Innlent

Karl og kona flutt alvarlega slösuð með þyrlu eftir umferðarslys á Suðurlandsvegi

Karl og kona voru flutt alvarlega slösuð með þyrlu til Reykjavíkur á fimmta tímanum í dag. Þau eru nú á gjörgæslu en ekki hefur verið greint frá líðan þeirra. Slysið átti sér stað á Suðurlandsvegi til móts við bæinn Langsstaði. Fólkið var saman í öðrum bílnum og auk þeirra var kornabarn um borð. Það slapp ómeitt.

Ökumaður hins bílsins er einnig ómeiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×