slösuðust lítillega í árásinni en öryggisvörður í þorpinu er alvarlega særður og er hann nú á sjúkrahúsi Rauða krossins.

Ráðherra fyrirskipar hlé á fótbolta á Ítalíu

Íþróttamálaráðherra Ítalíu hefur fyrirskipað hlé á fótboltaleikjum vegna óeirðanna um helgina, þar sem meðal annars áhangandi ítalska liðsins Lazio fékk fyrir byssukúlu lögreglumanns.

Mál Dala-Rafns á hendur olíufélögunum aftur í héraðsdómi

Fyrirtaka verður í dag í máli útgerðarfélagsins Dala-Rafns í Vestmannaeyjum á hendur stóru olíufélögunum þremur vegna tjóns sem útgerðarfélagið telur sig hafa orðið fyrir vegna samráðs félaganna á tíunda áratug síðustu aldar.

Undirrituðu samstarfssamning um menntun kennara

Kennaraháskóli Íslands og 76 grunn- og leikskólar hafa undirritað samstarfssaming um menntun kennara. Fulltrúar samstarfsskólanna skrifuðu undir samninginn þann 8. nóvember síðastliðinn og tóku við skjali til staðfestingar á samstarfinu.

Fagna samstarfi Björgólfs og RÚV

Félag leikskálda og handritshöfunda fagnar eindregið nýgerðum samningi Ríkisútvarpsins og Björgólfs Guðmundasonar um að tvöfalda framlaga til kaupa á leiknu íslensku sjónvarpsefni. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu.

Tveir óku út af á Suðurnesjum

Ökumenn tveggja bíla sluppu með minni háttar meiðsl þegar bílar þeirra höfnuðu utan vegar á tveimur stöðum á Suðurnesjum í nótt.

Lögmæti kosninga í Pakistan kannað

Búist er við því að hæstiréttur Pakistans felli um það dóm fyrir næstu helgi hvort löglega hafi verið staðið að forsetakosningunum í landinu í síðasta mánuði. Vafi leikur á því hvort Perviz Musharraf hafi mátt bjóða sig fram á meðan hann var einnig yfirmaður hersins.

Eldur í bíl við Laugarvatn

Ökumaður náði í gærkvöldi að nema staðar og koma sér út úr bíl sínum ómeiddur, eftir að eldur gaus upp við vélina og eldtungur stóðu undan vélarhlífinni.

Krókódílar á ferðinni í Víetnam

Mörg hundruð krókódílar ganga nú lausir í Víetnam í kjölfar flóða í landinu. Krókódílarnir voru innilokaðir í búrum á ræktunarbúgarði þegar flæddi yfir búrin með þeim afleiðingum að leiðin til frelsis var greið.

Khmeraleiðtogi dreginn fyrir rétt

Fyrrverandi utanríkisráðherra Kambódíu og einn helsti leiðtogi Rauðu Khmerana var handtekinn á heimili sínu í morgun. Lögregla handtók Leng Sary í dögun en talið er að hann verði látinn svara til saka fyrir hörmungarnar sem Khmerarnir leiddu yfir íbúa Kambódíu á áttunda áratugnum.

Leiguverð á þorskkvóta aldrei verið hærra

Verð á varanlegum þorskkvóta er komið upp í fjögur þúsund krónur kílóið og hefur aldrei verið nándar nærri svo hátt. Það hefur tvöfaldast á skömmum tíma og sjá hagsmunaaðillar í sjávarútvegi ekki fram á að það muni lækka á næstunni.

Þjófum sleppt úr haldi

Þrír karlar og ein kona voru látin laus í gærkvöldi að loknum yfirheyrslum vegna innbrots. Fólkið lét greipar sópa um geymslur í fjölbýlishúsi í austur borginni á föstudagog stal þar ýmsum persónulegum munum.

Bretar deila um hryðjuverkavarðhald

Bretar geta haldið mönnum í gæsluvarðhaldi í 28 átta daga án ákæru séu þeir grunaðir um aðild að hryðjuverkum. Nú stendur til að lengja þessa heimild enn frekar en í skýrslu sem mannréttindasamtök hafa látið gera kemur í ljós að ekkert lýðræðisríki getur haldið mönnum lengur í varðhaldi en Bretland.

Búist við fólkinu til byggða um hádegi

Björgunarsveitarmenn úr Árnessýslu eru nú að aðstoða ellefu manna hóp á fjórum eða fimm jeppum, sem lentu í vandræðum í Kerlingafjöllum í gærkvöldi. Fólkið hafði komist þar í skála og lét vita þaðan að bílarnir væru fastir eða bilaðir, en síðan rofnaði sambandið. Var því ákveðið upp úr miðnætti að senda tvær björgunarsveit á vettvang til að aðstoða fólkið án þess þó að hætta væri talin á ferðum.

Fær lögheimili ekki flutt aftur til Íslands

Úrskurðarnefnd almannatrygginga úrskurðaði í síðustu viku að Guðmundur Bjarnason þyrfti ekki að endurgreiða Tryggingastofnun rúmar þrjár milljónir króna sem hann hafði fengið í bætur. Tryggingastofnun hafði krafist þess að hann endurgreiddi bætur þrjú ár aftur í tímann, eða frá því að Þjóðskrá færði lögheimili hans til Kína.

Sprenging í fíkniefnaakstri á Selfossi

Ný lög er varða akstur undir áhrifum fíkniefna tóku gildi 1. júní 2006. Þar segir að hver sá sem neytt hafi fíkniefna, eða annarra ávanabindandi efna, sé ófær um að aka bifreið.

Óánægja með teikninguna

„Byggingafulltrúi fer rangt með þegar hann segir að valið fólk hafi legið yfir málinu. Rýnihópurinn lýsti alltaf mikilli óánægju með teikningarnar og þær voru samþykktar á fundi sem ætti ekki að teljast lögformlegur,“ segir Þórður Magnússon, varaformaður Torfusamtakanna.

Körfubolti án landamæra í Breiðholti

„Við höfum verið að gera átak í að ná til krakka af erlendum uppruna, enda hafa margir þeirra sýnt sig vera frábærir í körfubolta,“ segir Þorgeir Einarsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar ÍR.

Jafnrétti er auðlind

Jafnrétti „Fullveldi og sjálfstæði kvenna hefur reynst torsóttara en fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra við lok Kynjafræðiþings Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum síðustu helgi.

Komu í veg fyrir tvö sprengjutilræði

Lögreglan á Spáni kom í dag í veg fyrir tvö sprengjutilræði aðskilnaðarsamtaka baska, ETA, í bænum Getxo skammt frá borginni Bilbao í norðurhluta Spánar. Sprengjunum var komið fyrir við dómshús í bænum.

Mótmælendur á Norður-Írlandi leggja niður vopn

Stærstu vopnuðu samtök norður-írskra mótmælenda, The Ulster Defence Association, lýstu því yfir í dag að þau hyggist leggja niður vopnaðar viðbragðssveitir á þeirra vegum. Þá munu öll vopn í eigu samtakanna verða eyðilögð.

Átta slasast í átökum milli stuðningsmanna knattspyrnuliða

Átta slösuðust þar af sjö lögregluþjónar í bænum Mostar í Bosníu í gær þegar til átaka kom milli stuðningsmanna tveggja knattpsyrnuliða. Átökin héldu áfram í dag og þurfti lögreglan að beita táragasi til að stilla til friðar.

Einkaflugvél brotlendir á flugskýli

Lítil einkaflugvél brotlenti á flugskýli á flugvellinum í Ringsted í Danmörku í kvöld. Tveir voru um borð í vélinni en þeir slösuðust ekki alvarlega.

Óskað eftir upplýsingum um þjófnað

Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir upplýsingum um þjófnað sem átti sér stað í Grófinni nú um helgina. Hljómflutningstækjum var stolið úr fólksflutningabifreið.

Hugarafl eykur sjálfstraust

Hugarafl hefur aukið sjálfstraustið og hjálpað okkur að komast aftur út samfélagið, segir maður sem átt hefur við þunglyndi að stríða í tæpa tvo áratugi og ekki verið á vinnumarkaði í fimm ár.

Óttast fjölgun hælisleitenda í Danmörku

Danski Rauði krossinn vonar að þingkosningarnar í Danmörku leiði til nýs þingmeirihluta sem vilji bæta aðstæður hælisleitenda sem synjað hefur verið um dvalarleyfi í Danmörku. Forsætisráðherrann óttast að rýmri reglur fjölgi hælisleitendum í landinu.

Vildi láta ræna dönskum ríkisborgurum

Lögreglan í Danmörku handtók í dag þrítugan karlmann fyrir að hvetja múslima til að ræna dönskum ríkisborgurum til útlanda. Átti að nota dönsku gíslana til að þrýsta á dönsk stjórnvöld til að láta lausa tvo múslima sem handteknir voru í tengslum við hryðjuverkastarfsemi.

Telja sig hafa fundið mikilvægar vísbendingar í máli Madeleine McCann

Lögreglan í Portúgal telur sig hafa undir höndum mikilvægar vísbendingar sem gætu varpað ljósi á hvarf Madeleine McCann. Um er að ræða hár sem fannst í bakpoka sem skilinn var eftir skammt frá flugvellinum Í Faro. Í bakpokanum fundust einnig hlutir sem gætu tengst Madeleine.

Öryggismál á ítölskum knattspyrnuvöllum í ólestri

Öryggismál á knattspyrnuvöllum á Ítalíu eru víða í ólestri að sögn Geirs Þorsteinssonar, formanns Knattspyrnusambands Íslands. Geir segir óljóst hvaða afleiðingar skotárásin í dag kemur til með að hafa.

Lætur endurskoða skotvopnalög í Finnlandi

Skotvopnalög í Finnlandi verða endurskoðuð meðal annars til að koma í veg fyrir of mikla útbreiðslu skotvopna. Þetta kom fram í máli Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, á blaðamannafundi í Helsinki í dag. Hann segist vera undrandi á því hversu auðvelt það sé að fá skotvopnaleyfi.

Segir Bandaríkjamenn vilja hindra aftöku fylgismanna Saddams

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sakaði Bandaríkjaher í dag um að reyna að hindra að fyrrum meðlimir í ríkisstjórn Saddam Hussein verði teknir af lífi. Mennirnir voru allir dæmdir til dauða í september og áttu aftökurnar að fara fram í síðasta mánuði.

Framsókn: Vilja standa vörð um Íbúðalánasjóð

Standa verður vörð um Íbúðalánasjóð og tryggja almenningi eðlilegt aðgengi að fjármagni til kaupa á eigin húsnæði á kjörum sem hægt er að lifa við. Þetta kemur fram ályktun miðstjórnar Framsóknarflokksins. Ályktunin var samþykkt á miðstjórnarfundi flokksins á Akureyri í gær.

Sjá næstu 50 fréttir