Fleiri fréttir Mikill húmoristi fallinn frá Leikstjórinn Ingmar Bergman lést í gær. Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri segir að hann hafi verið mikill húmoristi og sálkönnuður. Hann hafi verið virtur leikstjóri og muni verða sárt saknað. 30.7.2007 13:35 Rússar styðja Abbas sem forseta allra Palestínumanna Rússar viðurkenna Mahmoud Abbas sem forseta allra Palestínumanna og segjast munu styðja hann eftir megni í því að sameina palestinsku þjóðina og semja frið við Ísrael. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands lýsti þessu yfir við komu Abbas til Moskvu, þar sem hann er nú í opinberri heimsókn. 30.7.2007 13:34 Sett á geðsjúkrahús gegn vilja sínum Einn af meðlimum stjórnarandstöðusamtakanna í Rússlandi, sem leidd eru af Garry Kasparpov, heimsmeistara í skák, var í dag settur á geðsjúkrahús gegn vilja sínum. 30.7.2007 13:24 Íslendingar í samstarf við Indverja á sviði sjávarútvegs Sendiherra Íslands á Indlandi, Dr. Gunnar Pálsson, og ráðuneytisstjóri sjávarútvegsmála í landbúnaðarráðuneyti Indlands, frú Charusheela Soni, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf Íslands og Indlands á sviði sjávarútvegsmála. 30.7.2007 13:05 Lögregla telur morðið á Sæbraut upplýst Lögreglan telur að morð á 35 ára gömlum manni á Sæbraut í Reykjavík í gær sé upplýst. Engu að síður er fjöldi þátta afar óljós sem tengist atburðarásinni og heldur lögreglan því áfram rannsókn sinni. 30.7.2007 12:55 Mesta laxveiðin er í Elliðaánum Laxveiði á hverja stöng er lang mest í Elliðaánum það sem af er veiðitímanum, eða tæplega tveir og hálfur lax á stöng á dag. Næst kemur Selá í Vopnafirði með rétt tæpa tvo laxa og Haffjarðará á Snæfellsnesi með liðlega einn og hálfan. Í fjórða sæti er svo Laxá á Ásum með einn komma þrjá laxa á stöng á dag, en hún hefur lengi verið talin ein gjöfulasta laxveiðiá landsins. 30.7.2007 12:47 Eldur í rafmagnsköplum í opnum skurðum Eldur kviknaði í rafmagnsköplum í opnum skurðum á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Fyrst kviknaði í kapli við Hnoðraholt í Garðabæ okg urðu spengingar í kaplinum með neistaflugi og reyk. Lögregla lokaði svæðinu og var kallað á starfsmenn Orkuveitunnar til að aftengja kapalinn áður en slökkviliðið sprautaði vatni yfir. 30.7.2007 12:42 Íslensk fyrirtæki gera sig gildandi í Kanada Tvö íslensk fyrirtæki eru að hefja innrás í kandadískt efnahagslíf , annað á sviði jarðhita og hitt á sviði kulda. Jarðhitafyrirtækið Geysir Green Energy, sem nýverið keypti þriðjungs hlut í Hitaveitu Suðurnesja, hefur keypt 20 prósenta hlut í kanadíska fyrirtækinu Western GeoPower Corporation fyrir um 600 milljónir íslenskra króna. 30.7.2007 12:33 Utanríkisráðherrar Arabaríkja funda í Kaíró Utanríkisráðherrar nokkurra arabaríkja munu hittast á fundi í Kaíró í Egyptalandi í dag til að bregðast við tillögum George Bush Bandaríkjaforseta um að alþjóðlegur friðarfundur verði haldinn seinna á þessu ári, um ástandið í Miðausturlöndum. 30.7.2007 12:23 Kristinn Hallsson óperusöngvari látinn Kristinn Hallsson óperusöngvari andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði aðfararnótt laugardags. Hann var fæddur í Reykjavík árið 1926 og var áttatíu og eins árs að aldri. Hann hóf nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk síðan brottfararprófi frá Konunglega tónlistarskólanum í London. Kristinn tók þátt í fjölda óperusýninga og tónleika, bæði hér á landi og erlendis og stundaði tónlistarkennslu. 30.7.2007 12:20 Hann bjargaði lífi dóttur minnar Hann bjargaði lífi dóttur minnar, segir móðir stúlkunnar sem ráðist var á með hrottafengnum hætti fyrir utan skemmtistaðinn Sólon um helgina, og vísar þar til sjónarvotts sem kom stúlkunni til hjálpar. Stúlkan, sem var meðal annars bitin á eyra, liggur enn á sjúkrahúsi, en hún undirgekkst aðgerð í gær. 30.7.2007 12:05 Átta milljónir Íraka búa við sára fátækt Þriðji hver Íraki þarf á neyðaraðstoð að halda og hátt í átta milljónir þeirra búa við sára fátækt samkvæmt nýrri skýrslu bresku hjálparsamtakanna Oxfam. 30.7.2007 12:00 Sýndarveruleikinn færist nær Í Second Life-sýndarheiminum halda tónlistarmenn tónleika, háskólar kenna fjarnemum og fyrirtæki opna reglulega útibú. Notendur eru tæplega tvær milljónir og er heimurinn opinn öllum. 30.7.2007 12:00 Nafn mannsins sem lést við Minni-Borg Maðurinn sem lést í bifhjólaslysi á laugardagskvöldið á Biskupstungnabraut á móts við verslunina Minni-Borg hét Gunnlaugur Björnsson, fæddur 1977. Gunnlaugur bjó í foreldrahúsum í Hveragerði. Hann var ókvæntur og barnslaus. 30.7.2007 11:59 Tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti aukast um þriðjung Fjármagnstekjuskattur hækkar um þriðjung á milli ára og nú greiða rösklega níutíuþúsund landsmenn skatt af fjármagnstekjum. Skattgreiðendum hefur aldrei fjölgað jafn mikið á milli ára en nú og er skýringin sá mikli fjöldi útlendinga sem bæst hefur á íslenskan vinnumarkað. 30.7.2007 11:55 Veðurútlit vont fyrir verslunarmannahelgina Gert er ráð fyrir að miklu rigningaróveðri á Íslandi um verslunarmannahelgina þegar lægð gengur yfir Ísland. 30.7.2007 11:33 Talibanar framlengja lokafrest til hálftólf í dag Talibanar sem hafa 22 Suður-Kóreumenn í haldi hafa framlengt lokafrest sinn til klukkan hálftólf í dag. Fresturinn sem þeir gáfu upphaflega rann út í morgun og ekki var vitað hvort að gíslarnir væru enn á lífi. Talsmaður talibana staðfesti þó í dag að þeir væru enn á lífi. 30.7.2007 11:20 Steingrímur Sævarr Ólafsson verður fréttastjóri Stöðvar 2 Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fréttasviðs fréttastofu Stöðvar 2 og Steingrímur Sævarr Ólafsson verður fréttastjóri frá og með 1. ágúst. 30.7.2007 11:13 Norðmenn hætta að þjálfa írakskar löggur Norðmenn eru hættir að taka að sér þjálfun íraskra lögregeluforingja í Noregi. Ein ástæðan er sú að tíu þeirra hafa notað tækifærið til þess að stinga af og hefja nýtt líf á Vesturlöndum. Þeir hafa hreinlega horfið sporlaust nema hvað einn hefur sótt um hæli í Noregi sem pólitískur flóttamaður. 30.7.2007 11:12 Fjöldaframleidd lífverkfræðihönd Skoskt fyrirtæki býður almenningi upp á fyrst u fjöldaframleiddu taugast ýrðu lí fverkfræðihöndina. Þetta hljómar eins og eitthvað úr Terminator eða Star Wars en er deginum sannara. Búið er að setja á markað svokallaðan „bionic arm“, eins konar lífverkfræðilega hönd. 30.7.2007 11:00 Heimsótti skotgrafir fyrri heimsstyrjaldar 90 árum eftir að hafa barist þar Síðasti eftirlifandi Bretinn sem barðist í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar heimsótti nýverið staðinn þar sem fleiri en 250 þúsund breskir hermenn létu lífið fyrir 90 árum síðan. Harry Patch, 109 ára, fór til Belgíu til þess að minnast bardagans um þorpið Passchendaele. 30.7.2007 10:50 Úrvalsvísitalan sveiflaðist mikið í júlí Miklar hreyfingar voru á Úrvalsvísitölunni í júlí. Í Morgunkorni Glitnis kemur fram að eftir miklar hækkanir í byrjun mánaðarins þar sem vísitalan náði hæsta lokagildi sínu 18. júlí í 9.016 stigum hafi Úrvalsvísitalan gefið töluvert eftir. Lokagildi vísitölunnar á föstudaginn var 8.697 stig sem samsvarar 3,54 prósenta lækkun frá lokagildinu 18. júlí. 30.7.2007 10:32 Nærri 82 milljarðar greiddir í almennan tekjuskatt Alls greiða 175.399 einstaklingar, eða 69% framteljenda almennan tekjuskatt, sem nemur samtals 81,9 milljarði króna fyrir árið 2006. Skattgreiðsla á hvern gjaldanda hefur hækkað um 5,1 % milli ára, eða mun minna en gjaldstofninn, sem hækkaði um 10%. Þetta er meðal annars vegna þess að tekjuskattshlutfallið lækkaði úr 24,75% í 23,75% í upphafi ársins 2006 auk þess sem persónuafsláttur hækkaði um 2,5%. 30.7.2007 10:22 Forseti Fílabeinsstrandarinnar heimsækir norðurhluta landsins í fyrsta sinn í fimm ár Laurent Gbagbo, forseti Fílabeinsstrandarinnar, kom í dag í sína fyrstu heimsókn síðan árið 2002 til norðurhluta landsins en þá tóku uppreisnarmenn völdin í honum. 30.7.2007 09:43 Bilun í götuljósarafstreng Í nótt var Orkuveitu Reykjavíkur tilkynnt um bilanir á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, við Eskiholt í Garðabæ og Skipholt í Reykjavík. Við eftirgrennslan fannst ekki bilun í Garðabæ en við Skipholt hafði götuljósarafstrengur bilað. 30.7.2007 09:32 Vísitala framleiðsluverðs fer lækkandi Vísitala framleiðsluverðs í júní var 118,2 stig og lækkaði um 0,1 prósent frá fyrri mánuðu að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofunnar. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir lækkaði um eitt prósent og var 119,7 stig og vísitala fyrir stóriðju lækkaði um 1,3 prósent og var 143,3 stig. 30.7.2007 09:30 Ingmar Bergman látinn Leikstjórinn Ingmar Bergman er látinn, 89 ára að aldri. Leikstjórinn var einna þekktastur fyrir myndir sínar The Seventh Seal og Wild Strawberries. Hann hlaut þrenn óskarsverðlaun á ferlinum, fyrir myndirnar The Virgin Spring, Through a Glass Darkly og Fanny and Alexander. 30.7.2007 09:15 Talað við trén í símann Hringdu í tré er ekki ævintýrabók fyrir börn, heldur átak á vegum Reykjavíkurborgar til styrktar skógrækt. „Hugmyndin vaknaði þegar Reykjavíkurborg fór meðvitað að stíga grænni skref til að sporna við gróðurhúsaloftegundum á höfuðborgarsvæðinu. Umhverfisvernd er orðin mun stærri þáttur í starfi borgarinnar og Hringdu í tré er eitt slíkt skref,“ segir Álfheiður Eymarsdóttir, þjónustustjóri Reykjavíkurborgar. 30.7.2007 09:00 Tekist á um fjölkvæni í Danmörku Danskir stjórnmálamenn, jafnt sem kirkjunnar menn takast nú á um fjölkvæni Íraska túlksins, sem dönsk stjórnvöld ákváðu að bjóða landvistarleyfi í Danmörku vegna heimkvaðningar danska herliðsins í Írak. 30.7.2007 08:17 Eldur í bíl á Hverfisgötu Eldur kom upp í bíl á Hverfisgötu um klukkan hálf sex í kvöld. Að sögn lögreglunnar var bíllinn á ferð þegar skyndilega byrjar að rjúka upp úr vélarhlífinni. 29.7.2007 20:27 11 teknir fyrir hraðakstur Lögreglan á Selfossi stöðvaði í dag 11 ökumenn fyrir hraðakstur. Sá sem fór hraðast var á 135 kílómetra hraða á klukkustund á Hellisheiði. Hann var ennfremur próflaus og grunaður um akstur undir áhrifum ávana- eða fíkniefna. 29.7.2007 20:18 Álagningarseðlar skattstjórans á Netinu Hægt verður að nálgast álagningarseðla frá skattstjóra á Netinu eftir klukkan fjögur á morgun. Seðlarnir sjálfir verða bornir út á þriðjudaginn. 29.7.2007 20:15 Í fangelsi fyrir ólæti og ölvun Tveir gistu fangaklefa lögreglunnar í Snæfellsbæ í nótt vegna óláta og ölvunar í Grundarfirði en þar fór fram um helgina bæjarhátíðin Á góðri stund. Að öðru leyti gekk hátíðin áfallalaust fyrir sig að sögn lögreglunnar í Snæfellsbæ. 29.7.2007 20:15 Keyrt á tvö lömb í Öxnadal Keyrt var á tvö lömb í Öxnadal um helgina en bæði skiptin lét ökumaður sig hverfa án þess að tilkynna atvikið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri eru nokkur tilvik á hverju sumri að keyrt sé á búfénað. Oftast láta menn þó vita. Bæði lömbin fundust dauð. 29.7.2007 19:50 Fara á ösnum í skólann Borgarstjóri einn í Kólumbíu hefur fundið nýja leið til að reyna að auka menntun barna í þorpunum í kring. 29.7.2007 19:46 Til álita að Danir, Norðmenn, Bretar eða Kanadamenn fljúgi eftirlitsflug Utanríkisráðherra segir að til álita komi að Danir, Norðmenn, Bretar eða Kanadamenn taki þátt í lofteftirliti NATO hér á landi, þótt ekkert hafi enn verið staðfest varðandi þátttöku ríkjanna. Formaður Vinstri grænna og þingmaður Frjálslynda flokksins eru sammála um að byrjað hafi verið á öfugum enda í málinu. 29.7.2007 19:22 Samgönguráðherra telur óeðlilegt að lágflug verði heimilað Samgönguráðherra telur óeðlilegt að veitt sé leyfi fyrir lágflugi orrustuþotna í tengslum við heræfinguna Norður-víkingur, hér á landi um miðjan ágúst. Stjórnandi æfinganna hefur staðfest að búið sé að senda inn beiðni um slíkt. Formaður Vinstri grænna telur æfingarnar sýndarmennsku og utanríkisráðherra er ókunnugt um málið. 29.7.2007 19:16 Brown reyndi að slá á sögur um kólnandi samskipti Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, flaug til fundar við Bush Bandaríkjaforseta í dag. Brown reyndi fyrir ferðina að slá á sögur um að samskipti þjóðanna færu kólnandi og lagði áherslu á mikilvægi þeirrar öflugu samvinnu sem ríki þeirra á milli. 29.7.2007 19:09 Tveir þýskir ferðmenn drukkna við strendur Jótlands Tveir þýskir ferðamenn, móðir og sonur, drukknuðu í sjónum úti við danska bæinn Söndervig á vesturströnd Jótlands í dag. Pilturinn var á sundi þegar sterk undiralda hreif hann með sér á haf út. Móðirinn gerði tilraun til að bjarga syni sínum með fyrrgreindum afleiðingum. 29.7.2007 19:09 Maður tók konu sína í gíslingu í Básum í Þórsmörk Maður á fimmtugsaldri gekk berserksgang í Básum í Þórsmörk í nótt og hélt konu sinni í gíslingu um tíma. Hann er grunaður um að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi. 29.7.2007 19:06 Einkahagsmunir á kostnað almannahagsmuna í Þorskafirði Sýslumaðurinn á Patreksfirði sem barist hefur af krafti fyrir úrbótum á Vestfjarðavegi, segir að landeigendur í Þorskafirði láti einkahagsmuni framar almannahagsmunum með því að höfða mál gegn umhverfisráðherra. Ráðherra hefur heimilað að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg í Þorskafirði. Landeigendur segja að Teigsskógur sé ósnortinn og að arnarvarpi sé ógnað með nýja veginum. 29.7.2007 19:00 Þrjátíu ný störf og á annað þúsund ferðamenn í sjóstangaveiði á Vestfjörðum Ferðaþjónusta tengd sjóstangaveiði hefur stóraukist á Vestfjörðum og menn sjá mikla möguleika í skemmtisiglingum. Á annað þúsund manns hafa komið á sjóstöng á Flateyri og Suðureyri það sem af er sumri. Þetta er tvöfaldur íbúafjöldinn í þessum tveimur sjávarplássum. 29.7.2007 18:55 Bútur bitinn af eyra konu fyrir utan skemmtistað Tuttugu og sjö ára kona varð fyrir hrottafenginni líkamsárás þriggja kvenna um tvítugt, í biðröð við skemmtistaðinn Sólon í miðborginni á þriðja tímanum í nótt. Hún var dregin á hárinu eftir gangstéttinni, sparkað í hana og stór bútur bitinn af eyra hennar, að sögn sjónarvotta. 29.7.2007 18:52 Shinzo Abe segir ekki af sér þrátt fyrir kosningaósigur Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að hann viðurkenni ósigur síns flokks í kosningum til efri deildar japanska þingsins í dag. Ekki er þó útilokað að gerðar verði breytingar á ráðherraskipan innan ríkisstjórnarinnar á næstunni. 29.7.2007 17:06 Hrottafengin líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur Kona á þrítugsaldri varð fyrir hrottafenginni líkamsárás þriggja kvenna um tvítugt í biðröð við skemmtistaðinn Sólon í miðborg Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt. Hún var dregin á hárinu eftir gangstéttinni, sparkað í hana og stór bútur bitinn af eyra hennar, að sögn sjónarvotta. 29.7.2007 16:51 Sjá næstu 50 fréttir
Mikill húmoristi fallinn frá Leikstjórinn Ingmar Bergman lést í gær. Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri segir að hann hafi verið mikill húmoristi og sálkönnuður. Hann hafi verið virtur leikstjóri og muni verða sárt saknað. 30.7.2007 13:35
Rússar styðja Abbas sem forseta allra Palestínumanna Rússar viðurkenna Mahmoud Abbas sem forseta allra Palestínumanna og segjast munu styðja hann eftir megni í því að sameina palestinsku þjóðina og semja frið við Ísrael. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands lýsti þessu yfir við komu Abbas til Moskvu, þar sem hann er nú í opinberri heimsókn. 30.7.2007 13:34
Sett á geðsjúkrahús gegn vilja sínum Einn af meðlimum stjórnarandstöðusamtakanna í Rússlandi, sem leidd eru af Garry Kasparpov, heimsmeistara í skák, var í dag settur á geðsjúkrahús gegn vilja sínum. 30.7.2007 13:24
Íslendingar í samstarf við Indverja á sviði sjávarútvegs Sendiherra Íslands á Indlandi, Dr. Gunnar Pálsson, og ráðuneytisstjóri sjávarútvegsmála í landbúnaðarráðuneyti Indlands, frú Charusheela Soni, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf Íslands og Indlands á sviði sjávarútvegsmála. 30.7.2007 13:05
Lögregla telur morðið á Sæbraut upplýst Lögreglan telur að morð á 35 ára gömlum manni á Sæbraut í Reykjavík í gær sé upplýst. Engu að síður er fjöldi þátta afar óljós sem tengist atburðarásinni og heldur lögreglan því áfram rannsókn sinni. 30.7.2007 12:55
Mesta laxveiðin er í Elliðaánum Laxveiði á hverja stöng er lang mest í Elliðaánum það sem af er veiðitímanum, eða tæplega tveir og hálfur lax á stöng á dag. Næst kemur Selá í Vopnafirði með rétt tæpa tvo laxa og Haffjarðará á Snæfellsnesi með liðlega einn og hálfan. Í fjórða sæti er svo Laxá á Ásum með einn komma þrjá laxa á stöng á dag, en hún hefur lengi verið talin ein gjöfulasta laxveiðiá landsins. 30.7.2007 12:47
Eldur í rafmagnsköplum í opnum skurðum Eldur kviknaði í rafmagnsköplum í opnum skurðum á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Fyrst kviknaði í kapli við Hnoðraholt í Garðabæ okg urðu spengingar í kaplinum með neistaflugi og reyk. Lögregla lokaði svæðinu og var kallað á starfsmenn Orkuveitunnar til að aftengja kapalinn áður en slökkviliðið sprautaði vatni yfir. 30.7.2007 12:42
Íslensk fyrirtæki gera sig gildandi í Kanada Tvö íslensk fyrirtæki eru að hefja innrás í kandadískt efnahagslíf , annað á sviði jarðhita og hitt á sviði kulda. Jarðhitafyrirtækið Geysir Green Energy, sem nýverið keypti þriðjungs hlut í Hitaveitu Suðurnesja, hefur keypt 20 prósenta hlut í kanadíska fyrirtækinu Western GeoPower Corporation fyrir um 600 milljónir íslenskra króna. 30.7.2007 12:33
Utanríkisráðherrar Arabaríkja funda í Kaíró Utanríkisráðherrar nokkurra arabaríkja munu hittast á fundi í Kaíró í Egyptalandi í dag til að bregðast við tillögum George Bush Bandaríkjaforseta um að alþjóðlegur friðarfundur verði haldinn seinna á þessu ári, um ástandið í Miðausturlöndum. 30.7.2007 12:23
Kristinn Hallsson óperusöngvari látinn Kristinn Hallsson óperusöngvari andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði aðfararnótt laugardags. Hann var fæddur í Reykjavík árið 1926 og var áttatíu og eins árs að aldri. Hann hóf nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk síðan brottfararprófi frá Konunglega tónlistarskólanum í London. Kristinn tók þátt í fjölda óperusýninga og tónleika, bæði hér á landi og erlendis og stundaði tónlistarkennslu. 30.7.2007 12:20
Hann bjargaði lífi dóttur minnar Hann bjargaði lífi dóttur minnar, segir móðir stúlkunnar sem ráðist var á með hrottafengnum hætti fyrir utan skemmtistaðinn Sólon um helgina, og vísar þar til sjónarvotts sem kom stúlkunni til hjálpar. Stúlkan, sem var meðal annars bitin á eyra, liggur enn á sjúkrahúsi, en hún undirgekkst aðgerð í gær. 30.7.2007 12:05
Átta milljónir Íraka búa við sára fátækt Þriðji hver Íraki þarf á neyðaraðstoð að halda og hátt í átta milljónir þeirra búa við sára fátækt samkvæmt nýrri skýrslu bresku hjálparsamtakanna Oxfam. 30.7.2007 12:00
Sýndarveruleikinn færist nær Í Second Life-sýndarheiminum halda tónlistarmenn tónleika, háskólar kenna fjarnemum og fyrirtæki opna reglulega útibú. Notendur eru tæplega tvær milljónir og er heimurinn opinn öllum. 30.7.2007 12:00
Nafn mannsins sem lést við Minni-Borg Maðurinn sem lést í bifhjólaslysi á laugardagskvöldið á Biskupstungnabraut á móts við verslunina Minni-Borg hét Gunnlaugur Björnsson, fæddur 1977. Gunnlaugur bjó í foreldrahúsum í Hveragerði. Hann var ókvæntur og barnslaus. 30.7.2007 11:59
Tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti aukast um þriðjung Fjármagnstekjuskattur hækkar um þriðjung á milli ára og nú greiða rösklega níutíuþúsund landsmenn skatt af fjármagnstekjum. Skattgreiðendum hefur aldrei fjölgað jafn mikið á milli ára en nú og er skýringin sá mikli fjöldi útlendinga sem bæst hefur á íslenskan vinnumarkað. 30.7.2007 11:55
Veðurútlit vont fyrir verslunarmannahelgina Gert er ráð fyrir að miklu rigningaróveðri á Íslandi um verslunarmannahelgina þegar lægð gengur yfir Ísland. 30.7.2007 11:33
Talibanar framlengja lokafrest til hálftólf í dag Talibanar sem hafa 22 Suður-Kóreumenn í haldi hafa framlengt lokafrest sinn til klukkan hálftólf í dag. Fresturinn sem þeir gáfu upphaflega rann út í morgun og ekki var vitað hvort að gíslarnir væru enn á lífi. Talsmaður talibana staðfesti þó í dag að þeir væru enn á lífi. 30.7.2007 11:20
Steingrímur Sævarr Ólafsson verður fréttastjóri Stöðvar 2 Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fréttasviðs fréttastofu Stöðvar 2 og Steingrímur Sævarr Ólafsson verður fréttastjóri frá og með 1. ágúst. 30.7.2007 11:13
Norðmenn hætta að þjálfa írakskar löggur Norðmenn eru hættir að taka að sér þjálfun íraskra lögregeluforingja í Noregi. Ein ástæðan er sú að tíu þeirra hafa notað tækifærið til þess að stinga af og hefja nýtt líf á Vesturlöndum. Þeir hafa hreinlega horfið sporlaust nema hvað einn hefur sótt um hæli í Noregi sem pólitískur flóttamaður. 30.7.2007 11:12
Fjöldaframleidd lífverkfræðihönd Skoskt fyrirtæki býður almenningi upp á fyrst u fjöldaframleiddu taugast ýrðu lí fverkfræðihöndina. Þetta hljómar eins og eitthvað úr Terminator eða Star Wars en er deginum sannara. Búið er að setja á markað svokallaðan „bionic arm“, eins konar lífverkfræðilega hönd. 30.7.2007 11:00
Heimsótti skotgrafir fyrri heimsstyrjaldar 90 árum eftir að hafa barist þar Síðasti eftirlifandi Bretinn sem barðist í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar heimsótti nýverið staðinn þar sem fleiri en 250 þúsund breskir hermenn létu lífið fyrir 90 árum síðan. Harry Patch, 109 ára, fór til Belgíu til þess að minnast bardagans um þorpið Passchendaele. 30.7.2007 10:50
Úrvalsvísitalan sveiflaðist mikið í júlí Miklar hreyfingar voru á Úrvalsvísitölunni í júlí. Í Morgunkorni Glitnis kemur fram að eftir miklar hækkanir í byrjun mánaðarins þar sem vísitalan náði hæsta lokagildi sínu 18. júlí í 9.016 stigum hafi Úrvalsvísitalan gefið töluvert eftir. Lokagildi vísitölunnar á föstudaginn var 8.697 stig sem samsvarar 3,54 prósenta lækkun frá lokagildinu 18. júlí. 30.7.2007 10:32
Nærri 82 milljarðar greiddir í almennan tekjuskatt Alls greiða 175.399 einstaklingar, eða 69% framteljenda almennan tekjuskatt, sem nemur samtals 81,9 milljarði króna fyrir árið 2006. Skattgreiðsla á hvern gjaldanda hefur hækkað um 5,1 % milli ára, eða mun minna en gjaldstofninn, sem hækkaði um 10%. Þetta er meðal annars vegna þess að tekjuskattshlutfallið lækkaði úr 24,75% í 23,75% í upphafi ársins 2006 auk þess sem persónuafsláttur hækkaði um 2,5%. 30.7.2007 10:22
Forseti Fílabeinsstrandarinnar heimsækir norðurhluta landsins í fyrsta sinn í fimm ár Laurent Gbagbo, forseti Fílabeinsstrandarinnar, kom í dag í sína fyrstu heimsókn síðan árið 2002 til norðurhluta landsins en þá tóku uppreisnarmenn völdin í honum. 30.7.2007 09:43
Bilun í götuljósarafstreng Í nótt var Orkuveitu Reykjavíkur tilkynnt um bilanir á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, við Eskiholt í Garðabæ og Skipholt í Reykjavík. Við eftirgrennslan fannst ekki bilun í Garðabæ en við Skipholt hafði götuljósarafstrengur bilað. 30.7.2007 09:32
Vísitala framleiðsluverðs fer lækkandi Vísitala framleiðsluverðs í júní var 118,2 stig og lækkaði um 0,1 prósent frá fyrri mánuðu að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofunnar. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir lækkaði um eitt prósent og var 119,7 stig og vísitala fyrir stóriðju lækkaði um 1,3 prósent og var 143,3 stig. 30.7.2007 09:30
Ingmar Bergman látinn Leikstjórinn Ingmar Bergman er látinn, 89 ára að aldri. Leikstjórinn var einna þekktastur fyrir myndir sínar The Seventh Seal og Wild Strawberries. Hann hlaut þrenn óskarsverðlaun á ferlinum, fyrir myndirnar The Virgin Spring, Through a Glass Darkly og Fanny and Alexander. 30.7.2007 09:15
Talað við trén í símann Hringdu í tré er ekki ævintýrabók fyrir börn, heldur átak á vegum Reykjavíkurborgar til styrktar skógrækt. „Hugmyndin vaknaði þegar Reykjavíkurborg fór meðvitað að stíga grænni skref til að sporna við gróðurhúsaloftegundum á höfuðborgarsvæðinu. Umhverfisvernd er orðin mun stærri þáttur í starfi borgarinnar og Hringdu í tré er eitt slíkt skref,“ segir Álfheiður Eymarsdóttir, þjónustustjóri Reykjavíkurborgar. 30.7.2007 09:00
Tekist á um fjölkvæni í Danmörku Danskir stjórnmálamenn, jafnt sem kirkjunnar menn takast nú á um fjölkvæni Íraska túlksins, sem dönsk stjórnvöld ákváðu að bjóða landvistarleyfi í Danmörku vegna heimkvaðningar danska herliðsins í Írak. 30.7.2007 08:17
Eldur í bíl á Hverfisgötu Eldur kom upp í bíl á Hverfisgötu um klukkan hálf sex í kvöld. Að sögn lögreglunnar var bíllinn á ferð þegar skyndilega byrjar að rjúka upp úr vélarhlífinni. 29.7.2007 20:27
11 teknir fyrir hraðakstur Lögreglan á Selfossi stöðvaði í dag 11 ökumenn fyrir hraðakstur. Sá sem fór hraðast var á 135 kílómetra hraða á klukkustund á Hellisheiði. Hann var ennfremur próflaus og grunaður um akstur undir áhrifum ávana- eða fíkniefna. 29.7.2007 20:18
Álagningarseðlar skattstjórans á Netinu Hægt verður að nálgast álagningarseðla frá skattstjóra á Netinu eftir klukkan fjögur á morgun. Seðlarnir sjálfir verða bornir út á þriðjudaginn. 29.7.2007 20:15
Í fangelsi fyrir ólæti og ölvun Tveir gistu fangaklefa lögreglunnar í Snæfellsbæ í nótt vegna óláta og ölvunar í Grundarfirði en þar fór fram um helgina bæjarhátíðin Á góðri stund. Að öðru leyti gekk hátíðin áfallalaust fyrir sig að sögn lögreglunnar í Snæfellsbæ. 29.7.2007 20:15
Keyrt á tvö lömb í Öxnadal Keyrt var á tvö lömb í Öxnadal um helgina en bæði skiptin lét ökumaður sig hverfa án þess að tilkynna atvikið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri eru nokkur tilvik á hverju sumri að keyrt sé á búfénað. Oftast láta menn þó vita. Bæði lömbin fundust dauð. 29.7.2007 19:50
Fara á ösnum í skólann Borgarstjóri einn í Kólumbíu hefur fundið nýja leið til að reyna að auka menntun barna í þorpunum í kring. 29.7.2007 19:46
Til álita að Danir, Norðmenn, Bretar eða Kanadamenn fljúgi eftirlitsflug Utanríkisráðherra segir að til álita komi að Danir, Norðmenn, Bretar eða Kanadamenn taki þátt í lofteftirliti NATO hér á landi, þótt ekkert hafi enn verið staðfest varðandi þátttöku ríkjanna. Formaður Vinstri grænna og þingmaður Frjálslynda flokksins eru sammála um að byrjað hafi verið á öfugum enda í málinu. 29.7.2007 19:22
Samgönguráðherra telur óeðlilegt að lágflug verði heimilað Samgönguráðherra telur óeðlilegt að veitt sé leyfi fyrir lágflugi orrustuþotna í tengslum við heræfinguna Norður-víkingur, hér á landi um miðjan ágúst. Stjórnandi æfinganna hefur staðfest að búið sé að senda inn beiðni um slíkt. Formaður Vinstri grænna telur æfingarnar sýndarmennsku og utanríkisráðherra er ókunnugt um málið. 29.7.2007 19:16
Brown reyndi að slá á sögur um kólnandi samskipti Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, flaug til fundar við Bush Bandaríkjaforseta í dag. Brown reyndi fyrir ferðina að slá á sögur um að samskipti þjóðanna færu kólnandi og lagði áherslu á mikilvægi þeirrar öflugu samvinnu sem ríki þeirra á milli. 29.7.2007 19:09
Tveir þýskir ferðmenn drukkna við strendur Jótlands Tveir þýskir ferðamenn, móðir og sonur, drukknuðu í sjónum úti við danska bæinn Söndervig á vesturströnd Jótlands í dag. Pilturinn var á sundi þegar sterk undiralda hreif hann með sér á haf út. Móðirinn gerði tilraun til að bjarga syni sínum með fyrrgreindum afleiðingum. 29.7.2007 19:09
Maður tók konu sína í gíslingu í Básum í Þórsmörk Maður á fimmtugsaldri gekk berserksgang í Básum í Þórsmörk í nótt og hélt konu sinni í gíslingu um tíma. Hann er grunaður um að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi. 29.7.2007 19:06
Einkahagsmunir á kostnað almannahagsmuna í Þorskafirði Sýslumaðurinn á Patreksfirði sem barist hefur af krafti fyrir úrbótum á Vestfjarðavegi, segir að landeigendur í Þorskafirði láti einkahagsmuni framar almannahagsmunum með því að höfða mál gegn umhverfisráðherra. Ráðherra hefur heimilað að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg í Þorskafirði. Landeigendur segja að Teigsskógur sé ósnortinn og að arnarvarpi sé ógnað með nýja veginum. 29.7.2007 19:00
Þrjátíu ný störf og á annað þúsund ferðamenn í sjóstangaveiði á Vestfjörðum Ferðaþjónusta tengd sjóstangaveiði hefur stóraukist á Vestfjörðum og menn sjá mikla möguleika í skemmtisiglingum. Á annað þúsund manns hafa komið á sjóstöng á Flateyri og Suðureyri það sem af er sumri. Þetta er tvöfaldur íbúafjöldinn í þessum tveimur sjávarplássum. 29.7.2007 18:55
Bútur bitinn af eyra konu fyrir utan skemmtistað Tuttugu og sjö ára kona varð fyrir hrottafenginni líkamsárás þriggja kvenna um tvítugt, í biðröð við skemmtistaðinn Sólon í miðborginni á þriðja tímanum í nótt. Hún var dregin á hárinu eftir gangstéttinni, sparkað í hana og stór bútur bitinn af eyra hennar, að sögn sjónarvotta. 29.7.2007 18:52
Shinzo Abe segir ekki af sér þrátt fyrir kosningaósigur Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að hann viðurkenni ósigur síns flokks í kosningum til efri deildar japanska þingsins í dag. Ekki er þó útilokað að gerðar verði breytingar á ráðherraskipan innan ríkisstjórnarinnar á næstunni. 29.7.2007 17:06
Hrottafengin líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur Kona á þrítugsaldri varð fyrir hrottafenginni líkamsárás þriggja kvenna um tvítugt í biðröð við skemmtistaðinn Sólon í miðborg Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt. Hún var dregin á hárinu eftir gangstéttinni, sparkað í hana og stór bútur bitinn af eyra hennar, að sögn sjónarvotta. 29.7.2007 16:51