Fleiri fréttir Níu mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot Karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot og fyrir bensínstuld. Var það sami dómur og hann fékk í héraðsdómi. 1.11.2007 16:48 Bjarni Ármannsson: Niðurstaðan veldur mér þungum vonbrigðum Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI, reyndi ekki að dylja vonbrigði sín með ákvörðun Borgarráðs að hafna samruna REI og GGE þegar Vísir ræddi við hann í dag. "Þetta veldur mér þungum vonbrigðum," sagði Bjarni. 1.11.2007 16:42 Átta mánaða fangelsi fyrir að bera sig fyrir framan börn Hæstiréttur staðfesti í dag átta mánaða fangelsisdóm héraðsdóms yfir karlmanni sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn fimm börnum. Fimm mánuðir af dómnum eru skilorðsbundnir. 1.11.2007 16:41 MS áfrýjar dómi um vanhæfi forstjóra Samkeppniseftirlitsins Mjólkursamsalan, Auðhumla og Osta- og smjörsalan hyggjast gagnáfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli félaganna á hendur Samkeppniseftirlitinu sem féll í síðasta mánuði. 1.11.2007 16:28 Ráðuneytisstjóri fauk eftir koss Ráðuneytisstjóri í sænska forsætisráðuneytinu hefur sagt af sér eftir að myndir birtust af henni ölvaðri að kyssa sjónvarpsfréttamann á krá í Stokkhólmi. 1.11.2007 16:15 Ekki von á viðbrögðum frá Geysi Green að svo stöddu Engin viðbrögð hafa borist frá Geysi Green Energy í kjölfar þess að borgarráð samþykkti að hafna samruna Reykjavík Energy Invest og GGE. Auður Nanna Baldvinsdóttir, kynningarfulltrúi GGE, segir að ekki sé von á viðbrögðum í dag. 1.11.2007 16:04 Vilja færa ákvæði stjórnarskrár til nútímans Þrír þingmenn Samfylkingarinnar, Ellert B. Schram, Gunnar Svavarsson og Katrín Júlíusdóttir, hafa lagt fram frumvarp um breytingu á ákvæðum stjórnarskrárinnar sem snúa að forsetanum. 1.11.2007 15:55 Lundúnalögreglan sektuð fyrir skothríð Lundúna lögreglan hefur verið sektuð um tæpar 22 milljónir króna fyrir að skjóta saklausan Brasilíumann til bana í járnbrautarlest árið 2005. 1.11.2007 15:48 Fiskvinnslufólk fær 217 milljónir í aukabætur Stjórnarfrumvarp hefur verið lagt fram á alþingi sem gerir ráð fyrir aukagreiðslum til þess fiskvinnslufólks sem verður atvinnulaust vegna kvótaskerðingarinnar. Er gert ráð fyrir að eyða 77 milljónum kr. á þessu ári og 140 milljónum kr. á næsta ári úr ríkissjóði sökum þessa eða samtals 217 milljónum kr. 1.11.2007 15:25 Kráareigendur safna undirskriftum Félag kráareigenda í Reykjavík hefur hafið undirskriftasöfnun á netinu þar sem fyrirætlunum borgaryfirvalda um að stytta opnunartíma nokkurra skemmtistaða í miðbænum er mótmælt. Í tilkynningu frá félaginu segir að kráareigendur hafi fyrir því áreiðanlegar heimildir að fyrirhuguð stytting opnunartíma staðanna Q-bar, Mónakó og Monte Carlo sé „einungis byrjunin á því að stytta opnunartíma skemmtistaða," í borginni. 1.11.2007 15:12 Menn njóti rjúpnaveiða Varaformaður Skotveiðifélags Íslands segir nýhafið rjúpnaveiðitímabil leggjast vel í veiðimenn og að félagið sé fylgjandi þeirri aðferðafræði sem stjórnvöld noti við ákvörðun um rjúpnaveiðar. Hann leggur áherslu á að menn njóti þess að vera á veiðum og segir veiðimenn almennt jákvæða gagnvart hófsamlegum veiðum. 1.11.2007 15:06 Bandaríska utanríkisþjónustan gerir uppreisn vegna Íraks Starfsmenn bandarísku untaríkisráðuneytisins eru ævareiðir yfir því að ákveðið hefur verið að skylda þá til þess að þjóna í Írak. 1.11.2007 15:00 Vilja endurskoða áfengislöggjöf Viðskiptaráð telur tímabært að endurskoða áfengislöggjöfina með það fyrir augum að koma til móts við sjónarmið heildsala en án þess að það stefnu heilsu landsmanna í hættu. Þá vill ráðið að einkasala ríkisins á áfengissölu verði aflögð en frumvarp svipaðs efnis liggur nú fyrir Alþingi. 1.11.2007 15:00 Borgin styrkir félag til að fegra miðbæinn fyrir jólin Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að félagið Miðborg Reykjavíkur fái átta milljóna króna styrk til þess að mæta kostnaði vegna kynningarmála í aðdraganda jóla. 1.11.2007 14:42 Guð hatar homma Kirkjusöfnuður í Bandaríkjunum sem hatast við samkynhneigða hefur verið sektaður um tæpan milljarð króna fyrir að trufla útför hermanns sem féll í stríðinu í Írak. 1.11.2007 14:33 Ólögráða burðardýr eru nýtt vandamál Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að það sé nýtt vandamál að ungmenni undir lögaldri séu handtekin vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tvær sautján ára gamlar stúlkur voru teknar með 300 grömm af kókaíni síðastliðinn mánudag 1.11.2007 14:08 Björgun hf fær lóð við Álfsnes Hafnarstjórn vinnur nú að því að finna nýja lóð undir starfsemi Björgunnar hf. á Sævarhöfða. Íbúar Bryggjuhverfisins í grennd við Björgun hafa kvartað undan mikilli mengun frá starfseminni. Að öllum líkindum mun Björgun hf fá lóð við Álfsnes í Kollafirði. 1.11.2007 14:02 Samstarf á lyfjamarkaði á Norðurlöndum Heilbrigðisráðherrar norrænu ríkjanna vilja efla samstarf á lyfjamarkaði og styrkja lítil markaðssvæði í þeim geira á Norðurlöndunum. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra fundaði með norrænum heilbrigðisráðherrum á þingi Norðurlandaráðs sem lauk í dag. 1.11.2007 14:01 Churchill hótaði afsögn vegna vetnissprengjunnar Winston Churchill hótaði að segja af sér sem forsætisráðherra, árið 1954 ef samráðherrar hans féllust ekki á að Bretar skiptu ekki kjarnorkusprengjum sínum út fyrir hinar margfallt öflugri vetnissprengjur. 1.11.2007 13:54 Fæst barnanna í Chad munaðarleysingjar Fæst barnanna sem frönsk samtök ætluðu að fljúga með frá Afríkuríkinu Chad eru munaðarleysingjar að sögn talsmanns Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. 1.11.2007 13:45 Ríkar þjóðir hætti að lokka til sín lækna frá fátækari ríkjum Ríkar þjóðir heimsins eiga að hætta að lokka til sín lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk frá fátækum ríkjum, að mati velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Nefndin vill að Norðurlöndin hafi frumkvæði að því að gerður verði alþjóðlegur samningur sem feli slíkt í sér. 1.11.2007 13:45 Borgin greiðir 263 milljónir fyrir Austurstræti 22 Tillaga þess efnis að Reykjavíkurborg kaupi lóðina Austurstræti 22 var samþykkt í borgarráði í dag. Borgin þarf að reiða fram 263 milljónir króna fyrir kaup á einkahlutafélaginu Austurstræti 22 sem er eignarhaldsfélag um lóðina. Með í kaupunum fylgja 95 milljónir í tryggingabætur eftir brunann í apríl. Kostnaður borgarinnar vegna kaupana er því 168 milljónir. 1.11.2007 13:40 Sjávarútvegsstefna ESB eins og stórskip Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins er eins og stórskip, sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, á þingi Norðurlandaráðs sem lýkur í Osló í dag en sjávarútvegsmálin voru til umræðu á þinginu. 1.11.2007 13:34 Skjálfti skammt frá Geysi í Haukadal Jarðskjálfti upp á 3,5 á Richter varð við Högnhöfða sem er um það bil níu kílómetra vestnorðvestur af Geysi í Haukadal nú laust fyrir klukkan eitt. 1.11.2007 13:28 Ósanngjarnt að staðir í nágrenninu lúti ekki sömu reglum Eigendur Q-bars í Ingólfsstræti eru ósáttir við ákvörðun borgaryfirvalda að stytta afgreiðslutíma staðarins. Samkynhneigðir sækja staðinn en honum á að loka klukkan þrjú í stað hálfsex. Eigendur skilja ekki af hverju aðrir staðir í Ingólfsstræti lúti ekki sömu reglum. 1.11.2007 13:16 Tvöfalt fleiri með strætó á Akureyri eftir að það varð frítt Tvöfalt fleiri farþegar taka nú strætó á Akureyri eftir að fargjöld voru afnumin. Dæmi eru um að vagnar sem áður óku um tómir rúmi nú vart farþegana. 1.11.2007 13:11 Vill fá upplýsingar um brot á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið hvetur þá sem telja sig hafa upplýsinga um brot á samkeppnislögum til þess að koma þeim upplýsingum á framfæri við eftirlitið. Þetta segir eftirlitið í yfirlýsingu í framhaldi af umræðu um meint verðsamráð á matvörumarkaði. 1.11.2007 13:03 Leggja þarf aukna áherslu á öryggisþáttinn á Litla-Hrauni Í nýrri skýrslu nefndar sem falið var að gera tillögur um framtíðarrekstur fangelsisins að Litla-Hrauni kemur fram að nauðsynlegt sé að endurskipuleggja stjórnskipulag fangelsisins. Þá vill nefndin að lögð verði aukin áhersla á öryggisþáttinn í starfsemi fangelsisins, móta þurfi skýra starfsmannastefnu og markvissa endurhæfingu þeirra fanga sem vistaðir eru á Litla-Hrauni. „Þá telur nefndin mikilvægt að kvenfangar eigi möguleika á því að afplána refsivist í sérstöku kvennafangelsi,“ segir í fréttatilkynningu. 1.11.2007 12:55 Leitar upplýsinga um alla Breiðavíkurdrengi Þór Jónsson upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar segir að samvinna hans og Breiðavíkurdrengsins Guðmundar Gissurarsonar hafi leitt til þess að nú sé leitað að upplýsingum um alla þá sem voru á Breiðuvík í gögnum Kópavogsbæjar. 1.11.2007 12:54 Björn Ingi: Ákvörðun tekin til að skapa sátt um Orkuveituna Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir að ákvörðun um að hafna samruna Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy, sé tekin til þess að skapa frið um málefni OR eftir miklar deilur um lögmæti eigendafundarins og 20 ára samningsins. 1.11.2007 12:44 Farið fram á farbann yfir grunuðum í nauðgunarmáli Mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um nauðgun á Selfossi á laugardag verða leiddir fyrir dómara í dag til þess að gefa staðfestan framburð. Þá er einn maður til viðbótar grunaður um tilraun til nauðgunar. 1.11.2007 12:31 Full efni til þess að hafna samrunanum „Við teljum að það séu full efni til þess að hafna samrunanum á þeim forsendum sem við blasa," segir Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri - grænna í borgarstjórn og formaður stýrihóps um málefni Reykjavik Energy Invest. 1.11.2007 12:22 Tímarit fordæmt fyrir Madeleine háð Kate og Gerry McCann hafa fordæmt "sérlega særandi" grein í þýsku háðtímariti um fjölmiðlafárið í tengslum við hvarf dóttur þeirra. Titanic tímaritið birti heila opnu í formi auglýsingar um ýmsar vörur sem kynntar eru á háðuglegan hátt með mynd af Madeleine. 1.11.2007 12:20 Kynlífsþrælkun til umræðu í Norðurlandaráði Goðsögnin um hamingjusömu hóruna er ekki sönn, það verður að koma í veg fyrir kynlífsþrælkun og vændiskaup á Norðurlöndum. Þetta sagði sænski þingmaðurinn Monica Green úr flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði. Að hennar mati er margt sem við getum verið ánægð með á Norðurlöndum. 1.11.2007 12:09 Stjórnsýsluúttektin verði unnin fljótt og vel „Við lítum á þetta sem fyrsta skrefið í ferlinu en málinu er ekki lokið,“ segir Gísli Marteinn Baldursson um ákvörðum borgarráðs sem í dag ákvað að hafna samruna Reykjavík Energy Invest og Geysi Green Energy. „Það reið á að borgin sýndi það í verki að henni líkaði ekki við það hvernig að þessum málum var staðið. Það er lykilatriði í þessu máli öllu að vilji borgarráðs og borgarstjórnar lá aldrei fyrir í málinu.“ 1.11.2007 12:01 FL Group tjáir sig ekki að svo stöddu Halldór Kristmannsson, forstöðumaður upplýsingasviðs FL Group, segir í samtali við Vísi að félagið, sem er stærsti hluthafinn í Geysi Green Energy, muni ekki tjá sig um ákvörðun Borgarráðs um að hafna samrúna REI og GGE að svo stöddu. 1.11.2007 11:56 Vonar að ákvörðun borgarráðs hægi ekki á orkuútrás Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist vona að sú ákvörðun borgarráðs að hafna samruna Reykjavik Energy Invest og Geysis Green Energy verði ekki til þess að hægja á útrás íslenskra fyrirtækja í orkumálum. Hann segir þetta mál borgarstjórnar en hann eigi ekki von á ákvörðunin dragi úr útrásinni. 1.11.2007 11:55 Upplýsingafulltrúi REI: Bjóst við þessari ákvörðun Hafliði Helgason, upplýsingafulltrúi REI, segir í samtali við Vísi að REI muni skoða sín mál miðað við breyttar forsendur eftir að borgarráð ákvað að hafna samruna REI og Geysis Green Energy á fundi sínum í morgun. 1.11.2007 11:41 Stýrivextir komnir undir 4% árið 2009 Seðlabankinn skýrir 45 punkta hækkun stýrivaxta með því að útlit sé fyrir meiri verðbólgu á þessu ári og næsta en gert hafi verið ráð fyrir í fyrri spám. Stýrivaxtaferillinn hafi ekki dugað til að vinna bug á verðbólgu og draga úr verðbólguvæntingum. 1.11.2007 11:32 Borgarráð samþykkir að hafna samruna REI og GGE Samþykkt var einróma á fundi borgarráðs í morgun að hafna samruna Reykjavík Energy Invest, útrásararmi Orkuveitunnar, og Geysis Green Energy. Það var Svandís Svavarsdóttir, formaður stýrihóps sem skoðað hefur REI-málið, sem lagði tillöguna fram. 1.11.2007 11:25 Meint verðsamráð rætt á Alþingi Þingmenn úr öllum flokkum kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag til þess aðræða fréttir af meintu verðsamráði matvöruverslana hér á landi. Allir voru þingmennirnir sammála um að ef fréttirnar reynast réttar sé um grafalvarlegt mál að ræða. Stjórnarandstöðuþingmenn deildu á fjársvelti hjá samkeppnisyfirvöldum og stjórnarþingmenn sögðu að ríkistjórninni væri sérstaklega umhugað um neytendamál. 1.11.2007 11:11 Konur með lægri laun en karlar á þingi Þingkonur á Alþingi eru að meðaltali með nærri sex prósentum lægri laun en karlar á þingi þegar horft er til þeirra þingmanna sem ekki eru ráðherrar. Þettta kemur fram í fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að meðallaun karlkyns þingmanna séu rúmlega 602 þúsund krónur en meðallaun kvenkyns þingmanna rúmlega 34 þúsund krónum lægri á mánuði. 1.11.2007 11:10 Fyrsta útkallið þegar komið vegna rjúpnaveiðimanna Fyrsta útkallið á rjúpnaveiðitímabilinu er þegar komið og það aðeins átta stundum eftir að tímabilið hófst. 1.11.2007 10:57 Spurning hvenær olíuverðið dregur úr sókn útgerða "Það fer að verða spurning hvenær síhækkandi olíuverð muni draga úr sókn útgerða í ákveðnar tegundir," segir Friðrik Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ í samtali við Vísir. "Í því sambandi má nefna orkufrekar veiðar eins og til dæmis kolmunnann. Við ákveðnar aðstæður nú er stutt í að þær borgi sig ekki vegna olíuverðsins." 1.11.2007 10:41 Nærri tíu umsækjendur um hverja lóð í Reynisvatnsási 650 umsóknir bárust framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar vegna 69 lóða í Reynisvatnsási. Umsóknarfrestur um lóðir rann út í gær og gat hver umsækjandi sótt um að fá úthlutað einni lóð. 1.11.2007 10:26 Sjá næstu 50 fréttir
Níu mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot Karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot og fyrir bensínstuld. Var það sami dómur og hann fékk í héraðsdómi. 1.11.2007 16:48
Bjarni Ármannsson: Niðurstaðan veldur mér þungum vonbrigðum Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI, reyndi ekki að dylja vonbrigði sín með ákvörðun Borgarráðs að hafna samruna REI og GGE þegar Vísir ræddi við hann í dag. "Þetta veldur mér þungum vonbrigðum," sagði Bjarni. 1.11.2007 16:42
Átta mánaða fangelsi fyrir að bera sig fyrir framan börn Hæstiréttur staðfesti í dag átta mánaða fangelsisdóm héraðsdóms yfir karlmanni sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn fimm börnum. Fimm mánuðir af dómnum eru skilorðsbundnir. 1.11.2007 16:41
MS áfrýjar dómi um vanhæfi forstjóra Samkeppniseftirlitsins Mjólkursamsalan, Auðhumla og Osta- og smjörsalan hyggjast gagnáfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli félaganna á hendur Samkeppniseftirlitinu sem féll í síðasta mánuði. 1.11.2007 16:28
Ráðuneytisstjóri fauk eftir koss Ráðuneytisstjóri í sænska forsætisráðuneytinu hefur sagt af sér eftir að myndir birtust af henni ölvaðri að kyssa sjónvarpsfréttamann á krá í Stokkhólmi. 1.11.2007 16:15
Ekki von á viðbrögðum frá Geysi Green að svo stöddu Engin viðbrögð hafa borist frá Geysi Green Energy í kjölfar þess að borgarráð samþykkti að hafna samruna Reykjavík Energy Invest og GGE. Auður Nanna Baldvinsdóttir, kynningarfulltrúi GGE, segir að ekki sé von á viðbrögðum í dag. 1.11.2007 16:04
Vilja færa ákvæði stjórnarskrár til nútímans Þrír þingmenn Samfylkingarinnar, Ellert B. Schram, Gunnar Svavarsson og Katrín Júlíusdóttir, hafa lagt fram frumvarp um breytingu á ákvæðum stjórnarskrárinnar sem snúa að forsetanum. 1.11.2007 15:55
Lundúnalögreglan sektuð fyrir skothríð Lundúna lögreglan hefur verið sektuð um tæpar 22 milljónir króna fyrir að skjóta saklausan Brasilíumann til bana í járnbrautarlest árið 2005. 1.11.2007 15:48
Fiskvinnslufólk fær 217 milljónir í aukabætur Stjórnarfrumvarp hefur verið lagt fram á alþingi sem gerir ráð fyrir aukagreiðslum til þess fiskvinnslufólks sem verður atvinnulaust vegna kvótaskerðingarinnar. Er gert ráð fyrir að eyða 77 milljónum kr. á þessu ári og 140 milljónum kr. á næsta ári úr ríkissjóði sökum þessa eða samtals 217 milljónum kr. 1.11.2007 15:25
Kráareigendur safna undirskriftum Félag kráareigenda í Reykjavík hefur hafið undirskriftasöfnun á netinu þar sem fyrirætlunum borgaryfirvalda um að stytta opnunartíma nokkurra skemmtistaða í miðbænum er mótmælt. Í tilkynningu frá félaginu segir að kráareigendur hafi fyrir því áreiðanlegar heimildir að fyrirhuguð stytting opnunartíma staðanna Q-bar, Mónakó og Monte Carlo sé „einungis byrjunin á því að stytta opnunartíma skemmtistaða," í borginni. 1.11.2007 15:12
Menn njóti rjúpnaveiða Varaformaður Skotveiðifélags Íslands segir nýhafið rjúpnaveiðitímabil leggjast vel í veiðimenn og að félagið sé fylgjandi þeirri aðferðafræði sem stjórnvöld noti við ákvörðun um rjúpnaveiðar. Hann leggur áherslu á að menn njóti þess að vera á veiðum og segir veiðimenn almennt jákvæða gagnvart hófsamlegum veiðum. 1.11.2007 15:06
Bandaríska utanríkisþjónustan gerir uppreisn vegna Íraks Starfsmenn bandarísku untaríkisráðuneytisins eru ævareiðir yfir því að ákveðið hefur verið að skylda þá til þess að þjóna í Írak. 1.11.2007 15:00
Vilja endurskoða áfengislöggjöf Viðskiptaráð telur tímabært að endurskoða áfengislöggjöfina með það fyrir augum að koma til móts við sjónarmið heildsala en án þess að það stefnu heilsu landsmanna í hættu. Þá vill ráðið að einkasala ríkisins á áfengissölu verði aflögð en frumvarp svipaðs efnis liggur nú fyrir Alþingi. 1.11.2007 15:00
Borgin styrkir félag til að fegra miðbæinn fyrir jólin Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að félagið Miðborg Reykjavíkur fái átta milljóna króna styrk til þess að mæta kostnaði vegna kynningarmála í aðdraganda jóla. 1.11.2007 14:42
Guð hatar homma Kirkjusöfnuður í Bandaríkjunum sem hatast við samkynhneigða hefur verið sektaður um tæpan milljarð króna fyrir að trufla útför hermanns sem féll í stríðinu í Írak. 1.11.2007 14:33
Ólögráða burðardýr eru nýtt vandamál Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að það sé nýtt vandamál að ungmenni undir lögaldri séu handtekin vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tvær sautján ára gamlar stúlkur voru teknar með 300 grömm af kókaíni síðastliðinn mánudag 1.11.2007 14:08
Björgun hf fær lóð við Álfsnes Hafnarstjórn vinnur nú að því að finna nýja lóð undir starfsemi Björgunnar hf. á Sævarhöfða. Íbúar Bryggjuhverfisins í grennd við Björgun hafa kvartað undan mikilli mengun frá starfseminni. Að öllum líkindum mun Björgun hf fá lóð við Álfsnes í Kollafirði. 1.11.2007 14:02
Samstarf á lyfjamarkaði á Norðurlöndum Heilbrigðisráðherrar norrænu ríkjanna vilja efla samstarf á lyfjamarkaði og styrkja lítil markaðssvæði í þeim geira á Norðurlöndunum. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra fundaði með norrænum heilbrigðisráðherrum á þingi Norðurlandaráðs sem lauk í dag. 1.11.2007 14:01
Churchill hótaði afsögn vegna vetnissprengjunnar Winston Churchill hótaði að segja af sér sem forsætisráðherra, árið 1954 ef samráðherrar hans féllust ekki á að Bretar skiptu ekki kjarnorkusprengjum sínum út fyrir hinar margfallt öflugri vetnissprengjur. 1.11.2007 13:54
Fæst barnanna í Chad munaðarleysingjar Fæst barnanna sem frönsk samtök ætluðu að fljúga með frá Afríkuríkinu Chad eru munaðarleysingjar að sögn talsmanns Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. 1.11.2007 13:45
Ríkar þjóðir hætti að lokka til sín lækna frá fátækari ríkjum Ríkar þjóðir heimsins eiga að hætta að lokka til sín lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk frá fátækum ríkjum, að mati velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Nefndin vill að Norðurlöndin hafi frumkvæði að því að gerður verði alþjóðlegur samningur sem feli slíkt í sér. 1.11.2007 13:45
Borgin greiðir 263 milljónir fyrir Austurstræti 22 Tillaga þess efnis að Reykjavíkurborg kaupi lóðina Austurstræti 22 var samþykkt í borgarráði í dag. Borgin þarf að reiða fram 263 milljónir króna fyrir kaup á einkahlutafélaginu Austurstræti 22 sem er eignarhaldsfélag um lóðina. Með í kaupunum fylgja 95 milljónir í tryggingabætur eftir brunann í apríl. Kostnaður borgarinnar vegna kaupana er því 168 milljónir. 1.11.2007 13:40
Sjávarútvegsstefna ESB eins og stórskip Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins er eins og stórskip, sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, á þingi Norðurlandaráðs sem lýkur í Osló í dag en sjávarútvegsmálin voru til umræðu á þinginu. 1.11.2007 13:34
Skjálfti skammt frá Geysi í Haukadal Jarðskjálfti upp á 3,5 á Richter varð við Högnhöfða sem er um það bil níu kílómetra vestnorðvestur af Geysi í Haukadal nú laust fyrir klukkan eitt. 1.11.2007 13:28
Ósanngjarnt að staðir í nágrenninu lúti ekki sömu reglum Eigendur Q-bars í Ingólfsstræti eru ósáttir við ákvörðun borgaryfirvalda að stytta afgreiðslutíma staðarins. Samkynhneigðir sækja staðinn en honum á að loka klukkan þrjú í stað hálfsex. Eigendur skilja ekki af hverju aðrir staðir í Ingólfsstræti lúti ekki sömu reglum. 1.11.2007 13:16
Tvöfalt fleiri með strætó á Akureyri eftir að það varð frítt Tvöfalt fleiri farþegar taka nú strætó á Akureyri eftir að fargjöld voru afnumin. Dæmi eru um að vagnar sem áður óku um tómir rúmi nú vart farþegana. 1.11.2007 13:11
Vill fá upplýsingar um brot á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið hvetur þá sem telja sig hafa upplýsinga um brot á samkeppnislögum til þess að koma þeim upplýsingum á framfæri við eftirlitið. Þetta segir eftirlitið í yfirlýsingu í framhaldi af umræðu um meint verðsamráð á matvörumarkaði. 1.11.2007 13:03
Leggja þarf aukna áherslu á öryggisþáttinn á Litla-Hrauni Í nýrri skýrslu nefndar sem falið var að gera tillögur um framtíðarrekstur fangelsisins að Litla-Hrauni kemur fram að nauðsynlegt sé að endurskipuleggja stjórnskipulag fangelsisins. Þá vill nefndin að lögð verði aukin áhersla á öryggisþáttinn í starfsemi fangelsisins, móta þurfi skýra starfsmannastefnu og markvissa endurhæfingu þeirra fanga sem vistaðir eru á Litla-Hrauni. „Þá telur nefndin mikilvægt að kvenfangar eigi möguleika á því að afplána refsivist í sérstöku kvennafangelsi,“ segir í fréttatilkynningu. 1.11.2007 12:55
Leitar upplýsinga um alla Breiðavíkurdrengi Þór Jónsson upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar segir að samvinna hans og Breiðavíkurdrengsins Guðmundar Gissurarsonar hafi leitt til þess að nú sé leitað að upplýsingum um alla þá sem voru á Breiðuvík í gögnum Kópavogsbæjar. 1.11.2007 12:54
Björn Ingi: Ákvörðun tekin til að skapa sátt um Orkuveituna Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir að ákvörðun um að hafna samruna Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy, sé tekin til þess að skapa frið um málefni OR eftir miklar deilur um lögmæti eigendafundarins og 20 ára samningsins. 1.11.2007 12:44
Farið fram á farbann yfir grunuðum í nauðgunarmáli Mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um nauðgun á Selfossi á laugardag verða leiddir fyrir dómara í dag til þess að gefa staðfestan framburð. Þá er einn maður til viðbótar grunaður um tilraun til nauðgunar. 1.11.2007 12:31
Full efni til þess að hafna samrunanum „Við teljum að það séu full efni til þess að hafna samrunanum á þeim forsendum sem við blasa," segir Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri - grænna í borgarstjórn og formaður stýrihóps um málefni Reykjavik Energy Invest. 1.11.2007 12:22
Tímarit fordæmt fyrir Madeleine háð Kate og Gerry McCann hafa fordæmt "sérlega særandi" grein í þýsku háðtímariti um fjölmiðlafárið í tengslum við hvarf dóttur þeirra. Titanic tímaritið birti heila opnu í formi auglýsingar um ýmsar vörur sem kynntar eru á háðuglegan hátt með mynd af Madeleine. 1.11.2007 12:20
Kynlífsþrælkun til umræðu í Norðurlandaráði Goðsögnin um hamingjusömu hóruna er ekki sönn, það verður að koma í veg fyrir kynlífsþrælkun og vændiskaup á Norðurlöndum. Þetta sagði sænski þingmaðurinn Monica Green úr flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði. Að hennar mati er margt sem við getum verið ánægð með á Norðurlöndum. 1.11.2007 12:09
Stjórnsýsluúttektin verði unnin fljótt og vel „Við lítum á þetta sem fyrsta skrefið í ferlinu en málinu er ekki lokið,“ segir Gísli Marteinn Baldursson um ákvörðum borgarráðs sem í dag ákvað að hafna samruna Reykjavík Energy Invest og Geysi Green Energy. „Það reið á að borgin sýndi það í verki að henni líkaði ekki við það hvernig að þessum málum var staðið. Það er lykilatriði í þessu máli öllu að vilji borgarráðs og borgarstjórnar lá aldrei fyrir í málinu.“ 1.11.2007 12:01
FL Group tjáir sig ekki að svo stöddu Halldór Kristmannsson, forstöðumaður upplýsingasviðs FL Group, segir í samtali við Vísi að félagið, sem er stærsti hluthafinn í Geysi Green Energy, muni ekki tjá sig um ákvörðun Borgarráðs um að hafna samrúna REI og GGE að svo stöddu. 1.11.2007 11:56
Vonar að ákvörðun borgarráðs hægi ekki á orkuútrás Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist vona að sú ákvörðun borgarráðs að hafna samruna Reykjavik Energy Invest og Geysis Green Energy verði ekki til þess að hægja á útrás íslenskra fyrirtækja í orkumálum. Hann segir þetta mál borgarstjórnar en hann eigi ekki von á ákvörðunin dragi úr útrásinni. 1.11.2007 11:55
Upplýsingafulltrúi REI: Bjóst við þessari ákvörðun Hafliði Helgason, upplýsingafulltrúi REI, segir í samtali við Vísi að REI muni skoða sín mál miðað við breyttar forsendur eftir að borgarráð ákvað að hafna samruna REI og Geysis Green Energy á fundi sínum í morgun. 1.11.2007 11:41
Stýrivextir komnir undir 4% árið 2009 Seðlabankinn skýrir 45 punkta hækkun stýrivaxta með því að útlit sé fyrir meiri verðbólgu á þessu ári og næsta en gert hafi verið ráð fyrir í fyrri spám. Stýrivaxtaferillinn hafi ekki dugað til að vinna bug á verðbólgu og draga úr verðbólguvæntingum. 1.11.2007 11:32
Borgarráð samþykkir að hafna samruna REI og GGE Samþykkt var einróma á fundi borgarráðs í morgun að hafna samruna Reykjavík Energy Invest, útrásararmi Orkuveitunnar, og Geysis Green Energy. Það var Svandís Svavarsdóttir, formaður stýrihóps sem skoðað hefur REI-málið, sem lagði tillöguna fram. 1.11.2007 11:25
Meint verðsamráð rætt á Alþingi Þingmenn úr öllum flokkum kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag til þess aðræða fréttir af meintu verðsamráði matvöruverslana hér á landi. Allir voru þingmennirnir sammála um að ef fréttirnar reynast réttar sé um grafalvarlegt mál að ræða. Stjórnarandstöðuþingmenn deildu á fjársvelti hjá samkeppnisyfirvöldum og stjórnarþingmenn sögðu að ríkistjórninni væri sérstaklega umhugað um neytendamál. 1.11.2007 11:11
Konur með lægri laun en karlar á þingi Þingkonur á Alþingi eru að meðaltali með nærri sex prósentum lægri laun en karlar á þingi þegar horft er til þeirra þingmanna sem ekki eru ráðherrar. Þettta kemur fram í fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að meðallaun karlkyns þingmanna séu rúmlega 602 þúsund krónur en meðallaun kvenkyns þingmanna rúmlega 34 þúsund krónum lægri á mánuði. 1.11.2007 11:10
Fyrsta útkallið þegar komið vegna rjúpnaveiðimanna Fyrsta útkallið á rjúpnaveiðitímabilinu er þegar komið og það aðeins átta stundum eftir að tímabilið hófst. 1.11.2007 10:57
Spurning hvenær olíuverðið dregur úr sókn útgerða "Það fer að verða spurning hvenær síhækkandi olíuverð muni draga úr sókn útgerða í ákveðnar tegundir," segir Friðrik Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ í samtali við Vísir. "Í því sambandi má nefna orkufrekar veiðar eins og til dæmis kolmunnann. Við ákveðnar aðstæður nú er stutt í að þær borgi sig ekki vegna olíuverðsins." 1.11.2007 10:41
Nærri tíu umsækjendur um hverja lóð í Reynisvatnsási 650 umsóknir bárust framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar vegna 69 lóða í Reynisvatnsási. Umsóknarfrestur um lóðir rann út í gær og gat hver umsækjandi sótt um að fá úthlutað einni lóð. 1.11.2007 10:26