Innlent

Tengivagn á ferð

Bremsur tengivagns sem geymdur var á athafnasvæði Vörumiðlunar á Blönduósi bilaði í dag með þeim afleiðingum að vagninn rann gegnum plan bensínstöðvar N1 áður en hann staðnæmdist á bifreiðaverkstæði sem verið er að breyta í veitingahús. Þrátt fyrir að vagninn, sem var með 6 tonn af salti innanborðs hafi strokist við bíla sem verið var að dæla bensíni á, urðu engin slys á fólki.

Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem tengivagn frá fyrirtækinu fer í sjálfstæða ferð af þessu tagi, en í fyrra skiptið hafnaði hann á skálanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×