Innlent

Á slysadeild eftir bruna

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Tveir voru fluttir á slysadeild þegar heitavatnsleiðsla sprakk í gamla Morgunblaðshúsinu, sem nú hýsir Háskólann í Reykjavík, á ellefta tímanum í morgun. Mennirnir hlutu brunasár þegar þeir reyndu að stöðva heitavatnslekann. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu lak heitt vatn á 40 fermetra svæði í húsinu og urðu nokkrar skemmdir á innanstokksmunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×