Innlent

Veikindi forsetans ekki talin alvarleg

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson.

Ekki er talið að veikindi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, séu alvarleg og líklegt að hann verði útskrifaður af spítalanum á morgun. Forsetinn var fluttur á Landspítala-háskólasjúkrahús í dag með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem lenti þar á fjórða tímanum.

Örnólfur Thorsson, forsetaritari, segir það hafa verið mat lækna sem skoðuðu forsetann á Búðum að rétt væri að færa hann til rannsóknar á Landspítala-háskólasjúkrahús. Forsetinn sýndi ákveðin þreytueinkenni sem má rekja til mikillar vinnu. Hann var rannsakaður á spítalanum en rannsóknir hafa ekki sýnt neitt alvarlegt. Gert er ráð fyrir að hann verði þar til morguns. Örnólfur segir að forsetinn hafi verið heilsuhraustur undanfarið og ekki kennt sér neins meins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×