Fleiri fréttir Stærsta rannsóknarsvæði Orkuveitunnar í Djíbútí Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið einkaleyfi til jarðhitarannsókna og forgang á hugsanlegri nýtingu um 750 ferkílómetra lands í afríkuríkinu Djíbútí. Það er stærsta rannsóknarsvæði OR til þessa. Staða Djíbútíbúa í raforkumálum er svipuð og hjá Íslendingum fram til ársins 1960. Þeir fá rafmagn með brennslu innflutts jarðefnaeldsneytis. 1.6.2007 10:35 Metaðsókn hjá Leikfélagi Akureyrar Tæplega 27 þúsund manns sáu sýningar Leikfélags Akureyrar í vetur og hafa leikhúsgestir aldrei verið fleiri. Þá sáu um 11 þúsund manns sýningar leikfélagsins í höfuðborginni. Leikhússtjóri segir árangurinn byggjast fyrst og fremst á frábæru starfsfólki og velheppnuðu verkefnavali leikhússins. 1.6.2007 10:32 Ráðist á Ómar um hábjart sumarkvöld „Ég varð að hægja mjög á bílnum svo að hann stöðvaðist næstum því en ég þorði ekki að stoppa alveg því að þegar maðurinn kom nær með hnefana á lofti sá ég að andlit hans var afmyndað af heift og hatursbræði og ekki leyndi sér að hann ætlaði að stöðva mig og brjótast inn í bílinn til að ganga frá mér,“ skrifar Ómar Ragnarsson á bloggsíðu sína. 1.6.2007 10:15 Belja í fjöldagröf Bosnískur bóndi á í málaferlum við yfirvöld vegna belju sinnar. Hann segir að hún hafi drukknað í fjöldagröf sem yfirvöldum hafði láðst að fylla uppí eftir að líkin höfðu verið fjarlægð. Í gröfinni voru lík 50 múslima sem Serbar myrtu í Bosníustríðinu. Bóndinn segir að uxakleggi hafi stungið beljuna sem hafi brugðið svo að hún stökk út í vatnsfyllta fjöldagröfina. Uxakleggi er flugnategund sem leggst á nautgripi. 1.6.2007 10:11 Síðasta opnunarhelgi skiðasvæðisins á Siglufirði Á morgun verður skíðasvæði Siglfirðinga opið frá klukkan tíu til fjögur. Opið er í Skarðinu og hefur verið útbúin þar Skicross braut. Þá er braut á Súlur og nægur snjór á bungusvæðinu. Þetta er síðasta opnunarhelgi skíðatímabilsins, en stefnt verður að því að opna aftur snemma í haust. 1.6.2007 10:00 Tengdafaðir berklasmitaðs manns vinnur við berklarannsóknir Bandaríkjamaðurinn sem smitaður er af illvígum berklum er tengdasonur vísindamanns sem rannsakar berkla hjá smitvarnastöð Bandaríkjanna í Atlanta í Georgíu. Tengdafaðirinn segir óhugsandi að tengdasonurinn hafi smitast í gegnum hann eða á rannsóknarstofu sinni. 31.5.2007 23:54 Óvenju mikið af fólki í miðbænum Töluverður fjöldi fólks mun vera í miðbænum nú í kvöld miðað við venjulegt fimmtudagskvöld. Lögreglumaður á vakt sagði í samtali við Vísi að ástæða þessa sé líklegast sú að í kvöld verður í síðasta sinn leyft að reykja innandyra á börum og kaffihúsum landsins. 31.5.2007 23:29 Útsendingum RCTV haldið áfram á YouTube Radio Caracas Television, sjónvarpsstöðin sem ríkisstjórn Venezuela synjaði um útsendingarleyfi á dögunum hefur fundið aðferð til að koma efni sínu á framfæri. Fréttamenn stöðvarinnar hafa haldið áfram vinnu sinni og er afraksturinn settur á Netið á vefsíðunni vinsælu YouTube. 31.5.2007 23:06 Jafnrétti á líka við um fólkið í sjávarplássunum Formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, hóf sína ræðu á Alþingi í kvöld með því að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í starfi. Hann sagðist ánægður með að jafnrétti yrði haft að leiðarljósi á komandi kjörtímabili og hann sagði að flokkur hans myndi styðja öll góð mál sem fram komi á þinginu, hvaðan sem þau séu ættuð. 31.5.2007 22:46 Bragðdauf stefnuræða að mati Guðna Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í sinni ræðu á Alþingi í kvöld að ný ríkisstjórn tæki við góðu búi sem framsóknarmenn ættu þátt í að hafa skapað. Hann sagði að viðsjárverðir tímar væru þó framundan og að hann óttaðist að nýjir stjórnarherrar áttuðu sig ekki á því. 31.5.2007 22:33 Jafnrétti í reynd er leiðarljós nýrrar ríkisstjórnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni á Alþingi í kvöld að jafnrétti í reynd væri leiðarljós í allri stefnumótun nýrrar ríkisstjórnar. Hún sagði löngu tímabært að láta endurmeta kjör kvenna hjá hin opinbera líkt og gert var hjá Reykjavíkurborg á sínum tíma. 31.5.2007 21:50 Vinstri grænir gerðir að blóraböggli Formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksinns á þingi, Steingrímur J. Sigfússonn var ekki eins bjartsýnn í ræðu sinni á Alþingi í kvöld og andstæðingar hans sem sitja í ríkisstjórn. Sérstaklega fór hann hörðum orðum um Samfylkinguna sem hann sagði varpa sökinni á því að ekki skuli hafa tekist að mynda ríkisstjórn yfir á hans flokk, Vinstihreyfinguna - Grænt framboð. 31.5.2007 21:28 Ríkisstjórnin stefnir á vit nýrra tíma á traustum grunni Geir H. Haarde flutti í kvöld stefnuræðu sína á Alþingi. Hann fór yfir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og greindi frá helstu áherslumálum næstu ára. Ríkisstjórnarflokkarnir hafi einsett sér að mynda frjálslynda umbótastjórn um kraftmikið efnahagslíf, öfluga velferðarþjónustu, bættan hag heimilanna og aukna samkeppnishæfni atvinnulífsins. 31.5.2007 21:22 Ókeypis auglýsingaherferð Nú stendur til að gefa heila auglýsingaherferð, einhverju félagi eða málefni sem á erindi við þjóðina. Sverrir Björnsson frá Hvíta húsinu, skýrði frá því í Íslandi í dag hverjir gefa þessa herferð og af hverju. 31.5.2007 20:39 Íslandsmet í Esjugöngu 5 tinda menn ætla eftir eina viku að ganga á 5 hæstu tinda landsins. Þeir eru í svo miklu stuði að þeir ætla að draga sem flesta landsmenn með sér upp á Esjuna á laugardaginn og setja Íslandsmet í Esjugöngu. 31.5.2007 20:33 Deilumál á sumarþingi Sumarþing var sett í dag. Hið nýsamsetta Alþingi næstu fjögurra ára tók til starfa í dag og kaus sér þingforseta og formenn þingnefnda, en hvers lags þing verður þetta? Hver verða deilumálin? Þingmennirnir Árni Páll Árnason og Bjarni Harðarson ræddu þessi mál í Íslandi í dag í kvöld. 31.5.2007 20:29 Leðurblaka flögrar um í vörugeymslu Byko Lifandi leðurblöku er nú leitað logandi ljósi í vörugeymslu Byko í Kjalarvogi í Reykjavík. Starfsmenn fyrirtækisins urðu varir við hana á gólfi vörugeymslunnar fyrir tveimur dögum. 31.5.2007 19:46 Reykingabann tekur gildi á miðnætti Reykingabann á öllum veitinga-og skemmtistöðum landsins tekur gildi á miðnætti. Ekki verður heimilt að innandyra en leyfilegt verður setja upp reykskýli utandyra. Ölstofa Kormáks og Skjaldar hyggst höfða mál gegn ríkinu ef ekki fæst undanþága frá lögum til að setja upp sérstakt reykrými á staðnum. 31.5.2007 19:43 Leikskólar og slökkvilið í samstarf Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hóf í dag samstarf við leikskóla um eldvarnareftirlit og fræðslu til starfsfólks og elstu barna á leikskólum. Fleiri slökkvilið munu taka þátt í samstarfinu en fyrsti samningur þessa efnis var undirritaður við leikskólann Norðurberg í Hafnarfirði í dag. 31.5.2007 19:30 Verður að ríkja sátt um Byggðastofnun Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir að skapa þurfi ró og starfsfrið um Byggðastofnun Hann segir ríkisstjórnina ekki geta horft framhjá vanda landsbyggðarinnar og því verði hún að geta gripið inn í aðstæður sem þar kunna skapast. 31.5.2007 19:26 Þriggja ára fangelsi fyrir manndráp Hæstiréttur þyngdi dóm Hérðasdóms yfir Lofti Jens Magnússyni fyrir að vera valdur að dauða Ragnars Björnssonar á veitingastaðnum Áslaki í Mosfellsbæ. Loftur sló Ragnar hnefahögg í hálsinn með þeim afleiðingum að slagæð við hálshrygg rofnaði og Ragnar lést. Héraðsdómur hafði dæmt Loft Jens í tveggja ára fangelsi en Hæstiréttur koms að þeirri niðurstöðu að hæfileg refsins væri þriggja ára fangelsi. Þá var hann dæmdur til að greiða ekkju Ragnars og börnum, tólf milljónir króna í skaðabætur. 31.5.2007 19:24 Alþingi sett Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, rifjaði upp í þinsetningarræðu sinni í dag að herstöðvarmálið hefði gufað upp á liðnum vetri en þar hefði verið átakamál sem klofið hefði þjóðina í áratugi. Ennfremur sagði hann að það sýndi styrk lýðræðisins hvernig fjölmiðlaflóran hefði gefið stjórnmálamönnum fjölþætt tækifæri til að koma boðskap sínum til skila í kosningabaráttunni. Þetta væri framför frá tímum flokksmálgagna. 31.5.2007 19:19 Kristín hélt velli í formannskjöri hjá sjúkraliðum Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands náði endurkjöri þrátt fyrir mótframboð. Hún hlaut 64 prósent greiddra atkvæða. Frá þessu var greint á 16. fulltrúaþingi félagsins sem haldið var í dag. 31.5.2007 19:11 Reyklaus sígaretta Reyklausa sígarettan er orðin að veruleika. Hún er dönsk að uppruna, inniheldur nikótín og á að hafa hið fínasta tóbaksbragð. 31.5.2007 18:30 Þrú ár í fangelsi og milljón í miskabætur fyrir nauðgun 22 ára karlmaður, Edward Apeadu Koranteng, var í dag dæmdur í Hæstarétti til þriggja ára fangelsi fyrir að hafa með ofbeldi þröngvað ólögráða stúlku til samræðis við sig. Auk fangelsisvistarinnar var hann dæmdur til að greiða fórnarlambinu eina milljón króna i miskabætur. 31.5.2007 17:36 Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot með því að hafa tvisvar sinnum haft samræði við þroskahefta konu sem var starfsmaður á hæfingarstöð fyrir fatlaða einstaklinga, en þar starfaði maðurinn sem stuðningsfulltrúi. 31.5.2007 16:57 Bush hvetur til langtímamarkmiða gegn hlýnun jarðar Bandaríkjamenn hvetja þjóðir heims að samþykkja langtímaáætlun gegn losun gróðurhúsalofttegunda. George Bush Bandaríkjaforseti sagðist í dag stefna á fund með 14 öðrum þjóðum sem losa hvað mest af gróðurhúsalofttegundum. Þeirra á meðal eru nokkur þróunarlönd. Með fundinum vill Bush setja markmið sem hamla hlýnun jarðar. 31.5.2007 16:53 Þriggja ára fangelsi fyrir manndráp á Ásláki Hæstiréttur dæmdi í dag Loft Jens Magnússon í þriggja ára fangelsi fyrir að vera valdur að dauða Ragnars Björnssonar á veitingastaðnum Áslálki í Mosfellsbæ í desember 2004. Með þessu þyngdi Hæstiréttur dóm héraðsdóms sem dæmt hafði Loft Jens í tveggja ára fangelsi. Enn fremur var hann dæmdur til að greiða ekkju og börnum Ragnar um tólf milljónir króna í miskabætur. 31.5.2007 16:40 Tyrkneska þingið samþykkir umbætur á stjórnarskrá Tyrkneska þingið samþykkti í dag umdeildar umbætur á stjórnarskrá landsins. Með því sniðgekk þingið neitun forsetans Ahmec Necdet Sezer. Hann hafði beitt neitunarvaldi gegn umbótunum sem meðal annars fela í sér að forsetinn verði kosinn beint af kjósendum, en ekki þinginu. Umbæturnar eru ætlaðar til að binda enda á pólitíska krísu í landinu. 31.5.2007 16:35 Yfirmaður NASA blæs á loftslagsbreytingar Yfirmaður bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, segir að það sé hrokafullt að skilgreina loftslagsbreytingar sem vandamál sem þurfi að takast á við. Dr. Micael Griffin lét þessi orð falla í útvarpsviðtali í Bandaríkjunum. Hann kvaðst ekki draga í efa að loftslagið væri að breytast. 31.5.2007 16:34 Deilur strax í upphafi þingfundar Þing var varla komið saman þegar fyrstu deilur stjórnar og stjórnarandstöðu hófust og snerust þær um hvort fresta ætti kosningu í þrjár fastanefndir þingsins. 31.5.2007 16:26 Tvö innbrot í miðborginni Tvö innbrot áttu sér stað í höfuðborginni í gær og ein tilraun til innbrots samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá var brotist inn í tvo bíla og veski og greiðslukortum stolið. 31.5.2007 16:22 Karl og kona flutt alvarlega slösuð með þyrlu eftir umferðarslys á Suðurlandsvegi Karl og kona voru flutt alvarlega slösuð með þyrlu til Reykjavíkur á fimmta tímanum í dag. Þau eru nú á gjörgæslu en ekki hefur verið greint frá líðan þeirra. Slysið átti sér stað á Suðurlandsvegi til móts við bæinn Langstaði. Fólkið var saman í öðrum bílnum og auk þeirra var kornabarn um borð. Það slapp ómeitt. 31.5.2007 16:21 Rússar leggja gasleiðslu til Kína Rússar og Kínverjar eiga nú í samningaviðræðum um að Rússar leggi gasleiðslu til Kína. Áætlað er að verkinu gæti verið lokið á fimm til sex árum. Victor Khristenko orkumálaráðherra Rússa skýrði frá þessu í dag og sagði að áhugi væri frekari fjárfestingum í kínverska orkugeiranum. 31.5.2007 16:07 Stjórnarflokkar skipta með sér formannsembættum í fastanefndum Þingflokkar Sjálfstæðisflokk og Samfylkingarinnar hafa komið sér saman formenn fastanefnda Alþingis. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við formannsembætti í allsherjarnefnd af Bjarna Benediktssyni en Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir mun verða fyrsta varaforseti Alþingis. 31.5.2007 15:58 Sturla kjörinn forseti þingsins Sturla Böðvarsson var kjörinn forseti Alþingis í atkvæðagreiðslu á þingfundi sem hófst klukkan hálffjögur. Var hann kjörinn með 54 akvæðum en fjórir þingmenn sátu hjá. 31.5.2007 15:55 Mannekla í hjúkrun verulegt áhyggjuefni Mikilvægt er að yfirvöld grípi strax til ráðstafana til að taka á alvarlegum húsnæðisvanda Landspítalans háskólasjúkrahúss og koma þannig í veg fyrir gangainnlagnir. Þetta kemur fram í ályktunum aðalfundar læknaráðs Landspítalans háskólasjúkrahúss. Ráðið telur manneklu í hjúkrun verulegt áhyggjuefni og skorar á heilbrigðisyfirvöld að leysa þann vanda sem allra fyrst. 31.5.2007 15:45 Bretar samþykkja lyf gegn tóbaksfíkn Einum mánuði áður en tóbaksbann tekur gildi í Bretlandi hefur nýtt lyf gegn tóbaksfíkn verið samþykkt og er nú fáanlegt í gegnum heilbrigðisyfirvöld. Pillan Champix er tekin tvisvar á dag. Rannsóknir sýna að eftir 12 vikur reynist lyfið tvöfalt áhrifaríkara gegn fíkninni en nikótíntyggjó og lyfið Zyban sem fæst meðal annars á Íslandi. 31.5.2007 15:42 Nærri helmingur lýkur stúdentsprófi eftir tvítugt Nærri helmingur þeirra sem ljúka stúdentsprófi hér á landi er eldri en tvítugur þegar hann nær þeim áfanga. Á þetta er bent í vefriti mennatamálaráðuneytisins og vísað í tölur Hagstofunnar. 31.5.2007 15:42 Nýr ritstjóri hjá Iceland Review og Atlanticu Sveinn H. Guðmarsson, fréttamaður á Stöð 2, hefur verið ráðinn ritstjóri Iceland Review og Atlanticu, flugblaðs Icelandair. Sveinn tekur við ritstjórn á morgun en forveri hans Krista Mahr lét nýverið af störfum. 31.5.2007 15:08 Alltaf eru Danir ráðagóðir Í lögum um reykingabann á dönskum veitingahúsum segir að ef veitingastaðurinn sé yfir 40 fermetrar, séu reykingar bannaðar. Þó er heimilt að útbúa þar sérstakt reykherbergi. Þetta gladdi mjög veitingamann á Vesterbrogade í Kaupmannahöfn. Hann á veitingastað sem er 200 fermetrar. Hann er nú að innrétta 50 fermetra matsal og 150 fermetra reykherbergi. 31.5.2007 14:55 Almannavarnarnefndir sameinaðar Almannavarnarnefndir Rangárvallasýslur og Vestur-Skaftafellssýslu hafa verið sameinaðar í eina nefnd. Sameiningin er liður í endurskoðun á viðbragðsáætlunum á svæðinu. 31.5.2007 14:53 Þriggja ára drengur slapp með skrekkinn Betur fór en á horfðist í gær þegar bíll sem í var þriggja ára gamall drengur hafnaði á verslunarhúsi eftir að hafa runnið stjórnlaust yfir tvær götu og tvo grasbala. Talið er að drengurinn hafi óvart losað handbremsuna með þeim afleiðingum að bíllinn rann af stað. Þetta er í annað sinn á fáeinum dögum þar sem smábarn kemur við sögu í umferðaróhappi á höfuðborgarsvæðinu. 31.5.2007 14:38 Mikill fjöldi Íslendinga starfandi í Danmörku Rúmlega þrjú þúsund Íslendingar störfuðu í Danmörku um síðustu áramót en landið er sem fyrr vinsælasti búsetustaður Íslendinga erlendis. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Flestir starfa við þjónustu við atvinnurekstur en þá starfa einnig margir Íslendingar við félagsþjónustu í Danmörku. 31.5.2007 14:20 Lofaði fjölmiðla fyrir framgöngu þeirra í aðdraganda kosninga Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði nýafstaðnar kosningar vitnisburð um að lýðræðishefð væri hér sterk og lauk lofsorði á fjölmiðlaflóruna í aðdraganda kosninga þegar hann setti 134. löggjafarþing þjóðarinnar nú á þriðja tímanum. 31.5.2007 14:19 Sjá næstu 50 fréttir
Stærsta rannsóknarsvæði Orkuveitunnar í Djíbútí Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið einkaleyfi til jarðhitarannsókna og forgang á hugsanlegri nýtingu um 750 ferkílómetra lands í afríkuríkinu Djíbútí. Það er stærsta rannsóknarsvæði OR til þessa. Staða Djíbútíbúa í raforkumálum er svipuð og hjá Íslendingum fram til ársins 1960. Þeir fá rafmagn með brennslu innflutts jarðefnaeldsneytis. 1.6.2007 10:35
Metaðsókn hjá Leikfélagi Akureyrar Tæplega 27 þúsund manns sáu sýningar Leikfélags Akureyrar í vetur og hafa leikhúsgestir aldrei verið fleiri. Þá sáu um 11 þúsund manns sýningar leikfélagsins í höfuðborginni. Leikhússtjóri segir árangurinn byggjast fyrst og fremst á frábæru starfsfólki og velheppnuðu verkefnavali leikhússins. 1.6.2007 10:32
Ráðist á Ómar um hábjart sumarkvöld „Ég varð að hægja mjög á bílnum svo að hann stöðvaðist næstum því en ég þorði ekki að stoppa alveg því að þegar maðurinn kom nær með hnefana á lofti sá ég að andlit hans var afmyndað af heift og hatursbræði og ekki leyndi sér að hann ætlaði að stöðva mig og brjótast inn í bílinn til að ganga frá mér,“ skrifar Ómar Ragnarsson á bloggsíðu sína. 1.6.2007 10:15
Belja í fjöldagröf Bosnískur bóndi á í málaferlum við yfirvöld vegna belju sinnar. Hann segir að hún hafi drukknað í fjöldagröf sem yfirvöldum hafði láðst að fylla uppí eftir að líkin höfðu verið fjarlægð. Í gröfinni voru lík 50 múslima sem Serbar myrtu í Bosníustríðinu. Bóndinn segir að uxakleggi hafi stungið beljuna sem hafi brugðið svo að hún stökk út í vatnsfyllta fjöldagröfina. Uxakleggi er flugnategund sem leggst á nautgripi. 1.6.2007 10:11
Síðasta opnunarhelgi skiðasvæðisins á Siglufirði Á morgun verður skíðasvæði Siglfirðinga opið frá klukkan tíu til fjögur. Opið er í Skarðinu og hefur verið útbúin þar Skicross braut. Þá er braut á Súlur og nægur snjór á bungusvæðinu. Þetta er síðasta opnunarhelgi skíðatímabilsins, en stefnt verður að því að opna aftur snemma í haust. 1.6.2007 10:00
Tengdafaðir berklasmitaðs manns vinnur við berklarannsóknir Bandaríkjamaðurinn sem smitaður er af illvígum berklum er tengdasonur vísindamanns sem rannsakar berkla hjá smitvarnastöð Bandaríkjanna í Atlanta í Georgíu. Tengdafaðirinn segir óhugsandi að tengdasonurinn hafi smitast í gegnum hann eða á rannsóknarstofu sinni. 31.5.2007 23:54
Óvenju mikið af fólki í miðbænum Töluverður fjöldi fólks mun vera í miðbænum nú í kvöld miðað við venjulegt fimmtudagskvöld. Lögreglumaður á vakt sagði í samtali við Vísi að ástæða þessa sé líklegast sú að í kvöld verður í síðasta sinn leyft að reykja innandyra á börum og kaffihúsum landsins. 31.5.2007 23:29
Útsendingum RCTV haldið áfram á YouTube Radio Caracas Television, sjónvarpsstöðin sem ríkisstjórn Venezuela synjaði um útsendingarleyfi á dögunum hefur fundið aðferð til að koma efni sínu á framfæri. Fréttamenn stöðvarinnar hafa haldið áfram vinnu sinni og er afraksturinn settur á Netið á vefsíðunni vinsælu YouTube. 31.5.2007 23:06
Jafnrétti á líka við um fólkið í sjávarplássunum Formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, hóf sína ræðu á Alþingi í kvöld með því að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í starfi. Hann sagðist ánægður með að jafnrétti yrði haft að leiðarljósi á komandi kjörtímabili og hann sagði að flokkur hans myndi styðja öll góð mál sem fram komi á þinginu, hvaðan sem þau séu ættuð. 31.5.2007 22:46
Bragðdauf stefnuræða að mati Guðna Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í sinni ræðu á Alþingi í kvöld að ný ríkisstjórn tæki við góðu búi sem framsóknarmenn ættu þátt í að hafa skapað. Hann sagði að viðsjárverðir tímar væru þó framundan og að hann óttaðist að nýjir stjórnarherrar áttuðu sig ekki á því. 31.5.2007 22:33
Jafnrétti í reynd er leiðarljós nýrrar ríkisstjórnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni á Alþingi í kvöld að jafnrétti í reynd væri leiðarljós í allri stefnumótun nýrrar ríkisstjórnar. Hún sagði löngu tímabært að láta endurmeta kjör kvenna hjá hin opinbera líkt og gert var hjá Reykjavíkurborg á sínum tíma. 31.5.2007 21:50
Vinstri grænir gerðir að blóraböggli Formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksinns á þingi, Steingrímur J. Sigfússonn var ekki eins bjartsýnn í ræðu sinni á Alþingi í kvöld og andstæðingar hans sem sitja í ríkisstjórn. Sérstaklega fór hann hörðum orðum um Samfylkinguna sem hann sagði varpa sökinni á því að ekki skuli hafa tekist að mynda ríkisstjórn yfir á hans flokk, Vinstihreyfinguna - Grænt framboð. 31.5.2007 21:28
Ríkisstjórnin stefnir á vit nýrra tíma á traustum grunni Geir H. Haarde flutti í kvöld stefnuræðu sína á Alþingi. Hann fór yfir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og greindi frá helstu áherslumálum næstu ára. Ríkisstjórnarflokkarnir hafi einsett sér að mynda frjálslynda umbótastjórn um kraftmikið efnahagslíf, öfluga velferðarþjónustu, bættan hag heimilanna og aukna samkeppnishæfni atvinnulífsins. 31.5.2007 21:22
Ókeypis auglýsingaherferð Nú stendur til að gefa heila auglýsingaherferð, einhverju félagi eða málefni sem á erindi við þjóðina. Sverrir Björnsson frá Hvíta húsinu, skýrði frá því í Íslandi í dag hverjir gefa þessa herferð og af hverju. 31.5.2007 20:39
Íslandsmet í Esjugöngu 5 tinda menn ætla eftir eina viku að ganga á 5 hæstu tinda landsins. Þeir eru í svo miklu stuði að þeir ætla að draga sem flesta landsmenn með sér upp á Esjuna á laugardaginn og setja Íslandsmet í Esjugöngu. 31.5.2007 20:33
Deilumál á sumarþingi Sumarþing var sett í dag. Hið nýsamsetta Alþingi næstu fjögurra ára tók til starfa í dag og kaus sér þingforseta og formenn þingnefnda, en hvers lags þing verður þetta? Hver verða deilumálin? Þingmennirnir Árni Páll Árnason og Bjarni Harðarson ræddu þessi mál í Íslandi í dag í kvöld. 31.5.2007 20:29
Leðurblaka flögrar um í vörugeymslu Byko Lifandi leðurblöku er nú leitað logandi ljósi í vörugeymslu Byko í Kjalarvogi í Reykjavík. Starfsmenn fyrirtækisins urðu varir við hana á gólfi vörugeymslunnar fyrir tveimur dögum. 31.5.2007 19:46
Reykingabann tekur gildi á miðnætti Reykingabann á öllum veitinga-og skemmtistöðum landsins tekur gildi á miðnætti. Ekki verður heimilt að innandyra en leyfilegt verður setja upp reykskýli utandyra. Ölstofa Kormáks og Skjaldar hyggst höfða mál gegn ríkinu ef ekki fæst undanþága frá lögum til að setja upp sérstakt reykrými á staðnum. 31.5.2007 19:43
Leikskólar og slökkvilið í samstarf Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hóf í dag samstarf við leikskóla um eldvarnareftirlit og fræðslu til starfsfólks og elstu barna á leikskólum. Fleiri slökkvilið munu taka þátt í samstarfinu en fyrsti samningur þessa efnis var undirritaður við leikskólann Norðurberg í Hafnarfirði í dag. 31.5.2007 19:30
Verður að ríkja sátt um Byggðastofnun Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir að skapa þurfi ró og starfsfrið um Byggðastofnun Hann segir ríkisstjórnina ekki geta horft framhjá vanda landsbyggðarinnar og því verði hún að geta gripið inn í aðstæður sem þar kunna skapast. 31.5.2007 19:26
Þriggja ára fangelsi fyrir manndráp Hæstiréttur þyngdi dóm Hérðasdóms yfir Lofti Jens Magnússyni fyrir að vera valdur að dauða Ragnars Björnssonar á veitingastaðnum Áslaki í Mosfellsbæ. Loftur sló Ragnar hnefahögg í hálsinn með þeim afleiðingum að slagæð við hálshrygg rofnaði og Ragnar lést. Héraðsdómur hafði dæmt Loft Jens í tveggja ára fangelsi en Hæstiréttur koms að þeirri niðurstöðu að hæfileg refsins væri þriggja ára fangelsi. Þá var hann dæmdur til að greiða ekkju Ragnars og börnum, tólf milljónir króna í skaðabætur. 31.5.2007 19:24
Alþingi sett Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, rifjaði upp í þinsetningarræðu sinni í dag að herstöðvarmálið hefði gufað upp á liðnum vetri en þar hefði verið átakamál sem klofið hefði þjóðina í áratugi. Ennfremur sagði hann að það sýndi styrk lýðræðisins hvernig fjölmiðlaflóran hefði gefið stjórnmálamönnum fjölþætt tækifæri til að koma boðskap sínum til skila í kosningabaráttunni. Þetta væri framför frá tímum flokksmálgagna. 31.5.2007 19:19
Kristín hélt velli í formannskjöri hjá sjúkraliðum Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands náði endurkjöri þrátt fyrir mótframboð. Hún hlaut 64 prósent greiddra atkvæða. Frá þessu var greint á 16. fulltrúaþingi félagsins sem haldið var í dag. 31.5.2007 19:11
Reyklaus sígaretta Reyklausa sígarettan er orðin að veruleika. Hún er dönsk að uppruna, inniheldur nikótín og á að hafa hið fínasta tóbaksbragð. 31.5.2007 18:30
Þrú ár í fangelsi og milljón í miskabætur fyrir nauðgun 22 ára karlmaður, Edward Apeadu Koranteng, var í dag dæmdur í Hæstarétti til þriggja ára fangelsi fyrir að hafa með ofbeldi þröngvað ólögráða stúlku til samræðis við sig. Auk fangelsisvistarinnar var hann dæmdur til að greiða fórnarlambinu eina milljón króna i miskabætur. 31.5.2007 17:36
Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot með því að hafa tvisvar sinnum haft samræði við þroskahefta konu sem var starfsmaður á hæfingarstöð fyrir fatlaða einstaklinga, en þar starfaði maðurinn sem stuðningsfulltrúi. 31.5.2007 16:57
Bush hvetur til langtímamarkmiða gegn hlýnun jarðar Bandaríkjamenn hvetja þjóðir heims að samþykkja langtímaáætlun gegn losun gróðurhúsalofttegunda. George Bush Bandaríkjaforseti sagðist í dag stefna á fund með 14 öðrum þjóðum sem losa hvað mest af gróðurhúsalofttegundum. Þeirra á meðal eru nokkur þróunarlönd. Með fundinum vill Bush setja markmið sem hamla hlýnun jarðar. 31.5.2007 16:53
Þriggja ára fangelsi fyrir manndráp á Ásláki Hæstiréttur dæmdi í dag Loft Jens Magnússon í þriggja ára fangelsi fyrir að vera valdur að dauða Ragnars Björnssonar á veitingastaðnum Áslálki í Mosfellsbæ í desember 2004. Með þessu þyngdi Hæstiréttur dóm héraðsdóms sem dæmt hafði Loft Jens í tveggja ára fangelsi. Enn fremur var hann dæmdur til að greiða ekkju og börnum Ragnar um tólf milljónir króna í miskabætur. 31.5.2007 16:40
Tyrkneska þingið samþykkir umbætur á stjórnarskrá Tyrkneska þingið samþykkti í dag umdeildar umbætur á stjórnarskrá landsins. Með því sniðgekk þingið neitun forsetans Ahmec Necdet Sezer. Hann hafði beitt neitunarvaldi gegn umbótunum sem meðal annars fela í sér að forsetinn verði kosinn beint af kjósendum, en ekki þinginu. Umbæturnar eru ætlaðar til að binda enda á pólitíska krísu í landinu. 31.5.2007 16:35
Yfirmaður NASA blæs á loftslagsbreytingar Yfirmaður bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, segir að það sé hrokafullt að skilgreina loftslagsbreytingar sem vandamál sem þurfi að takast á við. Dr. Micael Griffin lét þessi orð falla í útvarpsviðtali í Bandaríkjunum. Hann kvaðst ekki draga í efa að loftslagið væri að breytast. 31.5.2007 16:34
Deilur strax í upphafi þingfundar Þing var varla komið saman þegar fyrstu deilur stjórnar og stjórnarandstöðu hófust og snerust þær um hvort fresta ætti kosningu í þrjár fastanefndir þingsins. 31.5.2007 16:26
Tvö innbrot í miðborginni Tvö innbrot áttu sér stað í höfuðborginni í gær og ein tilraun til innbrots samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá var brotist inn í tvo bíla og veski og greiðslukortum stolið. 31.5.2007 16:22
Karl og kona flutt alvarlega slösuð með þyrlu eftir umferðarslys á Suðurlandsvegi Karl og kona voru flutt alvarlega slösuð með þyrlu til Reykjavíkur á fimmta tímanum í dag. Þau eru nú á gjörgæslu en ekki hefur verið greint frá líðan þeirra. Slysið átti sér stað á Suðurlandsvegi til móts við bæinn Langstaði. Fólkið var saman í öðrum bílnum og auk þeirra var kornabarn um borð. Það slapp ómeitt. 31.5.2007 16:21
Rússar leggja gasleiðslu til Kína Rússar og Kínverjar eiga nú í samningaviðræðum um að Rússar leggi gasleiðslu til Kína. Áætlað er að verkinu gæti verið lokið á fimm til sex árum. Victor Khristenko orkumálaráðherra Rússa skýrði frá þessu í dag og sagði að áhugi væri frekari fjárfestingum í kínverska orkugeiranum. 31.5.2007 16:07
Stjórnarflokkar skipta með sér formannsembættum í fastanefndum Þingflokkar Sjálfstæðisflokk og Samfylkingarinnar hafa komið sér saman formenn fastanefnda Alþingis. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við formannsembætti í allsherjarnefnd af Bjarna Benediktssyni en Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir mun verða fyrsta varaforseti Alþingis. 31.5.2007 15:58
Sturla kjörinn forseti þingsins Sturla Böðvarsson var kjörinn forseti Alþingis í atkvæðagreiðslu á þingfundi sem hófst klukkan hálffjögur. Var hann kjörinn með 54 akvæðum en fjórir þingmenn sátu hjá. 31.5.2007 15:55
Mannekla í hjúkrun verulegt áhyggjuefni Mikilvægt er að yfirvöld grípi strax til ráðstafana til að taka á alvarlegum húsnæðisvanda Landspítalans háskólasjúkrahúss og koma þannig í veg fyrir gangainnlagnir. Þetta kemur fram í ályktunum aðalfundar læknaráðs Landspítalans háskólasjúkrahúss. Ráðið telur manneklu í hjúkrun verulegt áhyggjuefni og skorar á heilbrigðisyfirvöld að leysa þann vanda sem allra fyrst. 31.5.2007 15:45
Bretar samþykkja lyf gegn tóbaksfíkn Einum mánuði áður en tóbaksbann tekur gildi í Bretlandi hefur nýtt lyf gegn tóbaksfíkn verið samþykkt og er nú fáanlegt í gegnum heilbrigðisyfirvöld. Pillan Champix er tekin tvisvar á dag. Rannsóknir sýna að eftir 12 vikur reynist lyfið tvöfalt áhrifaríkara gegn fíkninni en nikótíntyggjó og lyfið Zyban sem fæst meðal annars á Íslandi. 31.5.2007 15:42
Nærri helmingur lýkur stúdentsprófi eftir tvítugt Nærri helmingur þeirra sem ljúka stúdentsprófi hér á landi er eldri en tvítugur þegar hann nær þeim áfanga. Á þetta er bent í vefriti mennatamálaráðuneytisins og vísað í tölur Hagstofunnar. 31.5.2007 15:42
Nýr ritstjóri hjá Iceland Review og Atlanticu Sveinn H. Guðmarsson, fréttamaður á Stöð 2, hefur verið ráðinn ritstjóri Iceland Review og Atlanticu, flugblaðs Icelandair. Sveinn tekur við ritstjórn á morgun en forveri hans Krista Mahr lét nýverið af störfum. 31.5.2007 15:08
Alltaf eru Danir ráðagóðir Í lögum um reykingabann á dönskum veitingahúsum segir að ef veitingastaðurinn sé yfir 40 fermetrar, séu reykingar bannaðar. Þó er heimilt að útbúa þar sérstakt reykherbergi. Þetta gladdi mjög veitingamann á Vesterbrogade í Kaupmannahöfn. Hann á veitingastað sem er 200 fermetrar. Hann er nú að innrétta 50 fermetra matsal og 150 fermetra reykherbergi. 31.5.2007 14:55
Almannavarnarnefndir sameinaðar Almannavarnarnefndir Rangárvallasýslur og Vestur-Skaftafellssýslu hafa verið sameinaðar í eina nefnd. Sameiningin er liður í endurskoðun á viðbragðsáætlunum á svæðinu. 31.5.2007 14:53
Þriggja ára drengur slapp með skrekkinn Betur fór en á horfðist í gær þegar bíll sem í var þriggja ára gamall drengur hafnaði á verslunarhúsi eftir að hafa runnið stjórnlaust yfir tvær götu og tvo grasbala. Talið er að drengurinn hafi óvart losað handbremsuna með þeim afleiðingum að bíllinn rann af stað. Þetta er í annað sinn á fáeinum dögum þar sem smábarn kemur við sögu í umferðaróhappi á höfuðborgarsvæðinu. 31.5.2007 14:38
Mikill fjöldi Íslendinga starfandi í Danmörku Rúmlega þrjú þúsund Íslendingar störfuðu í Danmörku um síðustu áramót en landið er sem fyrr vinsælasti búsetustaður Íslendinga erlendis. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Flestir starfa við þjónustu við atvinnurekstur en þá starfa einnig margir Íslendingar við félagsþjónustu í Danmörku. 31.5.2007 14:20
Lofaði fjölmiðla fyrir framgöngu þeirra í aðdraganda kosninga Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði nýafstaðnar kosningar vitnisburð um að lýðræðishefð væri hér sterk og lauk lofsorði á fjölmiðlaflóruna í aðdraganda kosninga þegar hann setti 134. löggjafarþing þjóðarinnar nú á þriðja tímanum. 31.5.2007 14:19
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent