Innlent

Margir búnir að skila Cars Sarge leikfangabílum til baka

Bílarnir innihalda efni sem geta verið hættuleg börnum.
Bílarnir innihalda efni sem geta verið hættuleg börnum. MYND/365

Tugir manna hafa nú þegar skilað til baka svokölluðum Cars Sarge leikfangabílum til verslana Hagkaupa. Hagkaup innkallaði bílana á miðvikudaginn eftir að framleiðandi þeirra Mattel tilkynnti að þeir kynnu að innihalda efni sem væru hættuleg börnum.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagkaup hafa tugir viðskiptavina sem áður höfðu fjárfest í Cars Sarge leikfangabílnum skilað vörunni til baka. Þeir hafa allir fengið endurgreitt.

Leikfangaframleiðandinn Mattell innkallaði alls átján milljónir leikfanga í heiminum eftir að upp komst að þau voru ýmist þakin málningu sem inniheldur of mikið af blýi eða hafa að geyma segla sem geta verið hættulegir börnum. Leikföngin voru framleidd í Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×