Fleiri fréttir

Þrír björgunarmenn létust við námu í Utah

Þrír björgunarmenn létust og í það minnst sex slösuðust þegar þeir reyndu að komast að sex námuverkamönnum sem lokuðust inni í námu fyrir ellefu dögum. Björgunarliðið var að vinna í gegnum brak og grjótmulning til að komast að mönnunum í göngunum í Huntington í Utah í Bandaríkjunum.

Fellibylurinn Dean skall á eyjar í Karabíska hafinu

Fellibylur skall á eyjuna Sanktí Lúsíu og nágrannaeyjuna Martiník í Karabíska hafinu í dag með þeim afleiðingum að rafmagn fór af og tré féllu. Þetta er fyrsti fellibylur ársins sem fer um svæðið og hefur hann hlotið nafnið Dean.

Sölsa undir sig eignir í miðborginni

Fasteignafélagið Samson Properties með Björgólfsfeðga í fararbroddi sölsar nú undir sig hverja eignina á fætur annarri í miðborginni. Hugmyndir eru uppi um verslunarmiðstöð og íbúðir á svæðum sem félagið hefur eignast, en markmiðið er að efla mannlíf og athafnalíf í miðborginni.

Discovery gerir þátt hér á landi

Mikil leynd hvílir yfir hvað 25 manna hópur frá sjónvarpsstöðinni Discovery er að gera hér á landi. Hópurinn var í dag staddur í Hringsdal í Arnarfirði og augljóslega gekk mikið á.

ÍTR leggur til að starfsmenn frístundaheimila fái greiddar álagsgreiðslur

Á fundi Íþrótta og tómstundaráðs í dag var samþykkt samhljóða tillaga, til samráðshóps borgarstjóra um starfsmannaeklu í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum og á velferðarsviði, um að kanna möguleika á því að bregðast við manneklu á frístundaheimilum í Reykjavík með sérstökum álagsgreiðslum til starfsmanna.

Bóndi varð undir belju

Fullorðinn maður varð undir belju í dag. Atvikið átti sér stað á Svertingsstöðum við Hrútafjarðarháls í Húnaþingi vestra.

Tugir fatlaðra barna bíða eftir þjónustu

Tugir barna bíða þess að komast í lengda viðveru í Öskjuhlíðaskóla. Ástæðan er sú hversu erfitt er að ráða starfsfólk. Ragnheiður Sigmarsdóttir, formaður foreldrafélags Öskjuhlíðaskóla, segir ástandið í fyrra hafi verið erfitt fyrir marga foreldra og vonar að það endurtaki sig ekki núna.

Hægt að eyða minningum með lyfjagjöf?

Vísindamönnum hefur tekist að eyða langtímaminni rotta án þess að valda varanlegum skemmdum á heila þeirra. Samkvæmt niðurstöðum þeirra er langtímaminnið ekki eins öruggt og áður var talið.

Afstæðiskenningin sögð afsönnuð

Tveir þýskir vísindamenn segja að þeir hafi afsannað afstæðiskenningu Alberts Einstein með því að fara í gegnum ljósmúrinn. Afstæðiskenningin gengur í örstuttu og einfölduðu máli út á það að ekkert geti farið hraðar en ljósið undir nokkrum kringumstæðum. Ef maður færi hraðar en ljósið myndi maður samkvæmt kenningunni skrúfa tímann afturábak.

Óheilladagur á Suðurlandi

Vörubíll valt við Eyrabakkaveg, skammt frá Litla-Hrauni, þegar verið var að sturta möl um tvöleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi var ökumaður fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi með minniháttar meiðsl.

Viðskiptaráðherra vill nýjar rafrænar verðkannanir í verslunum

Viðskiptaráðherra vill koma á fót rafrænum verðkönnunum til að stuðla að gagnsæi markaðar og virkri samkeppni. Neytendastofu hefur verið falið að vinna að framkvæmdaáætlun og á þeirri vinnu að vera lokið næsta sumar. Könnuninni er ekki ætlað að taka við af verðkönnunum Alþýðusambands Íslands heldur um viðbót að ræða að sögn viðskiptaráðherra.

Ferðasjúkur barþjónn fékk fjögurra mánaða fangelsi

Konstantin Deniss Fokin, 26 ára gamall eistneskur barþjónn, sem búsettur er í Bretlandi, var í dag dæmdur í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Dóminn fær hann fyrir að hafa bókað níu miða til Íslands og þaðan áfram til Norðurlandanna á netinu með stolnum greiðslukortanúmerum. Fokin var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku og hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan. Hann játaði brot sín bæði við yfirheyrslu og í dómi.

Við erum komnir aftur -Vladimir Putin

Vladimir Putin tilkynnti í dag að Rússar hefðu sent fjórtán langdrægar sprengjuflugvélar í eftirlitsflug langt útfyrir landamæri ríkisins. Orrustuþotur og eldsneytisvélar fylgdu þeim eftir. Forsetinn sagði að ákveðið hafi verið að hefja á ný langflug sprengjuflugvéla. Þær væru komnar til þess að vera. Putin lýsti þessu yfir á blaðamannafundi í tilefni af sameiginlegum heræfingum Rússa og Kínverja.

Margir búnir að skila Cars Sarge leikfangabílum til baka

Tugir manna hafa nú þegar skilað til baka svokölluðum Cars Sarge leikfangabílum til verslana Hagkaupa. Hagkaup innkallaði bílana á miðvikudaginn eftir að framleiðandi þeirra Mattel tilkynnti að þeir kynnu að innihalda efni sem væru hættuleg börnum.

Talningarfólk á kosninganótt hefur enn ekki fengið greitt

Talningafólk á kosninganótt í Norðvesturkjördæmi hefur enn ekki fengið greitt fyrir vinnu sína þótt þrír mánuðir séu liðnir frá síðustu alþingiskosningum. "Þetta er því miður rétt og ákaflega bagalegt," segir Ríkarður Másson sýslumaður á Sauðárkrók en hann er aðalmaður í yfirkjörstjórn kjördæmisins.

Suður-Evrópubúar oftast teknir fyrir hraðakstur

Tæplega helmingur þeirra sem stöðvaðir eru fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli eru erlendir ökumenn. Á síðustu þremur mánuðum hafa um eitt þúsund ökumenn verið teknir fyrir hraðakstur þar af um 500 útlendingar. Ítalir, Spánverjar og Frakkar keyra hraðast.

Ruslatunnur fyrir pappír í boði í borginni

Reykjavíkurborg ætlar í átak til endurvinnslu á pappír en magn dagblaða, tímarita og markpósts hefur aukist um 76 prósent á fjórum árum. Nýjum sorptunnum sérmerktum fyrir pappír verður ekið í hús í borginni eftir helgina.

Risavaxnar dráttarvélar í stað vörubíla

Risavaxnar dráttarvélar hafa leyst vörubíla af hólmi í ýmiss konar vegagerð og efnisflutningum. Verktaki viðurkennir þó að það þyki varla jafntöff að aka dráttarvél og vörubíl.

Ný tækni í flóðvörnum

Í meira en öld hafa sandpokar verið eitt helsta vopn gegn flóðum. Flóðin í Bretlandi nýverið urðu tækifæri fyrir hugvitssama aðila til að prófa að koma upp mun fljótvirkar flóðvörnum.

Mikill viðbúnaður vegna Menningarnætur

Slökkvilið, lögregla og björgunarsveitir hafa töluverðan viðbúnað vegna Menningarnætur sem fram fer á laugardag. Lögregla mun taka sérstaklega hart á unglingadrykkju.

Skjálftavirkni eykst við Upptyppinga á ný

Skjálftavirkni hefur tekið sig upp á nýjan leik við Upptyppinga. Frekar rólegt hefur verið á svæðinu að undanförnu en um kvöldmatarleytið í fyrradag byrjaði ný hrina sem enn stendur yfir.

Vandamál hversu margar stofnanir fari fram úr fjárheimildum

Fjármálaráðherra segir það vandamál hvað margar stofnanir fari fram úr fjárheimildum, en þeim hafi þó fækkað á undanförnum árum. Ríkisendurskoðun gagnrýnir í nýlegri skýrslu að framúrkeyrsla stofnana sé meira og minna látin óátalin.

Mikil fjölgun umsókna skýrir meðal annars lengri biðlista

Á annað þúsund börn á aldrinum 6-9 ára eru nú á biðlista hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur eftir vistun á frístundaheimili í vetur. Erfiðlega gengur að fá starfsfólk á heimilin og þá hefur umsóknum um vistun fjölgað mikið milli ára.

Auðveldara að fá rokkstjörnu en smíðakennara í kennslu

."Við erum nánast með fullmannað í stöður hjá okkur og ástandið því nokkuð gott. Það sem okkur skortir eru tveir smíðakennarar. En í þessari þennslu sem er núna í byggingariðnaðinum er auðveldara að fá rokkstjörnu í heimsókn en smíðakennara í kennslu," segir Kristín Jónasdóttir grunnskólafulltrúi á Ísafirði

Á slysadeild eftir bruna

Tveir voru fluttir á slysadeild þegar heitavatnsleiðsla sprakk í gamla Morgunblaðshúsinu, sem nú hýsir Háskólann í Reykjavík, á ellefta tímanum í morgun. Mennirnir hlutu brunasár þegar þeir reyndu að stöðva heitavatnslekann. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu lak heitt vatn á 40 fermetra svæði í húsinu og urðu nokkrar skemmdir á innanstokksmunum.

Meðlim Rauðu herdeildarinnar sleppt úr fangelsi

Dómstóll í Frankfurt í Þýskalandi hefur ákveðið að sleppa Evu Haule, fyrrverandi meðlimi Rauðu herdeildarinnar, úr fangelsi. Eva var dæmd í lífstíðar fangelsi árið 1994 fyrir þrjú morð og 23 morðtilraunir vegna sprengjuárásar á bandaríska herstöð í Frankfurt.

Særðist í skotárás í Árósum

Þrir menn urðu fyrir skotárás í miðborg Árósa í Danmörku í nótt. Einn maður var fluttur á slysadeild með áverka á handlegg. Mennirnir biðu eftir strætisvagni við 7-11 búð á Frederiks Allé þegar grásvartan bíl dreif þar að. Fimm til sjö skotum var skotið að mönnunum og hvarf árásarmaðurinn svo á braut, segir á fréttavef Jyllands-Posten.

Passaðu þig þegar þú segir það með blómum

Leroy Greer er bílasali í Missouri City í Bandaríkjunum. Leroy er dálítið rómantískur. Hann sendi kærustunni sinni blómvönd og bangsa. Með korti þar sem sagði; "Vildi bara segja að ég elska þig." Ósköp sætt. Því miður sendi blómasalinn kvittunina heim til eiginkonu hans. Nú hefur Leroy höfðað mál gegn blómasalanum.

Óska eftir þyrluflugpalli í Hafnarfirði

Norðurflug hefur óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að fá að reisa þyrluflugpall í bænum með tilheyrandi aðstöðu. Norðurflug hefur nú þrjár þyrlur í rekstri og hyggst tvöfalda þann flugflota.

Fangelsaðir fyrir að stofna stjórnmálaflokk

Áfrýjunardómstóll í Vietnam mildaði í dag dóma yfir þrem mönnum sem voru sakaðir um að hafa dreift óhróðri um ríkisstjórnina og stofnað pólitískan flokk. Mennirnir höfðu verið dæmdir í fimm ára, fjögurra ára og þriggja ára fangelsi. Eitt ár var tekið af hverjum dómi.

Vínbúðir í viðbragsstöðu

Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs ÁTVR, segir að forsvarsmenn ÁTVR hafi fundað með borgaryfirvöldum vegna hugmynda borgarráðs um að loka Vínbúðinni í Austurstræti. Hann segir að borgaryfirvöldum verði kynnt afstaða ÁTVR áður en hún verður upplýst í fjölmiðlum.

Vilja banna ungmennum að aka um helgar

Norsku samtökin Trygg Trafikk eða Örugg umferð vilja setja margvíslegar hömlur á ökuréttindi yngstu ökumanna. Meðal annars banna þeim að aka um helgar og á kvöldin. Og að hafa farþega með sér í bílnum. Samtökin benda á að slíkar takmarkanir gildi þegar í Kanada. Þar hafi banaslysum ungmenna fækkað um 30-40 prósent.

Þrír Sýrlendingar og Líbani sækja um hæli

Fjórar manneskjur leituðu í gærdag til lögreglunnar á Egilsstöðum og óskuðu eftir hæli hér á landi. Að sögn Lárusar Bjarnasonar, sýslumanns á Seyðisfirði, kom fólkið til landsins frá Noregi með Norrænu. Samkvæmt skilríkjum er um að ræða þrjá Sýrlendinga, móður með tvö börn, og einn Líbana sem er sambýlismaður hennar.

Dýrara að byggja

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 0,86 prósent frá fyrra mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitalan er nú 375,2 stig.

Aflaverðmæti eykst um sex milljarða

Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um sex milljarða króna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar á verðmæti sjávarafla frá ársbyrjun til loka maímánaðar. Verðmæti þorskafla jókst um 23 prósent frá fyrra ári.

Hyggjast opna skrímslasetur á Bíldudal

Félag áhugamanna um skrímslasetur á Bíldudal hefur fest kaup á gömlu Matvælaiðjunni í bænum undir setrið en ætlunin er að opna það á næsta ári.

Eignaðist eineggja fjórbura

35 ára kona eignaðist eineggja fjórbura á sjúkrahúsi í Kanada á sunnudaginn. Vitað er um innan við 50 pör af eineggja fjórburum í heiminum.

Sjá næstu 50 fréttir