Innlent

Útlit fyrir að seinkun verði á endanlegum tölum

MYND/Stöð 2
Útlit er fyrir að úrslit í atkvæðagreiðslunni um stækkun álvers Alcan liggi ekki fyrir fyrr en á ellefta tímanum í kvöld eftir því sem greint var frá í fréttum Sjónvarpsins fyrir stundu. Þar kom fram að talningarmenn hefðu verið að koma með kassa í Íþróttahúsið við Strandgötu af hinum kjörstöðunum tveimur rétt í þessu og að talningin myndi tefjast eitthvað, en upphaflega var gert ráð fyrir að endanleg úrslit lægju fyrir á milli klukkan níu og tíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×