Innlent

Skjálftavirkni eykst við Upptyppinga á ný

Skjálftavirkni hefur tekið sig upp á nýjan leik við Upptyppinga. Frekar rólegt hefur verið á svæðinu að undanförnu en um kvöldmatarleytið í fyrradag byrjaði ný hrina sem enn stendur yfir.

Um það bil áttatíu skjálftar hafa mælst við Upptyppinga síðan þá og frá því að skjálftahrinur byrjuðu á svæðinu í lok febrúar hafa mælst hátt í þrjúþúsund skjálftar á þessum stað. Skjálftarnir hafa ekki grynnkað og eru svipaðir og þeir sem áður hafa mælst á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×