Innlent

Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot með því að hafa tvisvar sinnum haft samræði við þroskahefta konu sem var starfsmaður á hæfingarstöð fyrir fatlaða einstaklinga, en þar starfaði maðurinn sem stuðningsfulltrúi.

Atburðirnir áttu sér stað í september árið 2005 á gistiheimili Hjálpræðishersins en þar bjó maðurinn á þeim tíma. Var maðurinn sakfelldur um að hafa notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegra annmarka.

Maðurinn gekkst undir geðrannsókn og var hann metinn sakhæfur í henni. Auk fangelsisrefsingarinnar var hann dæmdur til að greiða konunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Héraðsdómur hafði dæmt hann til sömu refsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×