Fleiri fréttir

Óttast að McRae hafi látist í þyrluslysi

Óttast er að Skotinn Colin McRae, fyrrverandi heimsmeistari í rallakstri, hafi farist í þyrluslysi í Skotlandi í gær. Fjórir voru í þyrlunni þegar hún skall til jarðar í skóglendi nærri heimili hans í Lanark.

Velti jeppa við Hraunaveitur

Ökumaður jeppa var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur í gærkvöld eftir að jeppi hans valt í hálku skammt frá Hraunaveitum Kárahnjúkavirkjunar. Maðurinn var fyrst fluttur á sjúkrahúsið á Egilsstöðum en þar sem hann var með höfuðáverka var ákveðið að flytja hann með flugvél til Reykjavíkur og dvelur hann nú á Landspítalanum í Fossvogi.

Slapp vel þegar bíll fór þrjár veltur

Ungur karlmaður þykir hafa sloppið vel þegar hann missti stjórn á bíl sínum á Skeiðavegi við Merkurhraun rétt eftir miðnætti í nótt. Bíllinn fór út af veginum og fór einar þrjár veltur að sögn lögreglunnar á Selfossi.

Tuttugu og fjórir teknir fyrir brot á lögreglusamþykkt

Tuttugu og fjórir voru handteknir í miðbæ Reykjavíkur í nótt fyrir brot á lögreglusamþykkt, en eins og kunnugt er hefur lögregla tekið harðar á slíkum brotum síðustu tvær helgar þar sem eftirlit hefur verið hert. Alls hafa því 38 verið teknir fyrir slík brot um helgina.

Lugovoj til liðs við Zhírínovsky?

Andrei Lugovoi, njósnarinn fyrrverandi sem bresk stjórnvöld hafa sakað um morðið á öðrum fyrrverandi njósnara, Alexander Litvinenko, hyggst bjóða sig fram til þingsetu fyrir hægriöfgaflokkinn LDPR, flokk Vladímírs Zhírínovsky, í kosningum 2. desember.

Þúsundir mótmæltu Íraksstríðinu

Þúsundir manna tóku í dag þátt í mótmælum í Washington í Bandaríkjunum þar sem þess var krafist að endi yrði bundinn á Íraksstríðið.

Hellisheiðin opnuð á ný

Búið er að opna Hellisheiðina á ný en henni var lokað um sjöleytið í kvöld eftir að tveir fólksbílar rákust saman í Kömbunum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi komu bílarnir tveir úr gagnstæðri átt og var áreksturinn allharður.

SAS aflýsir yfir 160 flugferðum næstu þrjá daga

Enn er óljóst hvenær norræna flugfélagið SAS getur notað Dash-8 vélar sínar á ný en þær voru kyrrsetar fyrr í vikunni vegna tíðra bilana. Flugmálayfirvöld taka afstöðu til þess á mánudag hvort flugbanni vélanna verði aflétt en hvort sem verður búast forsvarsmenn SAS ekki við því að vélarnar fari í loftið fyrr en á miðvikudag.

Missti stjórn á bíl sínum og endaði á vegriði

Ungur maður slapp án teljandi meiðlsa þegar hann missti stjórn á bíl sínum á Snæfellsnesvegi við Grundará laust eftir klukkan tíu í morgun. Bíllinn hafnaði á vegrið og skemmdist svo mikið að það varð að draga hann burt með kranabíl.

Hellisheiðin lokuð vegna umferðarslyss

Hellisheiðin er lokuð vegna bílslyss sem þar varð upp úr klukkan sjö. Þá rákust tveir bílar saman í Kömbunum og þurfti að flytja einn með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Stökkmýs í geimnum

Rússneska geimferðastofnunin sendi í gær tíu stökkmýs út í geiminn til þess að rannsaka hvaða áhrif geimferðir manna til Mars kunni að hafa. Stökkmýsnar verða 12 daga úti í geimnum og eru í sérstökum búrum með matarbirgðum í Soyouz-geimfari sem skotið var frá Kasakstan.

Þyrla í eigu McRaes hrapar í Skotlandi

Þyrla í eigu Colins McRae, fyrrverandi heimsmeistara í ralli, hrapaði til jarðar nærri Lanark í Mið-Skotlandi í dag. Óttast var að að minnsta kosti einn hefði látist í slysinu en ekki er vitað hvort McRae var um borð.

Hvalir vekja athygli í Vestmannaeyjahöfn

Óvanalegrar hvalagengdar hefur orðið vart í höfninni í Vestmannaeyjum. Tvær ólíkar hvalategundir virðast hafa tekið sér bólfestu um stund í innsta hluta hafnarinnar. Hvalirnir hafa vakið mikla athygli hjá bæjarbúum og hefur fjöldi manna lagt leið sína niður á bryggju.

Alhvít jörð á Hellisheiði og snjóar í Esjuna

Veturinn gekk í garð á Hellisheiði í dag og í Þrengslum og Esjan setti upp hvítan koll. Þótt Hellisheiðin sé hvít yfir að líta þá var vegurinn að mestu auður enda veghitinn allt að þremur gráðum meiri en lofthitinn. Sumstaðar var þó krapi og hvatti lögreglan í dag ökumenn til að fara varlega.

Rökstuddan grun um brot þarf til að heimila líkamsleit lögreglu

Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir að lögreglan þurfi að hafa rökstuddan grun til að leita á fólki. Með hertum aðgerðum sínum fann lögreglan vopn og fíkniefni á fólki í gær í miðborginni. Sveinn Andri segir að borgarar hafi úrræði telji þeir á sér brotið við slíka líkamsleit.

Sendiskrifstofa og rammasamningur

Færeyingar opnuðu í dag sendiskrifstofu í Reykjavík. Við það tækifæri var undirritaður rammasamningur um samstarf Íslendinga og Færeyinga í heilbrigðismálum.

Ísland ekki lengur í alfaraleið

Ísland verður síður í alfaraleið í sjóflutningum þegar Norð-vestur siglingaleiðin er að verða greiðfær skipum. Þetta segir íslenskur skipulagsfræðingur og segir að bráðunin íss á svæðinu sé töluvert á undan áætlun.

Hreyfing al-Sadrs dregur sig út úr bandalagi sjía

Stjórnmálahreyfing sjíaklerksins Moqtada al-Sadrs hefur dregið sig út úr bandalagi sjía sem heldur um stjórnartaumana í Írak. Þetta kom fram á blaðamannafundi í hinni helgu borg Najaf í dag.

Flugmaður lést í sýningaratriði í Bretlandi

Flugmaður lést þegar flugvél hans skall til jarðar á flugsýningu í Shoreham í Vestur-Sussex á Englandi í dag. Talið að flugmaðurinn hafi verið að taka þátt í sýningaratriði um baráttuna um Bretland í síðari heimsstyrjöldinni á vegum konunglega breska flughersins.

Fundu fimm ára stúlku látna

Svissneska lögreglan greindi frá því í dag að hún búið væri að finna líkið af fimm ára gamalli stúlku sem leitað hafði verið að í sex vikur. Ylenia Lenhard hvarf þann 31. júlí síðastliðinn í bænum Appenzell.

Kvarta undan káfi á Kastrup

Það ríkir allt annað en gleði meðal danskra flugþjóna vegna nýrra öryggisreglna sem tóku gildi á Kastrup-flugvelli í dag. Samkvæmt þeim eiga verðir í öryggishliðum að leita með höndunum á öllum farþegum, þar á meðal í klofi og á milli brjósta.

Glórulaust að fara yfir Reynisfjall á sumardekkjum

Tveir bílar hafa farið út af veginum á Reynisfjalli vestan við Vík í Mýrdal í dag. Bæði óhöppin má rekja til mikillar hálku á svæðinu og hvassviðris og segir lögreglan á Hvolsvelli að það sé glórulaust að fara yfir fjallið á sumardekkjum.

Veskjum vistmanna í Hlaðgerðarkoti stolið í nótt

Brotist var inn í meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal einhvern tíma í nótt og veskjum nokkurra vistmanna þar stolið. Veskin voru geymd í hirslum í vaktmannsherbergi en svo virðist sem þjófurinn hafi komið utan frá og náð að hafa veskin á brott án þess að nokkur yrði hans var.

Al-Qaida hótar líka IKEA og Volvo

Lögregla í Svíþjóð hefur þegar hafið rannsókn á hótunum í garð sænska listamannsins Lars Vilks og ritstjóra héraðsblaðsins Nerikes Allehanda vegna Múhameðsteikninga.

Lögmaður Færeyja sæmdur stórriddarakrossi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi í dag Jóannes Eidesgaard, lögmann Færeyja, stórriddarakrossi með stjörnu fyrir framlag hans til að styrkja samvinnu Íslendinga og Færeyinga. Fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu að þetta hafi verið gert við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Hestur sparkar í konu í réttum

Kona var flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í dag eftir að hestur hafði sparkað í hana. Konan var í hestaréttum í Tungnarétt í Biskupstungum þegar eitt hrossanna sparkaði í hana. Ekki liggur fyrir hvers eðilis meiðsl hennar voru en rannsókn mun hafa leitt í ljós að þau voru ekki alvarleg.

Varað við krapa á Hellisheiði

Vetur konungur hefur heldur betur bankað á dyrnar bæði á Suður- og Norðurlandi, þó einungis með ofankomu sunnan heiða. Lögreglan á Selfossi varar við krapa á Hellisheiði.

Hátíðahöld vegna 60 ára afmælis Selfoss

Selfyssingar fagna sextíu ára afmæli bæjarins í dag en Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, setti afmælishátíðina í Sigtúnsgarðinum í gærkvöldi.

Falla frá hugmyndum um stækkun hafnar í Kársnesi

Útlit er fyrir að sættir séu í sjónmáli í deilu íbúa á Kársnesi í Kópavogi og bæjaryfirvalda eftir að Gunnar I. Birgisson tilkynnti á fundi í morgun að til stæði að falla frá stækkun hafnarinnar og hafnsækinni starfsemi á Nesinu. Formaður Samtakanna betri byggð fagnar breytingunum og segist tilbúinn til viðræðna um framhald mála.

Vistvænir bílar til sýnis í Perlunni

Tveir fyrstu etanólbílar landsins verða til sýnis í Perlunni um helgina. Útblástur koltvíoxíðs frá þessum bílum er um áttaíu prósent minni en í venjulegum bensínbíl.

Rændu íþróttaminjagripum á hótelherbergi

Ruðningskappinn fyrrverandi og kvikmyndaleikarinn O.J. Simpson var færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni í Las Vegas í fyrradag, grunaður um aðild að vopnuðu ráni á spilavíti þar í borg.

Starfshópur ráðherra ákveður samningsmarkið í loftlagsmálum

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra stýrir sérstökum starfshópi ráðherra sem ætlað er að móta samningsmarkmið Íslands í væntanlegum viðræðum um samkomulag í loftslagsmálum eftir 2012. Auk Þórunnar verða þeir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra í starfshópnum.

Öldungar takast á um forsætisráðherraembættið í Japan

Tveir munu takast á um það sem að verða næsti forsætisráðherra Japans eftir að Shinzo Abe sagði af sér á dögunum. Það verða þeir Taro Aso og Yasuo Fukuda sem berjast munu um leiðtogahlutverkið í Frjálslynda demókrataflokknum sem heldur um stjórnartaumana í landinu.

Setur 100 þúsund dollara til höfuðs Lars Vilks

Abu Omar al-Baghdadi, leiðtogi al-Qaida í Írak, hefur sett hundrað þúsund dollara, jafnvirði um 6,5 milljónum króna til höfuðs sænska teiknaranum Lars Vilks sem teiknaði á dögunum myndir af Múhameð spámanni í líki hunds.

Hermönnum hugsanlega fækkað í 100 þúsund eftir rúmt ár

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir vel koma til greina að kalla enn fleiri hermenn heim frá Írak en Bush Bandaríkjaforseti boðaði í ræðu á fimmtudaginn. Gates segir koma til greina að fækka hermönnum niður í hundrað þúsund fyrir lok næsta árs.

Sex gripnir í fíkniefnaátaki lögreglunnar

Þeir sem fara á skemmtistaði borgarinnar geta búist við því að lögreglumenn taki þá til hliðar og leiti á þeim. Lögreglumenn fóru um skemmtistaði í Reykjavík í nótt og leituðu á fólki sem var að skemmta sér. Í þessari aðgerð segist lögreglan hafa fundið fíkniefni á sex mönnum.

Hjálmur bjargaði ungum reiðhjólamanni

Reiðhjólahjálmur er talinn hafa bjargað því að ekki fór ver þegar ungur drengur hjólaði ofan í skurð við Kambahraun í Hveragerði í gær. Eftir því sem fram kemur á vef Félags sjúkraflutningamanna í Árnessýslu var drengurinn þó fluttur á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann skarst mikið í andliti.

Ók á stólpa við Vogaafleggjara

Tvennt var flutt á slysadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í nótt eftir að bifreið fór út af veginum við Vogaafleggjarnann á Reykjanesbraut og hafnaði á vegstólpa.

Sjá næstu 50 fréttir