Fleiri fréttir Niðurstaðan mikil vonbrigði Baldur Baldursson hjá Hag Hafnarfjarðar, sem studdi stækkun álversins í Straumsvík, sagði niðurstöðuna í kvöld mikil vonbrigði og að stuðningsmenn Hags væru mjög ósáttir. 31.3.2007 23:46 Stór og erfið ákvörðun fyrir Hafnfirðinga „Við erum bara mjög ánægð,“ sagði Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumi, eftir að ljóst varð að Hafnfirðingar hefðu hafnað stækkun álversins í Straumsvík. 31.3.2007 23:13 Sjálfsagt að skoða kröfur um endurtalningu Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir sjálfsagt að skoða kröfur um endurtalningu í atkvæðagreiðslunni um stækkun álversins í Straumsvík en innan við prósenti munaði á fylkingum. 50,3 prósent voru andvíg stækkuninni en 49,7 prósent voru hlynnt henni. 31.3.2007 23:02 Farið verður að vilja bæjarbúa Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sagði í viðtali á vef Ríkisútvarpsins að það væri ekki bæjarfulltrúa að taka afstöðu í málinu aðspurður um þær fullyrðingar um að bæjarfulltrúar hefðu átt að skýra frá afstöðu sinni. 31.3.2007 22:36 Baráttan hafi á vissan hátt verið ósanngjörn Rannveig Rist, forstjóri Alcan, sagði þegar nýjustu tölur voru ljósar, þar sem meirihluti Hafnfirðinga er enn á mót stækkun álversins, að hún væri ekki búin að gefa upp alla von. Eftir ætti að telja utankjörfundaratkvæði og staðan gæti því breyst. 31.3.2007 22:12 Andstæðingar álvers enn með forystuna Andstæðingar stækkunar álvers Alcan í Straumsvík hafa enn forystu eftir að öll atkvæði fyrir utan utankjörfundaratkvæði hafa verið talin eða 11.569. Aðrar tölur voru lesnar upp rétt í þessu. Alls eru 5860 andvíg stækkun álversins en 5638 með stækkuninni en 71 atkvæði var autt og ógilt. 31.3.2007 21:34 Skemmd í skögultönninni Fíllinn Tanni, sem á heima í dýragarðinum í Portland í Oregon í Bandaríkjunum, á óskemmtilegan dag í vændum. Á morgun fer hann í heimsókn til tannlæknisins til að láta gera við aðra skögultönnina en hún hefur beðið viðgerðar í heil fjórtán ár. 31.3.2007 21:00 Scotland Yard aðstoðar við rannsókn á dauða Woolmers Breska lögreglan Scotland Yard hyggst senda þrjár lögreglumenn til Jamaíku til að hjálpa til við rannsókn morðsins á Bob Woolmer, fyrrverandi þjálfara pakistanska landsliðsins í krikket. Lögreglan á Jamaíku óskaði eftir aðstoðinni. 31.3.2007 20:52 Lifði af fall af níundu hæð Það þykir ganga kraftaverki næst að fimm ára gamall drengur komst lífs af þegar hann féll út um glugga af níundu hæð fjölbýlishúss í Hamilton í Ontario-fylki í Kanada. 31.3.2007 20:30 Næstu tölur lesnar upp klukkan 21.30 Búist er við að næstu tölur í atkvæðagreiðslunni í Hafnarfirði um stækkun álversins í Straumsvík verði lesnar upp klukkan 21.30 en atkvæðin eru talin í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Bein útsending verður á Vísi með viðtölum við fulltrúa andstæðra fylkinga. 31.3.2007 20:18 Treystir sért ekki til að spá fyrir um úrslitin Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumi sem barðist gegn stækkun álversins í Straumsvík, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar fyrstu tölur lágu fyrir að við þessar aðstæður væri hægt að fagna frábærri kjörsókn hjá Hafnfirðingum. Hann treysti sér hins vegar ekki til að spá fyrir um hvort andstæðingar álversins myndu halda forystu sinni til enda. 31.3.2007 20:14 Féll niður af gámi um borð í skipi Karlmaður brotnaði á nokkrum stöðum þegar hann féll niður af gámi um borð í skipinu Kársnesi í Hafnarfjarðarhöfn á sjöunda tímanum í kvöld. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild slasaðist maðurinn ekki alvarlega en hann virðist hafa borið hendurnar fyrir sig þegar hann lenti. 31.3.2007 20:09 Kosningin er sigur fyrir lýðræðið Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, fagnaði því hversu góð þátttaka var í kosningunni og sagði hana sigur fyrir lýðræðið. Spurður hvort hann vildi gefa upp hvort hann hefði kosið með eða á móti álverinu sagði Lúðvík að hann hefði kosið rétt, annað vissi hann ekki. 31.3.2007 19:56 Hefur ekki gefið upp vonina Rannveig Rist, forstjóri Alcan, sagði á Stöð 2 eftir að fyrstu tölur í atkvæðagreiðslunni í Hafnarfirði urðu ljósar að ef þetta yrðu úrslitin yrði verksmiðjunni líklega lokað, hún myndi daga uppi eins og náttröll ef hún yrði ekki stækkuð. Hún sagðist þó ekki hafa gefið upp von enda munurinn á fylkingunum lítill. 31.3.2007 19:42 Íhuga á breytingar á lögum um friðhelgi einkalífsins Bogi Nilsson, ríkissaksóknari, segir menn þurfa að hugleiða það hvort ekki sé kominn tími til að endurskoða þann hluta almennra hegningarlaga sem lýtur að friðhelgi einkalífsins. Þetta segir hann í kjölfar þess að maður var sýknaður í héraðsdómi fyrir heimildarlausa myndatöku af naktri stúlku. 31.3.2007 19:30 Flugstöð við Húsavík til sölu á spottprís Flugstöðin á Húsavíkurflugvelli er til sölu fyrir spottprís. Heimamenn vilja verja mannvirkið og eru mjög ósáttir. 31.3.2007 19:30 Refsingum hótað Íranar láta að því liggja að bresku sjóliðarnir fimmtán, sem handteknir voru á dögunum, verði ákærðir og þeim refsað fyrir landhelgisbrot. Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, kveðst áhyggjufull yfir stefnu íranskra stjórnvalda í málinu en hún sendi þeim opinbert svarbréf vegna þess í dag. 31.3.2007 19:30 Útlit fyrir að seinkun verði á endanlegum tölum Útlit er fyrir að úrslit í atkvæðagreiðslunni um stækkun álvers Alcan liggi ekki fyrir fyrr en á ellefta tímanum í kvöld eftir því sem greint var frá í fréttum Sjónvarpsins fyrir stundu. 31.3.2007 19:28 Andstæðingar með nauma forystu eftir fyrstu tölur Þeir sem vilja að álver Alcan í Straumsvík verði ekki stækkað hafa forystu samkvæmt fyrstu tölum úr atkvæðagreiðslu um stækkunina sem fram fór í Hafnarfirði í dag. Búið er að telja 5950 atkvæði af 12.752 og eru 3000 andvígir stækkun álversins en 2950 með henni. 31.3.2007 19:08 Samkomulag um vörn gegn kynferðisglæpum gegn börnum Samkomulag hefur náðst, innan Evrópuráðsins, um tillögu að bindandi samningi um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi en fastlega er búist við að samningurinn verði fullgildur hér á landi síðar á þessu ári. Það kallar á lagabreytingar, segir forstjóri Barnaverndarstofu, meðal annars um skilgreingu á kynferðisofbeldi gegn börnum sem og heimildir lögreglu til notkunar tálbeitu. 31.3.2007 19:00 Toghleri klemmdist milli skips og ísjaka Minnstu munaði að illa færi þegar sjór flæddi inn í togara, þegar hann var að veiðum í hafís við Austur-Grænland í vikunni. Toghleri togarans, sem er grænlenskur og heitir Ocean Tiger, klemmdist á milli skipsins og ísjaka og rifnaði stórt gat á skutinn undan þrýstingnum. 31.3.2007 18:55 Saka samkeppnisyfirvöld um seinlæti Stofnendur Iceland Express saka samkeppnisyfirvöld um að hafa með seinlæti sínu gert Icelandair kleift að knésetja sig og neytt stofnendur til að selja félagið langt undir raunverði. 31.3.2007 18:38 Bresk stjórnvöld fóru ekki löglega og rökrétta leið Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði í dag að bresk yfirvöld hefðu ekki valið löglega og rökrétta leið til þess að fá lausa 15 sjóliða sem handteknir voru úti fyrir ströndum Íraks í síðustu viku. 31.3.2007 18:34 Segir Hafnfirðinga munu una úrslitum kosninganna Hafnfirðingar kjósa í dag um stækkun álversins í Straumsvík. Mikil spenna ríkir enda afar tvísýnt um úrslit en kjörstöðum verður lokað eftir tæpan hálftíma. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir kosningaþátttökuna sýna að rétt hafi verið að ganga til kosninga um málið. 31.3.2007 18:29 Ríflega tíu þúsund höfðu kosið klukkan 18 10.017 manns höfðu kosið í atkvæðagreiðslunni um stækkun álvers Alcan í Hafnarfirði nú klukkan 18 þegar ein klukkustund er eftir af kjörfundi. Af þeim kusu tæplega 1200 utan kjörfundar. Bein útsending er frá Hafnarfirði á Vísi og má nálgast hana uppi í hægra horni skjásins. 31.3.2007 18:03 Flokksmenn Mugabe styðja hann til áframhaldandi setu Zanu, flokkur Roberts Mugabe forseta Simbave styður hann áfram til setu sem forseti. Þeir ákváðu í gær að standa við bakið á honum í kosningunum á næsta ári. Mugabe er 83 ára gamall og hefur setið í embætti forseta frá árinu 1980. 31.3.2007 16:57 Öll ljós slökkt í Sidney Íbúar í Sidney í Ástralíu slökktu öll ljós í borginni í gærkvöldi í heilan klukkutíma. Þetta var gert til að vekja athygli á hlýnun loftslags. Aðeins hið fræga kennileiti, óperuhúsið var upplýst. Yfirvöld í Sidney vonast til þess að viðburðurinn veki heimsathygli á þeim vanda sem steðjar að mannkyni sökum hlýnun loftslags. Um fjórar milljónir manna búa í Sidney og langflestir tóku þátt í nótt. 31.3.2007 16:39 Maradona liggur enn á spítala en heilsast vel Knattspyrnugoðsögninni Diego Maradona heilsast vel en hann liggur þó enn á spítala. Þangað var hann fluttur á miðvikudag eftir að hann féll niður á heimili sínu. Læknar kenna ofneyslu áfengis um það hvernig komið er fyrir kappanum. 31.3.2007 16:31 Fjarðaál tekið til starfa Álverið í Reyðarfirði er tekið til starfa. Geir H. Haarde forsætisráðherra ásamt framsóknarráðherrunum Jóni Sigurðssyni og Valgerði Sverrisdóttur og einum starfsmanni klipptu saman á borða í kerskála Alcoa Fjarðaáls á fjórða tímanum í dag og markaði sú athöfn formlegt upphaf starfseminnar. Hátíðarhöld hafa staðið yfir í Reyðarfirði í dag og þau halda áfram á Fáskrúðsfirði í kvöld þar sem slegið verður upp heljarinnar dansleik. Formleg vígsluathöfn álversins verður þó síðar enda er verksmiðjan enn í smíðum. 31.3.2007 16:30 Rétt um helmingur hefur kosið Um klukkan fimm höfðu 8.587 bæjarbúar komið á kjörstað til að kjósa um stækkun álversins í Straumsvík. Á kjörskrá eru 16.648 manns, 1195 kusu utankjörfundar. Kjörfundur hófst klukkan tíu í morgun og verður kjörstöðum lokað klukkan sjö í kvöld. Kosið er á þremur stöðum, í Áslandsskóla, íþróttahúsinu við Strandgötu og í Víðistaðaskóla. Kjósendur geta farið á hvaða kjörstað sem þeir vilja til að kjósa þar sem notast er við rafræna kjörskrá. Fyrstu tölur verða birtar í fréttum Stöðvar 2 klukkan sjö. Einnig verður hægt að fylgjast með kosningunum á visi.is. Búist er við að talning ljúki um klukkan tíu í kvöld. 31.3.2007 16:00 Fengu djúpsprengju í veiðarfærin Togbáturinn Dala-Rafn fékk djúpsprengju í veiðarfærin þegar hann var á veiðum vestan við Selvogsbanka í gær. Aðalsprengjuhleðslan var að mestu óvirk en hluti sprengjunnar þó enn virkur þrátt fyrir um 60 ár á floti í sjónum. 31.3.2007 14:43 Dagar Kristjaníu senn taldir - þúsundir mótmæla Minnst sjöþúsund mótmælendur eru saman komnir á götum Kaupmannahafnar til að mótmæla örlögum Kristjaníu sem réðust í gær. Þá samþykktu íbúar fríríkisins tilboð ríkisstjórnarinnar sem felur í sér uppbyggingu á svæðinu og þar með að dagar fríríkisins séu taldir. 31.3.2007 14:14 Dómari bannar nýjan flokk Baska Þjóðernissinnuðum Böskum hefur verið bannað að stofna nýjan stjórnmálaflokk á Spáni. Dómari kvað upp þann úrskurð að nýi flokkurinn væri ekkert annað en leppur fyrir bannaða stjórnmálaflokkinn Batasuna. Til stóð að stofnsetja nýja flokkinn formalega í dag. 31.3.2007 14:01 Húðflúrsæði hjá landgönguliðum Allir sem vettlingi geta valdið í bandaríska landgönguliðinu þyrpast nú þessa dagana á húðflúrsstofur því frá og með morgundeginum verður þeim bannað að láta tattúvera sig. 31.3.2007 14:00 Enn hart barist í Mogadishu Enn er hart barist í Mogadishu höfuðborg Sómalíu. Bardagar brutust út í morgun, þriðja daginn í röð á milli stjórnarhersins sem nýtur fulltingi eþíópískra hermanna og uppreisnarmanna. Eþíópíumenn segjast hafa skotið 200 uppreisnarmenn til bana síðustu þrjá daga. 31.3.2007 13:50 Fimm ára drengur lifði af níu hæða fall Fimm ára gamall drengur lifði af fall niður af níundu hæð í Ontario í Kanada í gær. Hann var að príla við glugga þegar hann féll út. Hann lenti á grasi og er á góðum batavegi. Hann er brotinn á báðum fótum en læknar fullyrða að hann muni ná sér að fullu. 31.3.2007 13:42 Sjóliðanna bíður líklega ákæra Bresku sjóliðarnir fimmtán sem Íranar hafa í haldi sínu verða líklega ákærðir og dregnir fyrir dómara. Undirbúningur að lögsókn gegn þeim er sagður standa yfir. Bandaríkjastjórn ljáir ekki máls á að láta íranska fanga í skiptum fyrir Bretana. 31.3.2007 13:00 Hafnfirðingar kjósa um stækkun álvers Hafnfirðingar kjósa í dag um stækkun álversins í Straumsvík en kjöstaðir opnuðu klukkan 10 í morgun. Biðraðir mynduðust fyrir utan kjörstaði í morgun en klukkan ellefu höfðu um ellefu hundrað manns kosið. Búist er við að fyrstu tölur verði kunngerðar á Stöð 2 klukkan sjö í kvöld. 31.3.2007 12:17 Starfsemi Fjarðaáls hefst formlega í dag Starfsemi álversins í Reyðarfirði hefst formlega í dag með því að Geir H. Haarde forsætisráðherra klippir á borða á lóð Alcoa Fjarðaáls. Fyrirtækið efnir af því tilefni til veislu í Reyðarfirði í dag fyrir starfsmenn og gesti, en meðal þeirra eru ráðherrarnir Jón Sigurðsson og Valgerður Sverrisdóttir og Bernt Reiten aðstoðarforstjóri Alcoa. 31.3.2007 11:23 Stofnendur Iceland Express segja Samkeppnisstofnun vanhæfa Stofnendur Iceland Express fagna úrskurði Samkeppniseftirlitsins um að Icelandair hafi brotið samkeppnislög gagnvart fyrirtækinu árið 2004. Þeir segja hins vegar að úrskurðurinn komi allt of seint. Þeir lýsa yfir miklum vonbrigðum yfir vangetu Samkeppnisstofnunar til að standa vörð um hagsmuni neytenda. 31.3.2007 11:01 Sönn ást spyr ekki um útlit Ein fallegasta ástarsaga síðari tíma hélt áfram í vikunni. Svanurinn Petra, sem er sjaldgæfur svartur svanur, yfirgaf vetrardvalarstað sinn ásamt elskhuga sínum og synda þau nú bæði um tjörnina í Muenster í norðvesturhluta Þýskalands. Svanir velja sér maka til lífstíðar og því var það falleg stund þegar Petra synti aftur við hlið ástar sinnar, hjólabáts sem er í laginu eins og svanur. 30.3.2007 23:42 Maradona á batavegi Argentínska knattspyrnuhetjan Diego Maradona, sem lagður var inn á sjúkrahús í vikunni, er að jafna sig og ástand hans er nú orðið stöðugt. Maradona var lagður inn á sjúkrahús vegna óhófslegs lífernis. 30.3.2007 23:25 Baðst afsökunar á slælegri umönnun slasaðra hermanna George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur beðist afsökunar á gæðum þeirrar umönnunar sem slasaðir bandarískir hermenn fá eftir að þeir snúa frá Írak. Hermennirnir hafa þurft að dvelja á sjúkrahúsi þar sem kakkalakkar hlaupa um, veggirnir eru myglaðir og rottur leynast í hverju horni. 30.3.2007 23:13 Einn lést eftir átök á blakleik kvenna Grísk yfirvöld hafa frestað öllum kappleikjum í liðsíþróttum næstu tvær vikur eftir að rúmlega 300 stuðningsmönnum tveggja liða, Panathinaikos og Olympiakos, lenti saman með þeim afleiðingum að einn lést. Liðin voru að fara að eigast við í blaki kvenna. 30.3.2007 22:36 Eldar geysa í nágrenni Hollywood Miklir eldar geysa nú í nágrenni Hollywood í Los Angeles. Reykur frá eldunum, sem eru í hæðum í kring um borgina, sjást um alla borgina. Ekki er vitað hvernig hann hófst. Um 100 slökkviliðsmenn berjast nú við eldana ásamt slökkviliðsþyrlum. Enn hefur engum íbúum verið sagt að yfirgefa heimili sín þar sem veður er hagstætt og nærri logn. 30.3.2007 21:36 Sjá næstu 50 fréttir
Niðurstaðan mikil vonbrigði Baldur Baldursson hjá Hag Hafnarfjarðar, sem studdi stækkun álversins í Straumsvík, sagði niðurstöðuna í kvöld mikil vonbrigði og að stuðningsmenn Hags væru mjög ósáttir. 31.3.2007 23:46
Stór og erfið ákvörðun fyrir Hafnfirðinga „Við erum bara mjög ánægð,“ sagði Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumi, eftir að ljóst varð að Hafnfirðingar hefðu hafnað stækkun álversins í Straumsvík. 31.3.2007 23:13
Sjálfsagt að skoða kröfur um endurtalningu Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir sjálfsagt að skoða kröfur um endurtalningu í atkvæðagreiðslunni um stækkun álversins í Straumsvík en innan við prósenti munaði á fylkingum. 50,3 prósent voru andvíg stækkuninni en 49,7 prósent voru hlynnt henni. 31.3.2007 23:02
Farið verður að vilja bæjarbúa Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sagði í viðtali á vef Ríkisútvarpsins að það væri ekki bæjarfulltrúa að taka afstöðu í málinu aðspurður um þær fullyrðingar um að bæjarfulltrúar hefðu átt að skýra frá afstöðu sinni. 31.3.2007 22:36
Baráttan hafi á vissan hátt verið ósanngjörn Rannveig Rist, forstjóri Alcan, sagði þegar nýjustu tölur voru ljósar, þar sem meirihluti Hafnfirðinga er enn á mót stækkun álversins, að hún væri ekki búin að gefa upp alla von. Eftir ætti að telja utankjörfundaratkvæði og staðan gæti því breyst. 31.3.2007 22:12
Andstæðingar álvers enn með forystuna Andstæðingar stækkunar álvers Alcan í Straumsvík hafa enn forystu eftir að öll atkvæði fyrir utan utankjörfundaratkvæði hafa verið talin eða 11.569. Aðrar tölur voru lesnar upp rétt í þessu. Alls eru 5860 andvíg stækkun álversins en 5638 með stækkuninni en 71 atkvæði var autt og ógilt. 31.3.2007 21:34
Skemmd í skögultönninni Fíllinn Tanni, sem á heima í dýragarðinum í Portland í Oregon í Bandaríkjunum, á óskemmtilegan dag í vændum. Á morgun fer hann í heimsókn til tannlæknisins til að láta gera við aðra skögultönnina en hún hefur beðið viðgerðar í heil fjórtán ár. 31.3.2007 21:00
Scotland Yard aðstoðar við rannsókn á dauða Woolmers Breska lögreglan Scotland Yard hyggst senda þrjár lögreglumenn til Jamaíku til að hjálpa til við rannsókn morðsins á Bob Woolmer, fyrrverandi þjálfara pakistanska landsliðsins í krikket. Lögreglan á Jamaíku óskaði eftir aðstoðinni. 31.3.2007 20:52
Lifði af fall af níundu hæð Það þykir ganga kraftaverki næst að fimm ára gamall drengur komst lífs af þegar hann féll út um glugga af níundu hæð fjölbýlishúss í Hamilton í Ontario-fylki í Kanada. 31.3.2007 20:30
Næstu tölur lesnar upp klukkan 21.30 Búist er við að næstu tölur í atkvæðagreiðslunni í Hafnarfirði um stækkun álversins í Straumsvík verði lesnar upp klukkan 21.30 en atkvæðin eru talin í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Bein útsending verður á Vísi með viðtölum við fulltrúa andstæðra fylkinga. 31.3.2007 20:18
Treystir sért ekki til að spá fyrir um úrslitin Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumi sem barðist gegn stækkun álversins í Straumsvík, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar fyrstu tölur lágu fyrir að við þessar aðstæður væri hægt að fagna frábærri kjörsókn hjá Hafnfirðingum. Hann treysti sér hins vegar ekki til að spá fyrir um hvort andstæðingar álversins myndu halda forystu sinni til enda. 31.3.2007 20:14
Féll niður af gámi um borð í skipi Karlmaður brotnaði á nokkrum stöðum þegar hann féll niður af gámi um borð í skipinu Kársnesi í Hafnarfjarðarhöfn á sjöunda tímanum í kvöld. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild slasaðist maðurinn ekki alvarlega en hann virðist hafa borið hendurnar fyrir sig þegar hann lenti. 31.3.2007 20:09
Kosningin er sigur fyrir lýðræðið Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, fagnaði því hversu góð þátttaka var í kosningunni og sagði hana sigur fyrir lýðræðið. Spurður hvort hann vildi gefa upp hvort hann hefði kosið með eða á móti álverinu sagði Lúðvík að hann hefði kosið rétt, annað vissi hann ekki. 31.3.2007 19:56
Hefur ekki gefið upp vonina Rannveig Rist, forstjóri Alcan, sagði á Stöð 2 eftir að fyrstu tölur í atkvæðagreiðslunni í Hafnarfirði urðu ljósar að ef þetta yrðu úrslitin yrði verksmiðjunni líklega lokað, hún myndi daga uppi eins og náttröll ef hún yrði ekki stækkuð. Hún sagðist þó ekki hafa gefið upp von enda munurinn á fylkingunum lítill. 31.3.2007 19:42
Íhuga á breytingar á lögum um friðhelgi einkalífsins Bogi Nilsson, ríkissaksóknari, segir menn þurfa að hugleiða það hvort ekki sé kominn tími til að endurskoða þann hluta almennra hegningarlaga sem lýtur að friðhelgi einkalífsins. Þetta segir hann í kjölfar þess að maður var sýknaður í héraðsdómi fyrir heimildarlausa myndatöku af naktri stúlku. 31.3.2007 19:30
Flugstöð við Húsavík til sölu á spottprís Flugstöðin á Húsavíkurflugvelli er til sölu fyrir spottprís. Heimamenn vilja verja mannvirkið og eru mjög ósáttir. 31.3.2007 19:30
Refsingum hótað Íranar láta að því liggja að bresku sjóliðarnir fimmtán, sem handteknir voru á dögunum, verði ákærðir og þeim refsað fyrir landhelgisbrot. Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, kveðst áhyggjufull yfir stefnu íranskra stjórnvalda í málinu en hún sendi þeim opinbert svarbréf vegna þess í dag. 31.3.2007 19:30
Útlit fyrir að seinkun verði á endanlegum tölum Útlit er fyrir að úrslit í atkvæðagreiðslunni um stækkun álvers Alcan liggi ekki fyrir fyrr en á ellefta tímanum í kvöld eftir því sem greint var frá í fréttum Sjónvarpsins fyrir stundu. 31.3.2007 19:28
Andstæðingar með nauma forystu eftir fyrstu tölur Þeir sem vilja að álver Alcan í Straumsvík verði ekki stækkað hafa forystu samkvæmt fyrstu tölum úr atkvæðagreiðslu um stækkunina sem fram fór í Hafnarfirði í dag. Búið er að telja 5950 atkvæði af 12.752 og eru 3000 andvígir stækkun álversins en 2950 með henni. 31.3.2007 19:08
Samkomulag um vörn gegn kynferðisglæpum gegn börnum Samkomulag hefur náðst, innan Evrópuráðsins, um tillögu að bindandi samningi um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi en fastlega er búist við að samningurinn verði fullgildur hér á landi síðar á þessu ári. Það kallar á lagabreytingar, segir forstjóri Barnaverndarstofu, meðal annars um skilgreingu á kynferðisofbeldi gegn börnum sem og heimildir lögreglu til notkunar tálbeitu. 31.3.2007 19:00
Toghleri klemmdist milli skips og ísjaka Minnstu munaði að illa færi þegar sjór flæddi inn í togara, þegar hann var að veiðum í hafís við Austur-Grænland í vikunni. Toghleri togarans, sem er grænlenskur og heitir Ocean Tiger, klemmdist á milli skipsins og ísjaka og rifnaði stórt gat á skutinn undan þrýstingnum. 31.3.2007 18:55
Saka samkeppnisyfirvöld um seinlæti Stofnendur Iceland Express saka samkeppnisyfirvöld um að hafa með seinlæti sínu gert Icelandair kleift að knésetja sig og neytt stofnendur til að selja félagið langt undir raunverði. 31.3.2007 18:38
Bresk stjórnvöld fóru ekki löglega og rökrétta leið Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði í dag að bresk yfirvöld hefðu ekki valið löglega og rökrétta leið til þess að fá lausa 15 sjóliða sem handteknir voru úti fyrir ströndum Íraks í síðustu viku. 31.3.2007 18:34
Segir Hafnfirðinga munu una úrslitum kosninganna Hafnfirðingar kjósa í dag um stækkun álversins í Straumsvík. Mikil spenna ríkir enda afar tvísýnt um úrslit en kjörstöðum verður lokað eftir tæpan hálftíma. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir kosningaþátttökuna sýna að rétt hafi verið að ganga til kosninga um málið. 31.3.2007 18:29
Ríflega tíu þúsund höfðu kosið klukkan 18 10.017 manns höfðu kosið í atkvæðagreiðslunni um stækkun álvers Alcan í Hafnarfirði nú klukkan 18 þegar ein klukkustund er eftir af kjörfundi. Af þeim kusu tæplega 1200 utan kjörfundar. Bein útsending er frá Hafnarfirði á Vísi og má nálgast hana uppi í hægra horni skjásins. 31.3.2007 18:03
Flokksmenn Mugabe styðja hann til áframhaldandi setu Zanu, flokkur Roberts Mugabe forseta Simbave styður hann áfram til setu sem forseti. Þeir ákváðu í gær að standa við bakið á honum í kosningunum á næsta ári. Mugabe er 83 ára gamall og hefur setið í embætti forseta frá árinu 1980. 31.3.2007 16:57
Öll ljós slökkt í Sidney Íbúar í Sidney í Ástralíu slökktu öll ljós í borginni í gærkvöldi í heilan klukkutíma. Þetta var gert til að vekja athygli á hlýnun loftslags. Aðeins hið fræga kennileiti, óperuhúsið var upplýst. Yfirvöld í Sidney vonast til þess að viðburðurinn veki heimsathygli á þeim vanda sem steðjar að mannkyni sökum hlýnun loftslags. Um fjórar milljónir manna búa í Sidney og langflestir tóku þátt í nótt. 31.3.2007 16:39
Maradona liggur enn á spítala en heilsast vel Knattspyrnugoðsögninni Diego Maradona heilsast vel en hann liggur þó enn á spítala. Þangað var hann fluttur á miðvikudag eftir að hann féll niður á heimili sínu. Læknar kenna ofneyslu áfengis um það hvernig komið er fyrir kappanum. 31.3.2007 16:31
Fjarðaál tekið til starfa Álverið í Reyðarfirði er tekið til starfa. Geir H. Haarde forsætisráðherra ásamt framsóknarráðherrunum Jóni Sigurðssyni og Valgerði Sverrisdóttur og einum starfsmanni klipptu saman á borða í kerskála Alcoa Fjarðaáls á fjórða tímanum í dag og markaði sú athöfn formlegt upphaf starfseminnar. Hátíðarhöld hafa staðið yfir í Reyðarfirði í dag og þau halda áfram á Fáskrúðsfirði í kvöld þar sem slegið verður upp heljarinnar dansleik. Formleg vígsluathöfn álversins verður þó síðar enda er verksmiðjan enn í smíðum. 31.3.2007 16:30
Rétt um helmingur hefur kosið Um klukkan fimm höfðu 8.587 bæjarbúar komið á kjörstað til að kjósa um stækkun álversins í Straumsvík. Á kjörskrá eru 16.648 manns, 1195 kusu utankjörfundar. Kjörfundur hófst klukkan tíu í morgun og verður kjörstöðum lokað klukkan sjö í kvöld. Kosið er á þremur stöðum, í Áslandsskóla, íþróttahúsinu við Strandgötu og í Víðistaðaskóla. Kjósendur geta farið á hvaða kjörstað sem þeir vilja til að kjósa þar sem notast er við rafræna kjörskrá. Fyrstu tölur verða birtar í fréttum Stöðvar 2 klukkan sjö. Einnig verður hægt að fylgjast með kosningunum á visi.is. Búist er við að talning ljúki um klukkan tíu í kvöld. 31.3.2007 16:00
Fengu djúpsprengju í veiðarfærin Togbáturinn Dala-Rafn fékk djúpsprengju í veiðarfærin þegar hann var á veiðum vestan við Selvogsbanka í gær. Aðalsprengjuhleðslan var að mestu óvirk en hluti sprengjunnar þó enn virkur þrátt fyrir um 60 ár á floti í sjónum. 31.3.2007 14:43
Dagar Kristjaníu senn taldir - þúsundir mótmæla Minnst sjöþúsund mótmælendur eru saman komnir á götum Kaupmannahafnar til að mótmæla örlögum Kristjaníu sem réðust í gær. Þá samþykktu íbúar fríríkisins tilboð ríkisstjórnarinnar sem felur í sér uppbyggingu á svæðinu og þar með að dagar fríríkisins séu taldir. 31.3.2007 14:14
Dómari bannar nýjan flokk Baska Þjóðernissinnuðum Böskum hefur verið bannað að stofna nýjan stjórnmálaflokk á Spáni. Dómari kvað upp þann úrskurð að nýi flokkurinn væri ekkert annað en leppur fyrir bannaða stjórnmálaflokkinn Batasuna. Til stóð að stofnsetja nýja flokkinn formalega í dag. 31.3.2007 14:01
Húðflúrsæði hjá landgönguliðum Allir sem vettlingi geta valdið í bandaríska landgönguliðinu þyrpast nú þessa dagana á húðflúrsstofur því frá og með morgundeginum verður þeim bannað að láta tattúvera sig. 31.3.2007 14:00
Enn hart barist í Mogadishu Enn er hart barist í Mogadishu höfuðborg Sómalíu. Bardagar brutust út í morgun, þriðja daginn í röð á milli stjórnarhersins sem nýtur fulltingi eþíópískra hermanna og uppreisnarmanna. Eþíópíumenn segjast hafa skotið 200 uppreisnarmenn til bana síðustu þrjá daga. 31.3.2007 13:50
Fimm ára drengur lifði af níu hæða fall Fimm ára gamall drengur lifði af fall niður af níundu hæð í Ontario í Kanada í gær. Hann var að príla við glugga þegar hann féll út. Hann lenti á grasi og er á góðum batavegi. Hann er brotinn á báðum fótum en læknar fullyrða að hann muni ná sér að fullu. 31.3.2007 13:42
Sjóliðanna bíður líklega ákæra Bresku sjóliðarnir fimmtán sem Íranar hafa í haldi sínu verða líklega ákærðir og dregnir fyrir dómara. Undirbúningur að lögsókn gegn þeim er sagður standa yfir. Bandaríkjastjórn ljáir ekki máls á að láta íranska fanga í skiptum fyrir Bretana. 31.3.2007 13:00
Hafnfirðingar kjósa um stækkun álvers Hafnfirðingar kjósa í dag um stækkun álversins í Straumsvík en kjöstaðir opnuðu klukkan 10 í morgun. Biðraðir mynduðust fyrir utan kjörstaði í morgun en klukkan ellefu höfðu um ellefu hundrað manns kosið. Búist er við að fyrstu tölur verði kunngerðar á Stöð 2 klukkan sjö í kvöld. 31.3.2007 12:17
Starfsemi Fjarðaáls hefst formlega í dag Starfsemi álversins í Reyðarfirði hefst formlega í dag með því að Geir H. Haarde forsætisráðherra klippir á borða á lóð Alcoa Fjarðaáls. Fyrirtækið efnir af því tilefni til veislu í Reyðarfirði í dag fyrir starfsmenn og gesti, en meðal þeirra eru ráðherrarnir Jón Sigurðsson og Valgerður Sverrisdóttir og Bernt Reiten aðstoðarforstjóri Alcoa. 31.3.2007 11:23
Stofnendur Iceland Express segja Samkeppnisstofnun vanhæfa Stofnendur Iceland Express fagna úrskurði Samkeppniseftirlitsins um að Icelandair hafi brotið samkeppnislög gagnvart fyrirtækinu árið 2004. Þeir segja hins vegar að úrskurðurinn komi allt of seint. Þeir lýsa yfir miklum vonbrigðum yfir vangetu Samkeppnisstofnunar til að standa vörð um hagsmuni neytenda. 31.3.2007 11:01
Sönn ást spyr ekki um útlit Ein fallegasta ástarsaga síðari tíma hélt áfram í vikunni. Svanurinn Petra, sem er sjaldgæfur svartur svanur, yfirgaf vetrardvalarstað sinn ásamt elskhuga sínum og synda þau nú bæði um tjörnina í Muenster í norðvesturhluta Þýskalands. Svanir velja sér maka til lífstíðar og því var það falleg stund þegar Petra synti aftur við hlið ástar sinnar, hjólabáts sem er í laginu eins og svanur. 30.3.2007 23:42
Maradona á batavegi Argentínska knattspyrnuhetjan Diego Maradona, sem lagður var inn á sjúkrahús í vikunni, er að jafna sig og ástand hans er nú orðið stöðugt. Maradona var lagður inn á sjúkrahús vegna óhófslegs lífernis. 30.3.2007 23:25
Baðst afsökunar á slælegri umönnun slasaðra hermanna George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur beðist afsökunar á gæðum þeirrar umönnunar sem slasaðir bandarískir hermenn fá eftir að þeir snúa frá Írak. Hermennirnir hafa þurft að dvelja á sjúkrahúsi þar sem kakkalakkar hlaupa um, veggirnir eru myglaðir og rottur leynast í hverju horni. 30.3.2007 23:13
Einn lést eftir átök á blakleik kvenna Grísk yfirvöld hafa frestað öllum kappleikjum í liðsíþróttum næstu tvær vikur eftir að rúmlega 300 stuðningsmönnum tveggja liða, Panathinaikos og Olympiakos, lenti saman með þeim afleiðingum að einn lést. Liðin voru að fara að eigast við í blaki kvenna. 30.3.2007 22:36
Eldar geysa í nágrenni Hollywood Miklir eldar geysa nú í nágrenni Hollywood í Los Angeles. Reykur frá eldunum, sem eru í hæðum í kring um borgina, sjást um alla borgina. Ekki er vitað hvernig hann hófst. Um 100 slökkviliðsmenn berjast nú við eldana ásamt slökkviliðsþyrlum. Enn hefur engum íbúum verið sagt að yfirgefa heimili sín þar sem veður er hagstætt og nærri logn. 30.3.2007 21:36
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent