Fleiri fréttir

Gríman hafin

Söngleikurinn Abbababb, eftir doktor Gunna, var valin besta barnasýningin á Grímunni, islensku leiklistarverðlaununum. Það voru Stefán Baldursson leikstjóri og Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona sem afhentu verðlaunin. Grímuverðlaunin hófust kl. 20, en alls verða afhent verðlaun í 16 flokkum.

Verkfall á flugvöllum í Belgíu

Öryggisverðir á flugvöllum í Charleroi og Liege í Belgíu hafa ákveðið að framlengja verkfall sem hófst í dag. Verkfallið hófst í morgun við Charleroi flugvöllinn og var öllu flugi til og frá vellinum aflýst.

Segir ástandið í Afganistan verra nú en í fyrra

Minnst sex börn týndu lífi í sjálfsvígssprengjuárás á bílalest Atlantshafsbandlagsins í Afganistan í morgun. Upplýsingastjóri Alþjóða Rauða krossins segir stríð geisa í landinu og ástandið verra nú en í fyrra.

Hættur landgræðslu og verður farþegaflugvél

Eftir 34 ár við uppgræðslu landsins er þristurinn Páll Sveinsson hættur landgræðsluflugi og verður breytt á ný í farþegaflugvél. Í dag fór vélin í fyrstu kolefnisjöfnuðu flugferðina á Íslandi.

Ökutæki gerð upptæk vegna ofsaaksturs

Þeir sem gerast sekir um ofsaakstur, ölvunarakstur eða vítaverðan akstur að öðru leyti eiga það á hættu að ökutæki þeirra verði gerð upptæk. Sýslumaðurinn á Selfossi hyggst láta reyna á þetta nýja ákvæði umferðarlaga gagnvart tveimur vélhjólamönnnum, sem lentu í slysi á Breiðholtsbraut í byrjun vikunnar, eftir ofsaakstur yfir Hellisheiði.

Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingar skipt upp

Ákveðið hefur verið að nýtt hlutafélag taki við öllum eignum og skuldum félagsins Eignarhaldsfélagsins Samvinnutryggingar í dag. Þessi ákvörðun var degin á fulltrúaráðsfundi félagsins í dag.

Urrriðafossvirkjun aftur inni hjá Flóahreppi

Sveitarstjórn Flóahrepps ákvað eftir fund með forstjóra Landsvirkjunar í dag að taka Urriðafossvirkjun aftur inn í aðalskipulagstillögu og kynna skipulagið bæði með og án virkjunar. Oddvitinn segir menn vilja heyra betur hvað Landsvirkjun hefur að bjóða.

Nær engar fréttir

Fréttaútsendingar danska ríkisútvarpsins voru litlar sem engar í gær vegna verkfalls starfsmanna. Fjölmörgum fréttamönnum hefur verið sagt upp síðustu daga í sparnaðarskini. Enn þarf að skera niður vegna kostnaðar við byggingu nýrra höfustöðva ríkisútvarpsins danska.

Ekki allir fangar fá dagleyfi

Mjög strangar reglur gilda um dagleyfi fanga og eru slík leyfi háð ýmsum skilyrðum. Ekki er sjálfgefið að fangar fái leyfið þrátt fyrir að þeir séu búnir að afplána þriðjung refsivistarinnar.

Biðu í sex daga eftir hjálp

Það tók velferðarsvið Reykjavíkurborgar sex daga að bregðast við hjálparbeiðni öldruðu hjónanna sem flutt voru á Landspítala á þriðjudag. Eiginkonan var rúmföst og illa haldin en eiginmaður hennar sem hefur annast hana bað nágrannakonu sína um að kalla á hjálp.

Sjómenn enn í haldi sjóræningja

5 danskir sjómenn sem sem sjóræningjar tóku höndum fyrir 12 dögum undan strönd Sómalíu eru enn í haldi ræningjanna og óvíst hvenær þeir fá frelsi. Sjómennirnir voru á ferð með flutningaskipinu Danica White þegar sjóræningarnir réðust um borð. Skipið liggur við akkeri utan við hafnarbæinn Hobyo.

Clinton þénar vel á fyrirlestrum

Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, þénaði meira en 10 milljónir bandaríkjadala, eða andvirði 620 milljóna íslenskra króna, fyrir ræðuhöld á síðasta ári.

Plútó víkur fyrir Eres

Fyrrum reikistjarnan Plútó þarf nú að þola enn eina niðurlæginguna. Ekki er nóg með að æðstaráð stjörnufræðinga hafi á síðasta ári útilokað hnöttinn frá samfélagi reikistjarna og skilgreint hann sem dvergstjörnu, heldur er nú ljóst að Plútó er ekki einu sinni stærsta dvergstjarnan í sólkerfinu.

Áfengi skolar iktsýki burt

Enn ein rannsóknin sem bendir til að hófleg áfengisneysla sé heilsusamleg hefur litið dagsins ljós. Nú voru það sænskir vísindamenn við Karolinska Institute í Stokkhólmi sem komust að þeirri niðurstöðu að þrjú vínglös eða litlir bjórar á viku minnka líkurnar á iktsýki um helming.

Digital Ísland í orlofshúsabyggðum Borgarfjarðar

Útsendingar Digital Íslands í helstu orlofshúsabyggðum Borgarfjarðar eru hafnar og því nást nú á svæðinu útsendingar Stöðvar 2, Sýnar, Sýnar Extra 1, Stöðvar 2 bíó, Sirkuss, Ríkissjónvarpsins og Skjás eins. Útsendingarnar koma í stað annara útsendinga á svæðinu.

Verktaki kom rútu til aðstoðar

Betur fór en á horfðist þegar rúta með 34 innanborðs fór út af veginum rétt austan við Öndverðarnes á Snæfellsnesi á fjórða tímanum í dag.

Neytendasamtökin ósátt við innflutningsbann á kjöti og ostum

Neytendasamtökin eru ósátt við bann við innflutningi á matvælum og óska þau eftir rökstuðningi frá ráðherra fyrir banninu. Þau segja að íslenskar reglur í þessum málum séu þær ströngustu sem þekkist á byggðu bóli, að Noregi meðtöldu.

Umferðarráð hvetur til aðgæslu í umferðinni

Umferðarráð hefur sent frá sér ályktun vegna sumarferða á þjóðvegum landsins. Í henni segir að Sumarið sé tími skemmtiferða en því miður einnig margra alvarlegra slysa á þjóðvegum landsins. Umferðarráð minnir ökumenn á mikilvægi þess að aka varlega og haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni.

Fækkar í rjúpnastofninum um fjórðung milli ára

Fækkað hefur í rúpnastofninum um að meðaltali 27 prósent frá síðasta ári samkvæmt niðurstöðum rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Ísland. Þetta er annað árið í röð sem rjúpum fækkar en rjúpnaveiðar voru heimilaðar bæði árið 2005 og 2006 með takmörkunum eftir tveggja ára veiðibann.

Nýr dráttarbátur í Fjarðarbyggð

Nýr dráttarbátur verður tekinn í notkun í Fjarðarbyggð þann 17. júní n.k. Athöfn fer fram við Reyðarfjarðarhöfn kl. 11 og verður bátnum gefið nafn og hann blessaður. Athöfnin er fyrsti liðurinn í þjóðhátíðardagskrá Fjarðarbyggðar.

Óttast að rúta með á fimmta tug ferðamanna ylti

Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð um stund nú á fjórða tímanum vegna tilkynningar um rútu með á fimmta tug manna sem vó salt á vegarkanti á Öndverðarnesi á Snæfellsnesi.

Verkefnin hrannast upp um borð í Atlantis

Tveir geimfarar Atlantis hefja í dag viðgerð á varmahlíf þotunnar. Þegar þotan tókst á loft föstudaginn síðasta losnaði hlífin og skemmdist lítillega.

Mikil fjölgun ferðamanna yfir vetrartímann

Erlendum ferðamönnum sem fóru um Leifsstöð fjölgaði um tæp 17 prósent fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Frá árinu 2003 hefur erlendum ferðamönnum á þessu tímabili fjölgað um rúmlega 43 prósent.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar lýsir yfir áhyggjum af tillögum Hafró

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar lýsir í ályktun frá 14. júní áhyggjum vegna tillagna Hafrannsóknarstofnunar (Hafró) fyrir fiskveiðiárið 2007-2007. Að mati bæjarstjórnarinnar lýsa þessar tillögur þeirri staðreynd að mikið vantar upp á vísindalega þekkingu og rannsóknir á þorskstofninum hér á landi.

Margrét María nýr umboðsmaður barna

Forsætisráðherra hefur skipað Margréti Maríu Sigurðardóttur lögfræðing í embætti umboðsmanns barna til næstu fimm ára frá 1. júlí.

Tíföldum hljóðhraða náð

Nýr flugvélamótor var prófaður í Ástralíu á dögunum og var honum komið á 11 þúsund km/klst. Það er tífaldur hraði hljóðsins. Mótorinn er brennslumótor sem ætlaður er orrustuflugvélum.

Finnur og Þórólfur á aðalfund Samvinnutrygginga

Finnur Ingólfsson, stjórnarformaður Icelandair Group og fyrrverandi iðnaðarráðherra, og Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, voru meðal þeirra sem mættu á aðalfund hjá Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum í húsakynnum Mjólkursamsölunnar klukkan tvö.

Miklir vatnavextir á Bretlandi

Fjöldi fólks situr nú fast í bílum sínum og húsum eftir gífurlegar rigningar sem staðið hafa nær látlaust í sólarhring á Bretlandseyjum. 42 starfsmenn verksmiðju í Sutton Coldfield eru innilokaðir í verksmiðjunni því að vatnið umlykur bygginguna.

Landvirkjun og Flóamenn ræða áfram saman

Fulltrúar sveitarstjórnar Flóahrepps og Landsvirkjunar hyggjast halda áfram viðræðum um Urriðafossvirkjun en þeir hittust á fundi í morgun til þess að ræða þá ákvörðun sveitarstjórnarinnar að taka virkjunina út úr drögum að aðalskipulagi.

Lögregla fann ekkert þar sem bent var á lík Madeleine McCann

Lögregla hefur nú lokið leit af Madeleine McCann í þorpinu Arao sem er skammt frá Praia de Luz þaðan sem henni var rænt fyrir 43 dögum. Nafnlaust bréf sem barst Hollenska dagblaðinu De Telegraaf á miðvikudaginn benti á að lík stúlkunar væri að finna á svæðinu.

Abbas skipar nýjan forsætisráðherra

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu hefur tilnefnt Salam Fayyad sem nýjan forsætisráðherra eftir að Abbas leysti upp þjóðstjórn Hamas og Fatah. Ismail Haniya, forsætisráðherra þjóðstjórnarinnar heldur því hins vegar fram að hann sé enn forsætisráðherra og hefur þvertekið fyrir að fara að tilmælum Abbas.

Fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis brot

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, fjársvik og að aka sviptur ökurétti. Ákæra á hendur manninum var stór í sniðum enda um mörg brot að ræða sem maðurinn framdi í fyrrasumar.

Fylgist með geimförum í barnapíutæki

Húsmóðir í Chicago í Bandaríkjunum þarf ekki lengur að kveikja á fréttum til að fylgjast með afdrifum geimfara í geimskutlunni Atlantis sem nú er tengd Alþjóðlegum geimstöðinni. Hún þarf bara að kveikja á barnapíutækinu sínu.

Blikur á lofti í kjaramálum framhaldsskólakennara

Stjórn og samninganefnd Félags framhaldsskólakennara hafa sent frá sér ályktun um kjaraþróun félagsmanna KÍ í framhaldsskólum. Þeir segja blikur vera á lofti í kjaramálum sínum enda hafi launaþróun framhaldsskólakennara ekki fylgt eftir launaþróun hefðbundinna viðmiðunarhópa. Samningsaðilar standi því frammi fyrir verulegu átaki.

Ekki hægt að neyða þjónustu á fólk

Öldruðu hjónunum sem flutt voru á Landspítala eftir að nágrannar höfðu fundið megna ólykt frá íbúð þeirra heilsast vel. Verið er að hreinsa íbúð þeirra svo þau geti snúið aftur til síns heima. Konan var með sár á fæti sem var alsett lirfum. Ekki hægt að neyða fólk til að þiggja þjónustu frá velferðarsviði segir Ellý Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri.

Hamas-liðar með Gaza-svæðið á sínu valdi

Hamas-liðar hafa lagt allt Gaza-svæðið undir sig eftir blóðuga, vikulanga baráttu við liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas, forseta Palestínumanna. Forsetahöllin í Gaza-borg var hertekin í nótt. Ró hefur að mestu færst yfir svæðið í morgun þó loftið sé enn lævi blandið.

Reynir á upptöku farartækja í fyrsta sinn

Sýslumaðurinn á Selfossi hefur lagt hald á bæði mótorhjólin, sem komu við sögu umferðarslyss á Breiðholtsbraut í vikunni, og ætlar að krefjast þess fyrir dómi að þau verði gerð upptæk til ríkissjóðs. Það yrði fyrsta mál sinnar tegundar eftir að ný lög heimiluðu slíkt.

Brautskráning frá Háskóla Íslands fer fram á morgun

Brautskráning frá Háskóla Íslands fer fram laugardaginn 16. júní kl. 14. í Laugardalshöll. 1056 kandidatar munu taka við skírteinum úr hendi Kristínar Ingólfsdóttur rektors. 395 útskrifast með meistaragráðu eða diplómanám á meistarastigi og 695 með BS eða BA gráðu. Níu kandidatar útskrifast með fleiri en eina prófgráðu.

Milljón á mann hjá Samvinnutryggingum

Yfir þrjátíu þúsund fyrrverandi tryggingatakar hjá Samvinnutryggingum eiga í sameiningu yfir 30 miljarða króna í sjóðum félagsins án þess að hafa hugmynd um það. Þeir geta nú brátt innleyst þessa eign.

Sjá næstu 50 fréttir