Fleiri fréttir

Senda út í breiðsniði

Allt sjónvarpsefni 365 miðla mun innan skamms verða sent út í breiðsniði en rúmlega helmingur sjónvarpstækja á heimilum landisns eru með þessu sniði en brátt munu gömlu túbusjónvörpin heyra sögunni til. Allt innlent efni sem framleitt er fyrir 365 er nú þegar sent út með þessu sniði.

Milljarða svindl í kvótakerfinu

Svindl upp á þúsundir tonna og milljarða króna viðgengst í sjávarútvegi. Þetta leiðir rannsókn fréttaskýringaþáttarins Kompáss í ljós sem sýndur verður í kvöld. Sjávarútvegsráðherra telur að um óstaðfestar ýkjusögur sé að ræða. Fiskistofustjóri staðfestir svindlið en segir fráleitt að kenna kvótakerfinu um.

Forsetinn fluttur með þyrlu á Landspítala

Forseti Íslands var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi vegna veikinda. Hann gengst nú undir rannsóknir en ekki er talið að veikindi hans séu alvarleg.

Búið að finna flak farþegaflugvélarinnar

Búið er að finna flak farþegaflugvélar sem hrapaði í skóglendi í Kamerún í gær. Ríkisútvarpsstöð í Kamerún greindi frá því fyrr í dag að vélin hefði fundist nærri bænum Mvengue.

Nicolas Sarkozy verður næsti forseti Frakklands

Nicolas Sarkozy er sigurvegari frönsku forsetakosninganna með 53 prósent atkvæða þegar þrír fjórðu hlutar atkvæða hafði verið taldir. Sósíalistinn Segolene Royal og stuðningsmenn hennar viðurkenndu ósigur, og þökkuðu um leið fyrir stuðning sautján milljóna frakka.

Kona slasast á fæti í Botnssúlum

Undanfarar björgunarsveitanna af höfuðborgarsvæðinu og af Akranesi voru kallaðir út kl 14.30 vegna konu sem slasaðist á fæti í Botnsúlum. Einnig voru kallaðir út sjúkraflutningamenn frá Akranesi svo og þyrla landhelgisgæslunnar.

Sarkozy líklegur sigurvegari frönsku forsetakosninganna

Nicolas Sarkozy verður nýr forseti Frakklands samkvæmt útgönguspám sem birtust í Belgískum og Svissneskum fjölmiðlum. Samkvæmt spánum hlyti Sarkozy rúm 54 prósent atkvæða, en keppinautur hans Segolene Royal 45,5 prósent. Um fimm að staðartíma, þremur tímum áður en kjörstaðir loka höfðu rúm 75 prósent kosið.

Varað við ofsaroki

Lögreglan varar við ofsaroki við Breiðavað rétt austan við Blönduós. Rokið virðist staðbundið en vindhraði er um 20 metrar á sekúndu. Þegar eru tveir bílar farnir útaf og mælir lögregla með því að fólk með hjólhýsi í eftirdragi bíði af sér rokið.

Veikindi forsetans ekki talin alvarleg

Ekki er talið að veikindi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, séu alvarleg og að hann verði útskrifaður af spítalanum á morgun. Forsetinn var fluttur á Landspítala-háskólasjúkrahús í dag með þyrlu Landhelgisgæslunnar og lenti þar á fjórða tímanum.

Tengivagn á ferð

Bremsur tengivagns sem geymdur var á athafnasvæði Vörumiðlunar á Blönduósi bilaði í dag með þeim afleiðingum að vagninn rann gegnum plan bensínstöðvar N1 áður en hann staðnæmdist á bifreiðaverkstæði sem verið er að breyta í veitingahús. Þrátt fyrir að vagninn, sem var með 6 tonn af salti innanborðs hafi strokist við bíla sem verið var að dæla bensíni á, urðu engin slys á fólki.

Forsetinn viðstaddur opnun Vatnasafnsins

Forseti Íslands var í gær viðstaddur opnun Vatnasafnsins í Stykkishólmi, en það er sköpunarverk Roni Horn. Fjölmargir erlendir og innlendir aðilar hafa stutt stofnun Vatnasafnsins þar sem listakonan tvinnar íslenska náttúru, byggingarlist og menningu saman við listræna sýn sína. Eftir opnunina sat forsetinn kvöldverð í bopi Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra Kaupþings, en hann er öflugur styrktaraðili Vatnasafnsins.

Forsetinn fluttur á spítala

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson var sóttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Búðir á Snæfellsnesi á fjórða tímanum og fluttur á spítala vegna veikinda. Forsetinn er nú í rannsóknum á Landspítala-háskólasjúkrahúsi í Fossvogi.

Sýningin um Surtsey opnuð í þjóðmenningarhúsinu

Sýningin ,,Surtsey - jörð úr ægi" verður opnuð kl. 16.00 í Þjóðmenningarhúsinu. Í fréttatilkynningu frá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem stendur fyrir sýningunni, er henni lýst sem ,,tilkomumikilli og hátæknivæddri margmiðlunarsýningu sem rekur myndunar- og þróunarsögu Surtseyjar frá upphafi goss 1963 fram til okkar daga, og spáir fyrir um mótun eyjarinnar og þróun lífríkis hennar næstu 120 árin"

Brennuvargurinn ófundinn

Brennuvargur, sem er grunaður um að hafa kveikt í íbúðarhúsi á Akureyri undir morgun og í ruslagmámum í miðbænum, er enn ófundinn. Að sögn lögreglu fyrir stundu, hefur engin verið yfirheyrður og engar vísbendingar hafa fengist um hver hinn grunaði kann að vera. Nokkrar manneskjur voru inni í húsinu, sem hann kveikti í, en sluppu allar út ómeiddar. Húsið er stórskemmt.

Veiða hrefnu fyrir innanlandsmarkað

Hrefnuveiðibáturinn Halldór Sigurðsson ÍS hélt í sína fyrstu veiðiferð frá Bolungarvík í morgun. Hrefnubátarnir mega veiða samtals 74 hrefnur á þessari vertíð, bæði í atvinnuskyni og í vísindaskyni.Veiða má 38 hrefnur í atvinnuskyni og 36 í vísindaskyni og hefst vertíðin á vísindaveiðum. Þetta er ekki nema brot af því sem Hafrannsóknastofnun telur óhætt að veiða úr stofninum á ári, en það eru á bilinu 200 til 400 hrefnur. Allt kjötið af þessari vertíð á að fara á innanlandsmarkað.

Páfagauk bjargað úr lífsháska

Slökkviliðsmenn á Akureyri björguðu í nótt páfagauki úr bráðri hættu eftir að hillusamstæða hafði hrunið niður á gólf í fjölbýlishúsi í bænum og páfagaukurinn orðið undir henni. Húsráðandi taldi að gaukurinn væri lifandi í rústunum, en réði ekki einn við að reisa hana við. Slökkviliðsmen fóru að öllu með gát og viti menn, gaukurinn kom í ljós heill á húfi, en hillusamstæðan er hinsvegar talsvert löskuð

X hvað?

Fyrir þá sem eru í vafa um hvað þeir eigi að kjósa næstkomandi laugardag er hjálp á næsta leiti. Nemendur við viðskiptaháskólann á Bifröst hafa sett saman gagnvirka stjórnmálakönnun sem segir fólki hvaða stjórnmálaflokkur samræmist skoðunum þeirra mest.

Vatnsmýrin metin út frá tímasparnaði við þéttingu byggðar

Verðmæti Vatnsmýrar var ekki metið út frá markaðsverði lóða, í skýrslu flugvallarnefndar, heldur út frá tímasparnaði sem fæst við þéttingu byggðar. Engu að síður fékkst út tugmilljarða ábati við það að leggja af Reykjavíkurflugvöll.

Þriggja ára bresk stúlka numin á brott á Portúgal

Ekkert hefur spurst til þriggja ára breskrar stúlku sem talið er að numin hafi verið á brott úr herbergi á Portúgal þar sem hún svaf ásamt tveimur systkinum sínum. Stúlkan var ásamt foreldrum sínum í sumarfríi á Algarve.

Síðari umferð frönsku forsetakosninganna hafin

Síðari umferð frönsku forsetakosninganna hófst í morgun þar sem flest bendir til að Nicolas Sarkozy muni sigra Segolene Royal nokkuð örugglega. Mikill viðbúnaður er í landinu því óttast er að óeirðir muni blossa upp sigri Sarkozy.

Nýjustu Ísfirðingarnir á vefnum

Fæðingardeild fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði hefur sett upp nýburasíðu, þar sem hún birtir upplýsingar um börn sem fæðast á deildinni.

Megrunarlaus í einn dag

Megrunarlausi dagurinn er í dag en hann er alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskun og fordómum í garð feitra. Dagurinn hefur verið haldinn víða um heim frá árinu 1992 til þess að vekja athygli á þjáningum sem hljótast af þráhyggju um grannan vöxt og almennri andúð á fitu. Þetta er í annað sinn sem Megarunarlausi dagurinn er haldinn hátíðlegur hér á landi.

Vilja fleiri göng á Vestfirði

Landvernd mælir með því að við vegagerð á Vestfjörðum verði í ríkari mæli horft til jarðganga sem valkosts. Þetta kom fram í ályktun á aðalfundi samtakanna í gær. Samtökin segja að með jarðgöngum á milli fjarðarbotna mætti víða stytta vegalengdir og bæta umferðaröryggi ásamt því að koma í veg fyrir óþarfa umhverfisrask.

Enn leitað að farþegaflugvélinni í Kamerún

Björgunarsveitir leita enn farþegaflugvélar sem talið er að hafi farist í Kamerún í gær. Eitt hundrað og fjórtán manns voru um borð í vélinni, sem hefur þrátt fyrir mikla leit hefur ekki enn tekist að finna.

Snjóél á Egilsstöðum

Vorið virðist hafa seinkað komu sinni, en frost á láglendi fór niður í tæpar þrjár gráður í nótt. Þá voru snjóél á Egilsstöðum klukkan níu í morgun. Frost var rúm ein gráða á Mývatni, tvær á Staðarhóli og tvær og hálf gráða á Reykjum í Hrútafirði. Aðeins er rúm vika síðan hitamet var slegið á Akureyri, en þá mældist hitinn þar 22,6 gráður

Síðari umferð forsetakjörs í Frakklandi hafin

Síðari umferð forsetakjörs í Frakklandi hófst í morgun. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sex að íslenskum tíma. Síðustu skoðanakannanir sem birtar voru benda til þess að Nicholas Sarkozy verði hlutskarpari en keppinautur hans Segolene Royal.

Bær í Kansas rústir einar eftir hvirfilbyl

Björgunarsveitir leita nú eftirlifenda í bænum Greensburg í Kansas fylki í Bandaríkjunum eftir að hvirfilbylur lagði bæinn í eyði í dag. Níu manns létu lífið í veðurhamnum, þar af átta í Greensburg.

Eiginkonan til sölu fyrir fimmtíu dali

Stjórnvöld í Brasilíu hafa skipað uppboðsvef þar í landi að fjarlægja auglýsingu þar sem maður að nafni Breno býður 35 ára gamla eiginkonu sína til sölu fyrir fimmtíu Bandaríkjadali, eða sem nemur um þrjúþúsund og tvöhundruð krónum. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Skipstjóraskóli fyrir stórskip heimshafanna verði á Akureyri

Forstjóri Samherja hvetur til þess að Íslendingar mennti þúsundir manna til að stýra stærstu skipum heimshafanna. Hann vill að komið verði á fót slíkum skipstjórnarskóla stórskipa í samstarfi Háskólans á Akureyri og útgerða við Eyjafjörð.

Hætta á eldgosum á Reykjanesi kallar á varaflugvöll sunnanlands

Flugvallarnefnd telur að ef Reykjavíkurflugvelli verði lokað og innanlandsflugið flutt til Keflavíkur þurfi samhliða að byggja upp nýjan varaflugvöll á Bakka í Landeyjum, meðal annars vegna hættu á eldgosum á Reykjanesskaga. Allt að tíu prósenta líkur eru taldar á eldgosi þar á næstu fimmtíu árum.

Frambjóðendur hafast misjafnt við

Nú þegar ein vika er til kosninga keppast frambjóðendur við að koma sér og málefnum sínum á framfæri. Í dag bauð Frjálslyndi flokkurinn gestum og gangandi upp á grillaðan fisk hjá Sægreifanum við smábátahöfnina í Reykjavík og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra setti sýninguna Veiði í Smáralind.

Rannsókn á klámsíðu komin skammt á veg

Rannsókn lögreglu á íslenskri klámsíðu sem lokað var í fyrradag er skammt á veg komin. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem lögreglan rannsakar klámsíðu af þessu tagi sem vistuð er hér á landi.

Bæjarstjóri lofar að aðstoða MND sjúkling

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs segir bæjarfélagið vinna að því fullum fetum að finna lausn á vanda Óskars Óskarssonar sem hefur búið á Landspítalanum frá því síðast liðið haust. Mun dýrara er að vista manninn á taugalækningadeild en að hann fái heimahjúkrun.

Gagnrýna sölu sveitarfélaga í orkufyrirtækjum

Andstæðingar sjálfstæðismanna í sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu gagnrýna þá harðlega fyrir sölu á hlut þeirra í orkufyrirtækjum. Mun meira hefði verið hægt að fá fyrir þessa hluti nú. Minnihluti borgarstjórnar var afar ósáttur við ákvörðun sjálfstæðismanna í haust um sölu á ráðandi hlut borgarinnar í Landsvirkjun.

Aukið samstarf við Bandaríkin verði Sarkozy forseti

Frakkar velja sér nýjan forseta á morgun eftir tólf ára setu Jacques Chirac í embætti. Síðustu kannanir sýna að Nicolas Sarkozy hafi forskot á keppninaut sinn Segolene Royal. Búast má við auknu samstarfi milli Frakklands og Bandaríkjanna verði Sarkozy fyrir valinu.

Kröftugur skýstrókur varð sjö manns að bana

Kröftugur skýstrókur varð sjö manns að bana þegar hann gekk yfir Kansasfylki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skýstrókar, mikil rigning og sterkir vindar hafa gengu yfir miðvesturhluta Bandaríkjanna í gær og í dag.

Aðstæður til leitar erfiðar

Óttast er um afdrif rúmlega eitthundrað farþega sem voru um borð í flugvél sem hrapaði í Kamerún í morgun. Aðstæður til leitar eru erfiðar og ekki hefur enn tekist að finna flugvélina.

Þúsundir gætu krafist ríkisborgararéttar

Doktor í Evrópurétti spyr hvort allsherjarnefnd Alþingis hafi sett fordæmi með því að veita stúlku frá Guatemala ríkisborgararétt. Þúsundir útlendinga á Íslandi gætu sótt um á sama grundvelli, enda er mismunun ekki heimil samkvæmt íslenskum lögum.

Ekkert Hilton fyrir Paris

Hótelkeðjuerfinginn Paris Hilton gæti þurft að temja sér nýjan lífsstíl, í það minnsta í þá 45 daga sem hún mun dvelja í Century héraðsfangelsinu, litlu kvennafangelsi nálægt Lynwood í Los Angeles sýslu.

Samkomulag um tannlæknaþjónustu barna undirritað

Samkomulag um fyrirkomulag tannlæknaþjónustu þriggja og tólf ára barna var undirritað í morgun. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis og tryggingamálaráðherra fagnar samkomulaginu og segir tímasetninguna ekki tengjast Alþingiskosningunum eftir viku.

Rússibani lenti á öryggishliði

Að minnsta kosti einn lét lífið og tuttugu einn slasaðist þegar rússibani lenti á öryggishliði í skemmtigarði í vesturhluta Japan í morgun. Talið er að rússibaninn hafi verið sjötíu og fimm kílómetra hraða þegar slysið varð.

Björn braggast

Heilsa Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra er nokkuð góð að hans mati en hann gekkst undir brjótsholsaðgerð fyrir rúmum þremur vikum. Hann býst við því að heilsa hans verði betri en áður þar sem nú sé búið að komast fyrir það sem hrjáði hann.

Paris Hilton á að hefja afplánum 5. júní

Paris Hilton var í gær dæmd til fjörutíu og fimm daga fangelsisvistar í Los Angeles fyrir að hunsa skilorðsbundinn dóm sem hún hlaut fyrir ölvunarakstur. Samkvæmt dómnum á hún að hefja afplánun eftir mánuð.

Sjá næstu 50 fréttir