Innlent

Jafnrétti á líka við um fólkið í sjávarplássunum

Formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, hóf sína ræðu á Alþingi í kvöld með því að óska nýrru ríkisstjórn velfarnaðar í starfi. Hann sagðist ánægður með að jafnrétti yrði haft að leiðarljósi á komandi kjörtímabili og hann sagði að flokkur hans myndi styðja öll góð mál sem fram komi á þinginu, hvaðan sem þau séu ættuð.

Hann benti á að jafnrétti ætti líka að ná til fólks í sjávarbyggðunum, sem byggi við óöryggi í vinnu og búsetu þrátt fyrir loforð stjórnvalda um jöfn tækifæri til handa öllum landsmönnum. Þá gagnrýndi hann kvótakerfið og sagði að frjálslyndir myndu taka því illa ef reyna eigi að skapa svokallaða sáttagjörð til þess að tryggja stöðugleika í núverandi kerfi, sem hann kallaði kvótabraskkerfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×