Innlent

Tvö innbrot í miðborginni

MYND/RE

Tvö innbrot áttu sér stað í höfuðborginni í gær og ein tilraun til innbrots samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá var brotist inn í þrjá bíla og veski og greiðslukortum stolið.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var brotist inn í íbúð í miðborginni síðdegis í gær og fartölvu stolið. Komst þjófurinn inn um glugga. Í sama hverfi var reynt að fara inn í kjallaraíbúð en þar koma að sögn lögreglu styggð að þjófnum sem hvarf tómhentur á braut. Í Breiðholtinu var brotist inn í íbúð á jarðhæð og þar saknaði húsráðandi fartölvu og hleðslutækis.

Þá var einnig brotist inn tvær bifreiðar í vesturhluta borgarinnar í gær. Úr öðrum bílnum var stolið veski og greiðslukortum en úr hinum geislaspilara og hátölurum. Í Grafarholtinu var útvarp tekið úr bíl og þá voru rúður brotnar í bíl á Álftanesi en engu stolið.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×