Innlent

Saka samkeppnisyfirvöld um seinlæti

MYND/Hari

Stofnendur Iceland Express saka samkeppnisyfirvöld um að hafa með seinlæti sínu gert Icelandair kleift að knésetja sig og neytt stofnendur til að selja félagið langt undir raunverði.

Iceland Express kærði Icelandair til Samkeppnisstofnunar vorið 2003 vegna undirboða Icelandair á þeim leiðum sem Iceland Express flaug á og úrskurðaði þáverandi Samkeppnisstofnun um haustið að Icelandair hafi brotið samkeppnislög.

Sigurður I. Halldórsson, fyrrverandi stjórnarformaður Iceland Express, sagði ljóst að stofnendur Iceland Express hefðu skaðast um hundruð milljóna vegna seinlætis samkeppnisyfirvalda. Og þar sem Samkeppniseftirlitið fellst í nýjum úrskurði sínum á athugasemdir félagsins vakna spurningar um skaðabótakröfur.

Icelandair ætlar að áfrýja málinu til áfrýjunarnefndar um samkeppnismál, sömu nefndar sem fjórir stofnendur Iceland Express saka í sameiginlegri yfirlýsingu sinni í morgu um linkind gagnvart Icelandair.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×