Fleiri fréttir

Njósna um Íran ofanfrá

Ísraelar skutu í dag á loft nýjum njósnagervihnetti sem þeir segja að muni auðvelda þeim mjög að fylgjast með óvinaríkjum eins og Íran og Sýrlandi. Hnötturinn ber nafnið Ofek 7 en Ofek er sjóndeildarhringur á hebresku. Talsmaður ísraelsku geimferðastofnunarinnar segir að hnötturinn geti tekið skýrar myndir af hlutum sem séu aðeins nokkrir sentimetrar að stærð.

Milljónir misstu drykkjarvatn í Kína

Kínversk yfirvöld hafa rekið fimm embættismenn sem teljast ábyrgir fyrir því að milljónir manna í Jiangsu héraði misstu drykkjarvatn sitt. Illa lyktandi grænir þörungar þökktu yfirborð þriðja stærsta stöðuvatns landsins. Það var rakið til þess að efnaverksmiðjur sem standa við vatnið dæla í það öllum sínum úrgangi án þess að hreinsa hann.

KR-ingar í erfiðri stöðu

KR-ingar sitja einir á botni Landsbankadeildar karla eftir að liðið steinlá 3-1 fyrir ÍA á Skipaskaga í kvöld. Bjarni Guðjónsson kom ÍA yfir eftir um 20 mínútna leik og Helgi Pétur Magnússon skoraði annað mark heimamanna á síðustu andartökum fyrri hálfleiks.

Umferð aftur hleypt á Hvalfjarðargöng eftir bílveltu

Opnað var fyrir Hvalfjarðargöngin nú um klukkan níu eftir að þeim hafði verið lokað á áttunda tímanum vegna bílveltu í göngunum. Mikið umferðaröngþveiti skapaðist norðan ganganna að sögn lögreglunnar á Akranesi þar sem mikil umferð var að norðan.

Gat á hitahlíf Atlantis

Bandaríska geimferjan Atlantis lagðist upp að alþjóðlegu geimsstöðinni nú undir kvöld heilu og höldnu. Á leiðinni að stöðinni kom í ljós lífið gat sem hafði komið á hitahlíf geimferjunnar.

Sverð Napóleons selt á 400 milljónir

Gullbryddað sverð sem áður var í eigu Napóleons Frakkakeisara var selt á litlar 4,8 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 400 milljóna íslenskra króna á uppboði í Frakklandi í dag. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir mun sem áður var í eigu keisarans.

Hvalfjarðargöngum lokað vegna bílvetu

Bílvelta varð í Hvalfjarðargöngunum fyrir stundu og hefur göngunum verið lokað af þeim sökum. Einn maður var í bílnum sem valt en hann var kominn út úr honum þegar lögreglu bar að og er því ekki mikið slasaðaur.

Uppreisnarmenn sprengja upp brú nærri Bagdad

Uppreisnarmenn í Írak sprengdu í dag upp brú nærri Bagdad sem Bandaríkjaher notar en ekki liggur fyrir hvort einhver hafi særst eða látist í tilræðinu. Svo virðist sem um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða.

Síðustu árgangar af þorski lélegir

Mikið af þorski sem sjómenn verða varir við um allan sjó eru góðir árgangar frá því fyrir aldamót, segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. Árgangarnir sem eftir koma eru allir lélegir, segir hann.

Ferðamenn flykkjast út í Vigur

Ferðamannastraumur í Vigur í Ísafjarðardjúpi hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og á góðum sumardegi heimsækja hátt í 300 manns eyjuna. Þar er líka eitt stærsta æðarvarp landsins og stundum má sjá þar æðarkóng á vappi.

Háreysti og sóðaskapur fylgifiskur reykingabanns

Útköllum lögreglu vegna ónæðis og sóðaskapar hefur fjölgað mikið síðan svokallað reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum tók gildi síðustu helgi. Fram til þessa hefur lögregla lítið geta gert annað en að fara á staðinn og biðja fólk um að hafa hægt um sig.

Heiður að hitta Pútín

Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Alheimsorkuverðlaununum úr höndum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Fjölmenn mótmæli voru á sama tíma í borginni - en þau fóru friðsamlega fram.

Nördar hefna ófaranna í Svíþjóð

Leikmenn FC Nörd eru geysilega bjartsýnir fyrir slag sinn gegn sænskum stallbræðrum sínum í FC Z en leikurinn fer fram hér á landi í júlí.

Fá ekki byggingarleyfi vegna flóðahættu

Óvíst er hvort tuttugu eigendur sumarhúsalóða á Skeiðunum fá að byggja á lóðum sínum. Eftir flóðin á Suðurlandsundirlendinu í desember var ákveðið að byggingarleyfi yrðu ekki gefin út vegna flóðahættu. Eigendur lóðanna gætu því staðið uppi með verðlausar eignir.

Sáu ekki ástæðu til að aðstoða stúlku í neyð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns sem grunaður er um að hafa reynt að nauðga konu í nágrenni Þjóðleikhússins í gærmorgun. Vegfarendur sem urðu vitni að árásinni sáu ekki ástæðu til að koma konunni til aðstoðar.

Útlit fyrir stórsigur mið- og hægrimanna í Frakklandi

Útgönguspár benda til þess að bandalag mið- og hægrimenn hafi unnið stórsigur í frönsku þingkosningunum í dag og hafi ríflegan meirihluta í neðri deild þingsins - sjötíu til áttatíu prósent þingsæta. Endanleg úrslit liggja þó ekki fyrir fyrr en eftir viku. Einnig var kosið til þings í Belgíu í dag og benda fyrstu tölur til þess að stjórn frjálslyndra og sósíalista sé fallin. Kristilegir demókratar í Flæmingjalandi eru sigurvegarar kosninganna með rúm þrjátíu prósent atkvæða.

Valgerður orðin varaformaður Framsóknarflokksins

Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var kjörin varaformaður Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi á Grand-hóteli í dag. Valgerður var ein í kjöri og greiddi alls 101 maður atkvæði. Hlaut Valgerður 85 atkvæði eða 89,5 prósent atkvæða

Madeleine Svíaprinsessa 25 ára í dag

Fjöldi fólks kom saman við konungshöllina í Stokkhólmi í dag til þess að samgleðjast með Madeleine Svíaprinsessu sem fagnaði 25 ára afmæli sínu.

Fellibylurinn Gonu veldur usla í Íran

Tuttugu og þrír eru látnir í Íran eftir yfirreið fellibyljarins Gonus um helgina. Þorp í héruðum í suðurhluta Írans urðu verst úti í bylnum og er haft eftir yfirmanni hamfarastofnunar landsins í írönskum fjölmiðlum að erfiðlega gangi að koma hjálpargögnum til um 1850 þorpa.

Útlit fyrir að stjórnin sé fallin í Belgíu

Útlit er fyrir að átta valdatíð Guys Verhofstadts, forsætisráðherra Belgíu, sé á enda því fyrstu tölur eftir þingkosningar í dag benda til þess að kjósendur hafi fellt ríkisstjórn frjálsyndra og sósíalista í landinu.

Tugir látnir eftir flóð í Kína

Á sjöunda tug manna eru látnir og yfir 600 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir mikil flóð í suðurhluta Kína. Flóðin má rekja til mikilla rigninga í nokkrum héruðum landsins en þar hefur rignt sleitulaust í fjóra daga.

Powell: Ég myndi loka Guantánamo í strax í dag

Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill að Bandaríkjastjórn loki fangabúðunum við Gunatánamo-flóa hið fyrsta. „Ef ég fengi að ráða myndi ég loka búðunum strax í kvöld," sagði Powell í þættinum Meet the Press á NBC-sjónvarpsstöðinni í dag.

Á nærri 150 kílómetra hraða í Fagradal

Ungur maður, sem nýverið fékk ökuskírteinið, var gripinn á nærri 150 kílómetra hraða í Fagradal á Austurlandi í gær. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Seyðisfirði að hún hafi ásamt lögreglunni á Eskifirði verið við eftirlit í dalnum þar sem pilturinn ók um.

Galdranornir brenndar í Úganda

Þrjár konur, sem sakaðar voru um fjölkynngi, voru grýttar og svo brenndar lifandi í flóttamannabúðum í Úganda á dögum. Eftir því sem Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá mun ökumaður leigumótorhjóls hafa tekið undarlega sótt sem læknar á svæðinu gátu ekki skýrt en hún dró manninn að lokum til dauða.

Á þriðja tug slasaður eftir umferðarslys í Belgíu

Tuttugu og þrír slösuðust, þar af fjórir alvarlega, þegar rúta með breska ferðamenn ók á bíl og í framhaldinu á hús í bænum Middelkerke í Belgíu í dag. Nítján hinna slösuðu voru í rútunni en tveir farþegar í bílnum og tveir íbúar í húsinu slösuðust lítillega í óhappinu.

Sjö skotnir í heimahúsi í Wisconsin

Lögregla hefur fundið sex manns látna og barn illa sært eftir skotárás í bænum Delavan í suðurhluta Wisconsin-ríkis í Bandaríkjunum.

Vilja stofna lýðháskóla að Núpi í Dýrafirði

Ungmennafélag Íslands vill koma á á fót lýðháskóla með umhverfissviði í gamla skólanum að Núpi í Dýrafirði. Fram kemur á vef Bæjarins besta að slíkur skóli yrði starfræktur í samstarfi við systursamtök Ungmennafélagsins í Danmörku sem reka átta lýðháskóla.

Framsóknarmenn geta sjálfum sér kennt um tapið

Það er við framsóknarmenn sjálfa að sakast að flokkurinn tapaði fylgi í þingkosningunum í vor, sagði Guðni Ágústsson, nýr formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á miðstjónarfundi á Grand-hóteli í dag. Hann sagði meðal annars Baugsmál, Íraksmál og einkavæðingarmál hafa reynst flokknum erfið á síðustu árum.

Paris Hilton ætlar að taka út sína refsingu

Bandaríski hótelerfinginn Paris Hilton segist ekki ætla að aðhafast frekar vegna fangelsisvistar sinnar heldur sitja inni þann tíma sem dómstólar ákveði. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær hvetur hún fjölmiðla til þess að snúa sér að öðrum málum en hennar, til að mynda Íraksstríðinu.

Bush í Albaníu

George Bush, Bandaríkjaforseti, kom til Albaníu í morgun, fyrstur bandarískra forseta. Bush átti fund með Sali Berisha, forsætsisráðherra, og fullvissaði hann um að aðildarumsókn Albana að Atlantshafsbandalaginu væri til meðferðar og stutt í að hún yrði samþykkt.

Mugabe ráðlagt að draga sig í hlé

Robert Mugabe, forseta Simbabve, hefur verið ráðið frá því að sækjast eftir endurkjöri á næsta ári. Ekki er þó víst að hann farið að ráðum samstarfsmanna sinna.

Leita hefnda eftir tapið gegn Svíum

Eitt af undrum Íslands, knattspyrnufélagið Nörd, mun taka að sér að leita hefnda eftir ófarir Íslendinga í Svíþjóð á dögunum þar sem drengirnir hans Eyjólfs Sverrissonar töpuðu 5-0.

Valgerður gróðursetti tré við álver

Án efa er afrakstur eins stærsta pólitíska verks Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kominn á daginn en hún var við vígslu nýja álversins á Reyðarfirði í gær.

Ein æðstu verðlaun rússneska lýðveldisins

Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Alheimsorkuverðlaununum, Global Energy International Prize, fyrir rannsóknir sínar í orkumálum, ekki síst vetnisrannsóknir. Verðlaunin eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins.

Feneyjatvíæringurinn hafinn

Ein elsta og viðamesta listsýning heims, Feneyjatvíæringurinn, hófst í dag í Feneyjum. Þetta er í 52. sinn sem hátíðin er haldin en hún fer fram annað hvert ár.

Sex sagðir látnir í skotárás í Wisconsin

Sex hið minnsta eru sagðir látnir í Wisconsin í Bandaríkjunum eftir að byssumaður eða byssumenn gengu þar berserksgang. Frá þessu er greint á Fox-sjónvarpsstöðinni en litlar aðrar upplýsingar er að hafa um málið að svo stöddu.

Réttað verði yfir Lugovoj í þriðja landi

Bresk stjórnvöld vinna nú að málamiðlunartillögu í deilunni við Rússa um framsal Andreis Lugovoj, fyrrverandi njósnara hjá KGB, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða annan fyrrverandi njósnara KGB, Alexander Litvininenko.

Reynt að ráða Karzai af dögum

Reynt var að ráða Hamid Karzai, forseta Afganistans, af dögum í heimsókn í Ghazni-héraði í austurhluta landsins í dag. Karzai var að halda ræðu á fundi um uppbyggingu í héraðinu þegar eldflaugar lentu í nokkur hundruð metra fjarlægð frá honum.

Framsóknarmenn velja varaformann

Framsóknarmenn halda miðstjórnarfund í dag þar sem meðal annars verður valinn nýr varaformaður floksins verður valinn í stað Guðna Ágústssonar.

Mugabe ráðið frá því að sækjast eftir endurkjöri

Robert Mugabe, forseta Simbabve, hefur verið ráðið frá því að sækjast eftir endurkjöri á næsta ári. Mugabe, sem er 83 ára, hefur setið á forsetastól frá því landið fékk sjálfstæði árið 1980.

Sjá næstu 50 fréttir