Fleiri fréttir Dvergurinn og mannránið Lögreglan í Bremen í norðurhluta Þýskalands setti af stað meiriháttar aðgerð þegar kona tilkynnti um mannrán. Hún varð vitni að því þegar „ungur drengur“ var læstur í skotti bíls sem ekið var af stað. Lögreglan setti þegar upp vegatálma og sendi út eftirlitsbíla. Þegar bíllinn fannst kom í ljós að um var að ræða dverg sem var bifvélavirki. 31.5.2007 13:00 Tvöfalt fleiri teknir úr umferð ár fyrir lyfjaakstur Tvöfalt fleiri ökumenn eru teknir úr umferð í hverjum mánuði í ár fyrir akstur undir áhrifum lyfja eða fíkniefna en í fyrra. Að minnsta kosti fjögurra efna lyfjakokteill fannst í ökumanni sem lögreglan á Akranesi stöðvaði í gærkvöld á leið til bæjarins. 31.5.2007 13:00 Panda drapst eftir að hafa verið sleppt út í náttúruna Fyrsta risapandan sem alin var upp í dýragarði og síðan sleppt út í náttúruna er dauð. Xiang Xiang var karlkyns panda og fannst fyrr á árinu á verndarsvæðinu sem voru heimkynni hans í aðeins nokkra mánuði. 31.5.2007 12:45 Reykingabann tekur gildi á morgun Lög um reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum á landinu tekur gildi á morgun. Ekki verður heimilt að reykja á sérstökum reyksvæðum innandyra en leyfilegt er að setja upp reykskýli utandyra. 31.5.2007 12:36 Sakaðir um að smita fólk vísvitandi af HIV Fjórir hollenskir karlar hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa vísvitandi smitað fjölda fólks af alnæmi. Svo virðist sem þeir hafi ítrekað skipulagt kynsvall þar sem þátttakendum var byrlað ólyfjan. Þrír gerendanna eru HIV-smitaðir. 31.5.2007 12:15 Kristín Guðmundsdóttir endurkjörin formaður Sjúkraliðafélagsins Kristín Á. Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður Sjúkraliðafélags Íslands í gær með 64 prósent greiddra atkvæða. Kristín hefur verið formaður félagsins frá stofnun þess árið 1992. 31.5.2007 12:12 Varað við óveðri og sandfoki á Suðurlandi Vegagerðin varar við óveðri á kafla rétt vestan við Vík í Mýrdal og sömuleiðis sandfoki á Mýrdalssandi. Þetta er vegna hvassviðris syðst á landinu. 31.5.2007 12:05 Meyfæðing hákarls staðfest í fyrsta sinn Írskir og bandarískir vísindamenn hafa sannað að karlkyns hákarl kom hvergi nærri getnaði hákarls í bandarískum dýragarði. Þróunarlegt neyðarrúrræði segir forstöðumaður rannsóknarseturs. 31.5.2007 12:00 Þingsetningu lokið Setning sumarþings hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30. Í morgun funduðu þingflokkar stjórnarflokkana . Kosið var í nefndir og rædd dagskrá sumarþingsins. 31.5.2007 12:00 Slökkvilið og leikskólar í samstarf um brunavarnir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hyggst ásamt fleiri slökkviliðum og Brunabótafélagi Íslands hefja samstarf við leikskóla um eldvarnaeftirlit og fræðslu til starfsfólks og elstu barnanna á leikskólunum og fjölskyldna þeirra. 31.5.2007 11:43 Hargreaves kominn til Manchester United Manchester United staðfesti í dag að Owen Hargreaves, leikmaður Bayern Munich, muni ganga til liðs við þá þann 1. júlí næstkomandi. Enn hefur ekki verið sagt frá því hversu hátt kaupverðið var en talið er að það sé í kringum 17 milljónir punda. 31.5.2007 11:41 Ólafur á að færa Blaðið í hæstu hæðir Ólafur Þ. Stephensen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, hefur verið ráðinn ritstjóri Blaðsins frá og með næstu mánaðamótum. Fram kemur í tilkynningu frá Árvakri að ráðningin sé liður í sókn Blaðsins og því markmiði að gera það að mest lesna dagblaði á Íslandi. 31.5.2007 11:21 Fiskisaga kaupir Ostabúðina á Bitruhálsi og Mjólkurbúðina Fiskisaga, sem meðal annars á og rekur samnefndar fiskbúðir og kjötbúðirnar Gallerý kjöt, hefur samið við og Osta- og smjörsöluna og Mjólkursamsöluna um kaup á Ostabúðinni á Bitruhálsi og Mjólkurbúðinni á Selfossi. 31.5.2007 11:12 Hvað er hægt að leggjast lágt ? Breskir lögreglumenn eru öskureiðir út í innbrotsþjóf sem stal trúlofunarhring af hendi 103 ára gamallar konu. Þeir kalla framferði hans fyrirlitlegan heigulshátt. Þeir vona að jafnvel glæpalýð landsins þyki þarna of langt gengið, og komi kauða undir manna hendur. 31.5.2007 11:07 Tuttugu fallnir eftir sjálfsmorðsárás í Falluja Að minnsta kosti 20 eru fallnir og aðrir 20 særðir eftir sjálfsmorðsárás í Falluja, vestur af Bagdad, í morgun. Maður gyrtur sprengjubelti gekk inn hóp manna sem hugðust sækja um vinnu hjá lögreglu og sprengdi sig í loft upp með þessum afleiðingum. 31.5.2007 11:01 Mikil veðurblíða á höfuðborgarsvæðinu Blíðskaparveður er nú á höfuðborgarsvæðinu og mældist hitinn 16 gráður klukkan tíu í morgun. Gert er ráð fyrir því að hitinn fari allt upp í 18 gráður í hádeginu. 31.5.2007 10:51 Dauðdagi Fjörutíu og fimm ára fjölskyldufaðir í Danmörku lét lífið þegar hann varð fyrir garðsláttuvél. Ritzau fréttastofan segir að hann hafi verið bæjarstarfsmaður og verið að slá gras í almenningsgarði þegar slysið varð. 31.5.2007 10:40 Róbert verður aðstoðarmaður samgönguráðherra Róbert Marshall, fyrrverandi forstöðumaður NFS og fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, verður aðstoðarmaður Kristjáns L. Möllers samgönguráðherra eftir því sem vefurinn Stokkseyri.is greinir frá. 31.5.2007 10:40 Endurhæfing fyrir einstaklinga með geðraskanir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur gert þriggja ára þjónustusamning við AE Starfsendurhæfingu um starfs- og atvinnulega endurhæfingu fyrir einstaklinga með geðraskanir og þá sem misst hafa hlutverk í samfélaginu. Markmiðið er að efla virkni og þátttöku þessara einstaklinga í atvinnulífinu. 31.5.2007 10:22 Ísland tekur þátt í evrópsku MS verkefni Ísland er eitt af sex ríkjum sem hefur verið valið til þátttöku í sam-evrópsku rannóknarverkefni á MS sjúkdóminum. Markmiðið er að skapa samhæfðan meðferðar- og þjónustustaðal fyrir MS fólk um gjörvalla Evrópu en verkefnið hófst formlega í dag. 31.5.2007 10:10 Undir áhrifum eiturlyfjakokkteils Lögreglan á Akranesi stöðvaði í gærkvöld karlmann á leið til bæjarins með nokkurt magn eiturlyfja og lyfja í fórum sínum. Lögreglan fékk tilkynningu um einkennilegt aksturslag mannsins í Hvalfjarðargöngunum og ók því til móts við hann. 31.5.2007 10:10 Flaug í 9 tíma með slasaða farþega Japanska samgönguráðuneytið hefur fyrirskipað rannsókn á því af hverju breiðþotu hollenska flugfélagsins KLM var ekki snúið við eftir að níu farþegar slösuðust í mikilli ókyrrð. Fimm þeirra voru fluttir á sjúkrahús eftir að vélin lenti í Osaka. 31.5.2007 10:02 Norskar konur drykkfelldari en aðrar Norskar konur eru drykkfelldari en aðrar konur á Vesturlöndum. Þar er meðal annars kennt um að jafnrétti hefur aukist milli karla og kvenna í Noregi, og norskar konur taka nú meiri þátt í atvinnulífinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu norsku lýðheilsustöðvarinnar. 31.5.2007 09:51 Sakir bornar af Sadr Aðstoðarmaður shía klerksins Moqtada Sadr segir að menn hanns séu ekki viðriðnir rán á fimm Bretum í Sadr borg í gær. Utanríkisráðherra Íraks hafði áður sagt að hann teldi að Mehdi herinn hefði staðið á bakvið mannránin. 30.5.2007 23:53 Fimm hermenn létust þegar þyrla var skotin niður Fimm bandarískir hermenn létust í dag í Afganistan þegar þyrla sem þeir voru um borð í var skotin niður. Talíbanar hafa lýst árásinni á hendur sér. 30.5.2007 23:28 Heiligendamm breytt í fangelsi Gríðarleg öryggisgæsla er nú í þýska sumardvalarstaðnum Heiligendamm. Þar fer nú fram fundur átta helstu iðnríkja heims en mikil mótmæli hafa ávallt fylgt fundum sem þessum. 30.5.2007 22:51 Sérstakur dómstóll fjalli um morðið á Hariri Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld að settur verði á laggirnar alþjóðlegur dómstóll sem á að rétta yfir sakborningum vegna morðsins á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. 30.5.2007 22:16 Íslensku menntaverðlaunin afhent Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson veitti í kvöld Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn í Ingunnarskóla í Reykjavík. 30.5.2007 21:55 Aðalfundur SÁÁ kaus nýja stjórn Á aðalfundi SÁÁ í kvöld var Þórarinn Tyrfingsson endurkjörinn stjórnarformaður samtakanna. Þórarinn gegnir einnig stöðu yfirlæknis þeirra sjúkrastofnana sem samtökin reka. Pétur Blöndal hefur gert athugasemdir við þessa stöðu mála og hann segist hissa á því að breytingar hafi ekki verið gerðar. 30.5.2007 21:37 Banvæn vanskil Ógreiddir orkureikningar urðu til þess að slökkt var á öndunarvél nýsjálenskrar konu í vikunni með þeim afleiðingum að hún andaðist. Konan hafði verið rúmliggjandi á heimili sínu frá því í febrúar vegna hjarta- og lungnasjúkdóma. Vegna veikindanna hafði safnast um tíu þúsund króna skuld hjá orkuveitu í borginni Auckland 30.5.2007 20:30 Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir er látin Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir lést í dag á Líknardeild Landsspítalans. Ásta vakti mikla athygli fyrir hetjulega baráttu sína við krabbamein, en hún hélt úti bloggsíðu þar sem hún fjallaði á opinskáan hátt um glímuna við sjúkdóminn. Hún var útnefnd Íslendingur ársins 2006 af tímaritinu Ísafold, meðal annars fyrir að opna umræðuna um þennan banvæna sjúkdóm sem þúsundir glíma við. 30.5.2007 20:26 Áfengisauglýsingar á netsíðum unglinga Áfengisauglýsingar á netinu verða sífellt fyrirferðameiri á netsíðum unglinga, þrátt fyrir blátt bann við slíkum auglýsingum hér á landi. Auglýsingarnar hvetja til drykkju unglinga og eru oftast kvenfjandsamlegar. Þetta kom fram á fundi í Neskirkju í dag um netið og siðferði. 30.5.2007 20:15 Samfylkingin eyddi mestu, VG minnstu Samfylkingin eyddi mestu fé í auglýsingar fyrir síðustu Alþingiskosningar eða rúmum tuttugu og sjö milljónum króna. Framsóknarflokkurinn kemur þar næst á eftir. Minnstu fé eyddi Vinstri hreyfingin Grænt framboð eða rúmri sautján og hálfri milljón. Þetta má lesa úr nýrri samantekt sem Capacent Gallup birti í dag. 30.5.2007 19:55 Át hund í mótmælaskyni Nýjasti gjörningur breska listamannsins Mark McGowans hefur vakið upp hörð viðbrögð í heimalandi hans. Hann snæddi hund af eftirlætiskyni Elísabetar Bretadrottningar í mótmælaskyni við refaveiðar eiginmanns hennar. 30.5.2007 19:45 Blés lífi í tveggja ára stelpu Litlu munaði að tveggja ára telpa drukknaði í sundlauginni að Lágafelli í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Sundlaugarvörður blés í hana lífi eftir að hún hafði verið dregin meðvitundarlaus upp úr lauginni þar sem hún kom niður úr rennibraut. 30.5.2007 19:44 Chavez hótar Globovision Hugo Chavez, forseti Venesúela, hótaði í gær að loka annarri sjónvarpsstöð sem gagnrýnt hefur störf hans. Fjórða daginn í röð kom til átaka á milli lögreglu og fólks sem mótmælti lokun RCTV-sjónvarpsstöðvarinnar í síðustu viku. 30.5.2007 19:15 Meðlagsgreiðendur búsettir erlendis skulda rúmlega 3 milljarða króna Foreldrar búsettir erlendis skulda Innheimtustofnun sveitarfélaga rúmlega þrjá milljarða íslenskra króna í meðlög. Þeir eru rúmlega sautján hundruð talsins og búsettir í 87 löndum, hlutfallslega flestir búa í Danmörku og Bandaríkjunum. 30.5.2007 19:02 EFTA dómstóll leyfir auglýsingabann á netspilavítum Með dómi EFTA dómstólsins er ríkisvaldinu óheimilt að beita markaðshindunum með einkaleyfum í peningahappdrættum, lottói og spilakössum nema með þau skýru markmið að draga úr spilafíkn. Páll Hreinsson, lagaprófessor og stjórnarmaður í Happadrætti Háskólans telur ekki að þessi dómur hrófli við núverandi skipan. Aftur á móti vekji athygli að dómurinn heimili ríkinu að banna auglýsingar á peningaspili á netinu. 30.5.2007 18:59 Páfinn bað fyrir Madeleine 27 dagar eru liðnir síðan bresku telpunni Madeleine McCann var rænt af hótelherbergi í Portúgal og enn hefur ekkert til hennar spurst. Foreldrar Madeleine hittu Benedikt páfa sextánda í Róm í dag. Hann blessaði mynd af dóttur þeirra og bað fyrir fjölskyldu 30.5.2007 18:58 Reyk lagði yfir Seláshverfi Mikinn reyk lagði yfir íbúahverfi í Selási í Reykjavík í dag frá sinueldi á bökkum Elliðaánna. Eldurinn logaði skammt norðan hesthúsahverfisins í Víðidal. Það tók slökkvilið um 45 mínútur að slökkva bálið en eftir situr svartur gróður og eyðilagt fuglavarp á svæðinu en þarna verpa margar tegundir mófugla. 30.5.2007 18:55 Álversáhugi í Ölfusi Bæjaryfirvöld Þorlákshafnar eru mjög jákvæð gagnvart því að fá til sín nýtt álver Alcan. Fulltrúar Alcan voru í Þorlákshöfn í gær og ræddu möguleika þess að reisa 280 þúsund tonna álver á staðnum. Forgangur Alcan að orku hjá Landsvirkjun, sem tryggð var vegna stækkunarhugmynda í Straumsvík, rennur úr gildi eftir mánuð. 30.5.2007 18:54 Fyrrverandi forsætisráðherra Tælands bannað að taka þátt í stjórnmálum Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra í Tælandi fær ekki að taka þátt í stjórnmálum landsins næstu fimm árin. 110 aðrir háttsettir menn úr sama flokki fengu sama dóm nú fyrir stundu. 30.5.2007 18:24 Sigrún ekki vanhæf Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu olíufélagana þriggja, Kers, Olíuverslunar Íslands og Skeljungs þess efnis að skipaður dómari í máli félaganna gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu, Sigrún Guðmundsdóttir, víki sæti vegna vanhæfis. 30.5.2007 17:57 Hæstiréttur snýr við úrskurði héraðsdóms Hæstiréttur féllst í dag á kröfu Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að maður skyldi sæta gæsluvarðhaldi fyrir rán og ölvunarakstur til 25. júní. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður synjað sömu kröfu. 30.5.2007 17:37 Putin sýnir klærnar Rússneski ríkissaksóknarinn hefur sent helsta stjórnarandstöðuflokki landsins opinbera viðvörun vegna þess sem kallað er öfga-aðgerðir. Þessar öfga-aðgerðir felast í því að Yablonko flokkurinn hjálpaði þekktum pólitískum fréttaskýranda að gefa út bók þar sem Vladimir Putin forseti er harðlega gagnrýndur. 30.5.2007 16:51 Sjá næstu 50 fréttir
Dvergurinn og mannránið Lögreglan í Bremen í norðurhluta Þýskalands setti af stað meiriháttar aðgerð þegar kona tilkynnti um mannrán. Hún varð vitni að því þegar „ungur drengur“ var læstur í skotti bíls sem ekið var af stað. Lögreglan setti þegar upp vegatálma og sendi út eftirlitsbíla. Þegar bíllinn fannst kom í ljós að um var að ræða dverg sem var bifvélavirki. 31.5.2007 13:00
Tvöfalt fleiri teknir úr umferð ár fyrir lyfjaakstur Tvöfalt fleiri ökumenn eru teknir úr umferð í hverjum mánuði í ár fyrir akstur undir áhrifum lyfja eða fíkniefna en í fyrra. Að minnsta kosti fjögurra efna lyfjakokteill fannst í ökumanni sem lögreglan á Akranesi stöðvaði í gærkvöld á leið til bæjarins. 31.5.2007 13:00
Panda drapst eftir að hafa verið sleppt út í náttúruna Fyrsta risapandan sem alin var upp í dýragarði og síðan sleppt út í náttúruna er dauð. Xiang Xiang var karlkyns panda og fannst fyrr á árinu á verndarsvæðinu sem voru heimkynni hans í aðeins nokkra mánuði. 31.5.2007 12:45
Reykingabann tekur gildi á morgun Lög um reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum á landinu tekur gildi á morgun. Ekki verður heimilt að reykja á sérstökum reyksvæðum innandyra en leyfilegt er að setja upp reykskýli utandyra. 31.5.2007 12:36
Sakaðir um að smita fólk vísvitandi af HIV Fjórir hollenskir karlar hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa vísvitandi smitað fjölda fólks af alnæmi. Svo virðist sem þeir hafi ítrekað skipulagt kynsvall þar sem þátttakendum var byrlað ólyfjan. Þrír gerendanna eru HIV-smitaðir. 31.5.2007 12:15
Kristín Guðmundsdóttir endurkjörin formaður Sjúkraliðafélagsins Kristín Á. Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður Sjúkraliðafélags Íslands í gær með 64 prósent greiddra atkvæða. Kristín hefur verið formaður félagsins frá stofnun þess árið 1992. 31.5.2007 12:12
Varað við óveðri og sandfoki á Suðurlandi Vegagerðin varar við óveðri á kafla rétt vestan við Vík í Mýrdal og sömuleiðis sandfoki á Mýrdalssandi. Þetta er vegna hvassviðris syðst á landinu. 31.5.2007 12:05
Meyfæðing hákarls staðfest í fyrsta sinn Írskir og bandarískir vísindamenn hafa sannað að karlkyns hákarl kom hvergi nærri getnaði hákarls í bandarískum dýragarði. Þróunarlegt neyðarrúrræði segir forstöðumaður rannsóknarseturs. 31.5.2007 12:00
Þingsetningu lokið Setning sumarþings hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30. Í morgun funduðu þingflokkar stjórnarflokkana . Kosið var í nefndir og rædd dagskrá sumarþingsins. 31.5.2007 12:00
Slökkvilið og leikskólar í samstarf um brunavarnir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hyggst ásamt fleiri slökkviliðum og Brunabótafélagi Íslands hefja samstarf við leikskóla um eldvarnaeftirlit og fræðslu til starfsfólks og elstu barnanna á leikskólunum og fjölskyldna þeirra. 31.5.2007 11:43
Hargreaves kominn til Manchester United Manchester United staðfesti í dag að Owen Hargreaves, leikmaður Bayern Munich, muni ganga til liðs við þá þann 1. júlí næstkomandi. Enn hefur ekki verið sagt frá því hversu hátt kaupverðið var en talið er að það sé í kringum 17 milljónir punda. 31.5.2007 11:41
Ólafur á að færa Blaðið í hæstu hæðir Ólafur Þ. Stephensen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, hefur verið ráðinn ritstjóri Blaðsins frá og með næstu mánaðamótum. Fram kemur í tilkynningu frá Árvakri að ráðningin sé liður í sókn Blaðsins og því markmiði að gera það að mest lesna dagblaði á Íslandi. 31.5.2007 11:21
Fiskisaga kaupir Ostabúðina á Bitruhálsi og Mjólkurbúðina Fiskisaga, sem meðal annars á og rekur samnefndar fiskbúðir og kjötbúðirnar Gallerý kjöt, hefur samið við og Osta- og smjörsöluna og Mjólkursamsöluna um kaup á Ostabúðinni á Bitruhálsi og Mjólkurbúðinni á Selfossi. 31.5.2007 11:12
Hvað er hægt að leggjast lágt ? Breskir lögreglumenn eru öskureiðir út í innbrotsþjóf sem stal trúlofunarhring af hendi 103 ára gamallar konu. Þeir kalla framferði hans fyrirlitlegan heigulshátt. Þeir vona að jafnvel glæpalýð landsins þyki þarna of langt gengið, og komi kauða undir manna hendur. 31.5.2007 11:07
Tuttugu fallnir eftir sjálfsmorðsárás í Falluja Að minnsta kosti 20 eru fallnir og aðrir 20 særðir eftir sjálfsmorðsárás í Falluja, vestur af Bagdad, í morgun. Maður gyrtur sprengjubelti gekk inn hóp manna sem hugðust sækja um vinnu hjá lögreglu og sprengdi sig í loft upp með þessum afleiðingum. 31.5.2007 11:01
Mikil veðurblíða á höfuðborgarsvæðinu Blíðskaparveður er nú á höfuðborgarsvæðinu og mældist hitinn 16 gráður klukkan tíu í morgun. Gert er ráð fyrir því að hitinn fari allt upp í 18 gráður í hádeginu. 31.5.2007 10:51
Dauðdagi Fjörutíu og fimm ára fjölskyldufaðir í Danmörku lét lífið þegar hann varð fyrir garðsláttuvél. Ritzau fréttastofan segir að hann hafi verið bæjarstarfsmaður og verið að slá gras í almenningsgarði þegar slysið varð. 31.5.2007 10:40
Róbert verður aðstoðarmaður samgönguráðherra Róbert Marshall, fyrrverandi forstöðumaður NFS og fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, verður aðstoðarmaður Kristjáns L. Möllers samgönguráðherra eftir því sem vefurinn Stokkseyri.is greinir frá. 31.5.2007 10:40
Endurhæfing fyrir einstaklinga með geðraskanir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur gert þriggja ára þjónustusamning við AE Starfsendurhæfingu um starfs- og atvinnulega endurhæfingu fyrir einstaklinga með geðraskanir og þá sem misst hafa hlutverk í samfélaginu. Markmiðið er að efla virkni og þátttöku þessara einstaklinga í atvinnulífinu. 31.5.2007 10:22
Ísland tekur þátt í evrópsku MS verkefni Ísland er eitt af sex ríkjum sem hefur verið valið til þátttöku í sam-evrópsku rannóknarverkefni á MS sjúkdóminum. Markmiðið er að skapa samhæfðan meðferðar- og þjónustustaðal fyrir MS fólk um gjörvalla Evrópu en verkefnið hófst formlega í dag. 31.5.2007 10:10
Undir áhrifum eiturlyfjakokkteils Lögreglan á Akranesi stöðvaði í gærkvöld karlmann á leið til bæjarins með nokkurt magn eiturlyfja og lyfja í fórum sínum. Lögreglan fékk tilkynningu um einkennilegt aksturslag mannsins í Hvalfjarðargöngunum og ók því til móts við hann. 31.5.2007 10:10
Flaug í 9 tíma með slasaða farþega Japanska samgönguráðuneytið hefur fyrirskipað rannsókn á því af hverju breiðþotu hollenska flugfélagsins KLM var ekki snúið við eftir að níu farþegar slösuðust í mikilli ókyrrð. Fimm þeirra voru fluttir á sjúkrahús eftir að vélin lenti í Osaka. 31.5.2007 10:02
Norskar konur drykkfelldari en aðrar Norskar konur eru drykkfelldari en aðrar konur á Vesturlöndum. Þar er meðal annars kennt um að jafnrétti hefur aukist milli karla og kvenna í Noregi, og norskar konur taka nú meiri þátt í atvinnulífinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu norsku lýðheilsustöðvarinnar. 31.5.2007 09:51
Sakir bornar af Sadr Aðstoðarmaður shía klerksins Moqtada Sadr segir að menn hanns séu ekki viðriðnir rán á fimm Bretum í Sadr borg í gær. Utanríkisráðherra Íraks hafði áður sagt að hann teldi að Mehdi herinn hefði staðið á bakvið mannránin. 30.5.2007 23:53
Fimm hermenn létust þegar þyrla var skotin niður Fimm bandarískir hermenn létust í dag í Afganistan þegar þyrla sem þeir voru um borð í var skotin niður. Talíbanar hafa lýst árásinni á hendur sér. 30.5.2007 23:28
Heiligendamm breytt í fangelsi Gríðarleg öryggisgæsla er nú í þýska sumardvalarstaðnum Heiligendamm. Þar fer nú fram fundur átta helstu iðnríkja heims en mikil mótmæli hafa ávallt fylgt fundum sem þessum. 30.5.2007 22:51
Sérstakur dómstóll fjalli um morðið á Hariri Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld að settur verði á laggirnar alþjóðlegur dómstóll sem á að rétta yfir sakborningum vegna morðsins á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. 30.5.2007 22:16
Íslensku menntaverðlaunin afhent Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson veitti í kvöld Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn í Ingunnarskóla í Reykjavík. 30.5.2007 21:55
Aðalfundur SÁÁ kaus nýja stjórn Á aðalfundi SÁÁ í kvöld var Þórarinn Tyrfingsson endurkjörinn stjórnarformaður samtakanna. Þórarinn gegnir einnig stöðu yfirlæknis þeirra sjúkrastofnana sem samtökin reka. Pétur Blöndal hefur gert athugasemdir við þessa stöðu mála og hann segist hissa á því að breytingar hafi ekki verið gerðar. 30.5.2007 21:37
Banvæn vanskil Ógreiddir orkureikningar urðu til þess að slökkt var á öndunarvél nýsjálenskrar konu í vikunni með þeim afleiðingum að hún andaðist. Konan hafði verið rúmliggjandi á heimili sínu frá því í febrúar vegna hjarta- og lungnasjúkdóma. Vegna veikindanna hafði safnast um tíu þúsund króna skuld hjá orkuveitu í borginni Auckland 30.5.2007 20:30
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir er látin Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir lést í dag á Líknardeild Landsspítalans. Ásta vakti mikla athygli fyrir hetjulega baráttu sína við krabbamein, en hún hélt úti bloggsíðu þar sem hún fjallaði á opinskáan hátt um glímuna við sjúkdóminn. Hún var útnefnd Íslendingur ársins 2006 af tímaritinu Ísafold, meðal annars fyrir að opna umræðuna um þennan banvæna sjúkdóm sem þúsundir glíma við. 30.5.2007 20:26
Áfengisauglýsingar á netsíðum unglinga Áfengisauglýsingar á netinu verða sífellt fyrirferðameiri á netsíðum unglinga, þrátt fyrir blátt bann við slíkum auglýsingum hér á landi. Auglýsingarnar hvetja til drykkju unglinga og eru oftast kvenfjandsamlegar. Þetta kom fram á fundi í Neskirkju í dag um netið og siðferði. 30.5.2007 20:15
Samfylkingin eyddi mestu, VG minnstu Samfylkingin eyddi mestu fé í auglýsingar fyrir síðustu Alþingiskosningar eða rúmum tuttugu og sjö milljónum króna. Framsóknarflokkurinn kemur þar næst á eftir. Minnstu fé eyddi Vinstri hreyfingin Grænt framboð eða rúmri sautján og hálfri milljón. Þetta má lesa úr nýrri samantekt sem Capacent Gallup birti í dag. 30.5.2007 19:55
Át hund í mótmælaskyni Nýjasti gjörningur breska listamannsins Mark McGowans hefur vakið upp hörð viðbrögð í heimalandi hans. Hann snæddi hund af eftirlætiskyni Elísabetar Bretadrottningar í mótmælaskyni við refaveiðar eiginmanns hennar. 30.5.2007 19:45
Blés lífi í tveggja ára stelpu Litlu munaði að tveggja ára telpa drukknaði í sundlauginni að Lágafelli í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Sundlaugarvörður blés í hana lífi eftir að hún hafði verið dregin meðvitundarlaus upp úr lauginni þar sem hún kom niður úr rennibraut. 30.5.2007 19:44
Chavez hótar Globovision Hugo Chavez, forseti Venesúela, hótaði í gær að loka annarri sjónvarpsstöð sem gagnrýnt hefur störf hans. Fjórða daginn í röð kom til átaka á milli lögreglu og fólks sem mótmælti lokun RCTV-sjónvarpsstöðvarinnar í síðustu viku. 30.5.2007 19:15
Meðlagsgreiðendur búsettir erlendis skulda rúmlega 3 milljarða króna Foreldrar búsettir erlendis skulda Innheimtustofnun sveitarfélaga rúmlega þrjá milljarða íslenskra króna í meðlög. Þeir eru rúmlega sautján hundruð talsins og búsettir í 87 löndum, hlutfallslega flestir búa í Danmörku og Bandaríkjunum. 30.5.2007 19:02
EFTA dómstóll leyfir auglýsingabann á netspilavítum Með dómi EFTA dómstólsins er ríkisvaldinu óheimilt að beita markaðshindunum með einkaleyfum í peningahappdrættum, lottói og spilakössum nema með þau skýru markmið að draga úr spilafíkn. Páll Hreinsson, lagaprófessor og stjórnarmaður í Happadrætti Háskólans telur ekki að þessi dómur hrófli við núverandi skipan. Aftur á móti vekji athygli að dómurinn heimili ríkinu að banna auglýsingar á peningaspili á netinu. 30.5.2007 18:59
Páfinn bað fyrir Madeleine 27 dagar eru liðnir síðan bresku telpunni Madeleine McCann var rænt af hótelherbergi í Portúgal og enn hefur ekkert til hennar spurst. Foreldrar Madeleine hittu Benedikt páfa sextánda í Róm í dag. Hann blessaði mynd af dóttur þeirra og bað fyrir fjölskyldu 30.5.2007 18:58
Reyk lagði yfir Seláshverfi Mikinn reyk lagði yfir íbúahverfi í Selási í Reykjavík í dag frá sinueldi á bökkum Elliðaánna. Eldurinn logaði skammt norðan hesthúsahverfisins í Víðidal. Það tók slökkvilið um 45 mínútur að slökkva bálið en eftir situr svartur gróður og eyðilagt fuglavarp á svæðinu en þarna verpa margar tegundir mófugla. 30.5.2007 18:55
Álversáhugi í Ölfusi Bæjaryfirvöld Þorlákshafnar eru mjög jákvæð gagnvart því að fá til sín nýtt álver Alcan. Fulltrúar Alcan voru í Þorlákshöfn í gær og ræddu möguleika þess að reisa 280 þúsund tonna álver á staðnum. Forgangur Alcan að orku hjá Landsvirkjun, sem tryggð var vegna stækkunarhugmynda í Straumsvík, rennur úr gildi eftir mánuð. 30.5.2007 18:54
Fyrrverandi forsætisráðherra Tælands bannað að taka þátt í stjórnmálum Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra í Tælandi fær ekki að taka þátt í stjórnmálum landsins næstu fimm árin. 110 aðrir háttsettir menn úr sama flokki fengu sama dóm nú fyrir stundu. 30.5.2007 18:24
Sigrún ekki vanhæf Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu olíufélagana þriggja, Kers, Olíuverslunar Íslands og Skeljungs þess efnis að skipaður dómari í máli félaganna gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu, Sigrún Guðmundsdóttir, víki sæti vegna vanhæfis. 30.5.2007 17:57
Hæstiréttur snýr við úrskurði héraðsdóms Hæstiréttur féllst í dag á kröfu Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að maður skyldi sæta gæsluvarðhaldi fyrir rán og ölvunarakstur til 25. júní. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður synjað sömu kröfu. 30.5.2007 17:37
Putin sýnir klærnar Rússneski ríkissaksóknarinn hefur sent helsta stjórnarandstöðuflokki landsins opinbera viðvörun vegna þess sem kallað er öfga-aðgerðir. Þessar öfga-aðgerðir felast í því að Yablonko flokkurinn hjálpaði þekktum pólitískum fréttaskýranda að gefa út bók þar sem Vladimir Putin forseti er harðlega gagnrýndur. 30.5.2007 16:51