Innlent

Sjálfsagt að skoða kröfur um endurtalningu

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir sjálfsagt að skoða kröfur um endurtalningu í atkvæðagreiðslunni um stækkun álversins í Straumsvík en innan við prósenti munaði á fylkingum. 50,3 prósent voru andvíg stækkuninni en 49,7 prósent voru hlynnt henni.

Lúðvík ítrekaði að þetta væri vilji bæjarbúa og hann sagði ekki óttast að þetta myndi kljúfa bæinn. Hafnfirðingar myndu jafna sig á þessu. Þá sagði hann ákveðin tækifæri enn þá vera fyrir hendi fyrir Alcan og ekki væri hægt að útiloka að fyrirtækið yrði áfram í bæjarfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×