Innlent

Toghleri klemmdist milli skips og ísjaka

MYND/Stöð 2

Minnstu munaði að illa færi þegar sjór flæddi inn í togara, þegar hann var að veiðum í hafís við Austur-Grænland í vikunni. Toghleri togarans, sem er grænlenskur og heitir Ocean Tiger, klemmdist á milli skipsins og ísjaka og rifnaði stórt gat á skutinn undan þrýstingnum.

Um það bil þrjátíu tonn af sjó flæddu inn á klukkustund, en öflugar dælur um borð höfðu undan. Skipstjórinn ákvað að halda þegar til Íslands og er nú unnið að viðgerð í Hafnarfirði. Engan úr áhöfninni sakaði við óhappið og sjór mun ekki hafa komist í raf- eða vélbúnað. Að viðgerð lokinni verður haldið aftur til veiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×