Innlent

Fengu djúpsprengju í veiðarfærin

Togbáturinn Dala-Rafn fékk djúpsprengju í veiðarfærin þegar hann var á veiðum vestan við Selvogsbanka í gær. Aðalsprengjuhleðslan var að mestu óvirk en hluti sprengjunnar þó enn virkur þrátt fyrir um 60 ár á floti í sjónum.

Menn úr sprengjudeild Landhelgisgæslunnar tóku á móti Dala-Rafni þegar hann kom að bryggju í Vestmannaeyjum og gerðu sprengjuna óvirka um borð og förguðu síðan. Frá þessu er sagt á vefnum suðurland.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×