Innlent

Reykingabann tekur gildi á miðnætti

Reykingabann á öllum veitinga-og skemmtistöðum landsins tekur gildi á miðnætti. Ekki verður heimilt að reykja á sérstökum reyksvæðum innandyra en leyfilegt verður setja upp reykskýli utandyra.  Ölstofa Kormáks og Skjaldar hyggst höfða mál gegn ríkinu ef ekki fæst undanþága frá lögum til að setja upp sérstakt reykrými á staðnum.

Á miðnætti taka í gildi lögin sem banna reykingar á öllum veitinga-og skemmtistöðum og í öllum opinberum byggingum. Þótt bannið taki gildi á miðnætti verða leyfðar reykingar á nær flestum veitinga og skemmtistöðum sem fréttastofa talaði við í dag þangað til þeir loka klukkan eitt í nótt. Frá og með morgundeginum verður því reyklaust á öllum stöðum. En eigendur Ölstofunnar eru ósáttir við bannið.  Erlendur Þór Gunnarsson, lögmaður Ölstofunnar segir að þeir  telji að með undantekningalausu reykingabanni á skemmtistöðum sé verið brjóta meðalhófsreglu. Þeir vilji fá undanþágu frá lögum til að setja upp sérstakt loftræst reykrými inni á staðnum. Reynt verði á það hvort nýr heilbrigðisráðherra sættist á undanþágu en nái það ekki fram að ganga verði höfðað mál gegn ríkinu. En flestir sem fréttastofa talaði við í dag virðast sáttir við reykingabannið.    




Fleiri fréttir

Sjá meira


×