Innlent

Starfsemi Fjarðaáls hefst formlega í dag

Starfsemi álversins í Reyðarfirði hefst formlega í dag með því að Geir H. Haarde forsætisráðherra klippir á borða á lóð Alcoa Fjarðaáls. Fyrirtækið efnir af því tilefni til veislu í Reyðarfirði í dag fyrir starfsmenn og gesti, en meðal þeirra eru ráðherrarnir Jón Sigurðsson og Valgerður Sverrisdóttir og Bernt Reiten aðstoðarforstjóri Alcoa.

Dagskráin hefst í hádeginu með kynnisferð fyrir gesti um álverslóðina en aðalhátíðin hefst svo klukkan tvö en þar verða ræðuhöld, tónlistarflutningur og veitingar. Álverið er enn í smíðum en formleg vígsluathöfn þess verður síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×