Innlent

Óvenju mikið af fólki í miðbænum

MYND/Getty Images

Töluverður fjöldi fólks mun vera í miðbænum nú í kvöld miðað við venjulegt fimmtudagskvöld. Lögreglumaður á vakt sagði í samtali við Vísi að ástæða þessa sé líklegast sú að í kvöld verður í síðasta sinn leyft að reykja innandyra á börum og kaffihúsum landsins.

Margir hafa því líklegast hugsað sér gott til glóðarinnar og ákveðið að reykja síðustu retturnar innanhúss, áður en það fer að varða við lög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×