Innlent

Risavaxnar dráttarvélar í stað vörubíla

Risavaxnar dráttarvélar hafa leyst vörubíla af hólmi í ýmiss konar vegagerð og efnisflutningum. Verktaki viðurkennir þó að það þyki varla jafntöff að aka dráttarvél og vörubíl.

Einhver stærsta dráttarvél sem framleidd er í heiminum er að störfum í Víkurskarðinu austan Akureyrar. Á árum áður voru það aðallega bændur sem keyptu traktora til landbúnaðarstarfa en nú orðið mál sjá dráttarvélar í ýmiss konar viðhaldi og vegagerð sem áður var á könnu vörubílstjóra. Þessi vél hefur meira að segja verið notuð í flugvélaflutninga.

 

Verktakinn, Finnur Aðalbjörnsson, spáir því að miðlungsstórir vörubílar muni tapa í samkeppninni fyrir þýsku traktorunum í sérstökum verkefnum þar sem ekki þarf að fara hratt yfir. Hins vegar muni Búkollurnar svokölluðu halda velli. Sjálfur hefur Finnur keypt 3 dráttarvélar sem nýtast vel í verktökunni en einhverra hluta vegna segir hann að sumir vörubílaeigendur hnýti í sig vegna kaupanna. Það örli á ríg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×