Innlent

Sturla hefði viljað sitja áfram sem ráðherra

Sturla Böðvarsson sem hverfur úr samgönguráðuneytinu og sest í stól forseta Alþingis segist hafa viljað vera ráðherra áfram í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar en þetta hafi verið niðurstaðan í flokknum.

Hann sagði það heiður að fá að setjast í stól forseta Alþingi og að hann væri spenntur að takast á við það verkefni. Það að vera forseti Alþingis sé mjög merkilegt embætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×