Innlent

Leðurblaka flögrar um í vörugeymslu Byko

Lifandi leðurblöku er nú leitað logandi ljósi í vörugeymslu Byko í Kjalarvogi í Reykjavík. Starfsmenn fyrirtækisins urðu varir við hana á gólfi vörugeymslunnar fyrir tveimur dögum.

Í fyrstu virtist hún dauð en þegar þeir nálguðust hana flaug hún upp í rjáfur vöruhússins og hefur ekki sést síðan. Svo virðist sem leðurblakan hafi komið til landsins í vörugámi og láti nú fara vel um sig innan timbur og aðrar vörur.

Leðurblökur sofa venjulega á daginn og fara á stjá þegar dimma tekur, en það getur verið erfitt fyrir leðurblökur þar sem bjart er nær allan sólarhringinn hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×