Innlent

Hafnfirðingar kjósa um stækkun álvers

Hafnfirðingar kjósa í dag um stækkun álversins í Straumsvík en kjöstaðir opnuðu klukkan 10 í morgun. Biðraðir mynduðust fyrir utan kjörstaði í morgun en klukkan ellefu höfðu um ellefu hundrað manns kosið. Búist er við að fyrstu tölur verði kunngerðar á Stöð 2 klukkan sjö í kvöld.

Rúmlega 16.600 manns eru á kjörskrá en þegar hafa um 1200 manns kosið utankjörfundar. Kjöstaðir verða opnir til klukkan sjö í kvöld en þeir eru í Áslandsskóla, íþróttahúsinu við Strandgötu og í Víðistaðaskóla. Í kosningunum verður í fyrsta skipti notast við rafræna kjörskrá. Það þýðir að kjósendur eru ekki bundnir af kjördeildum heldur geta farið á hvaða kjörstað sem er til að kjósa.

Fyrstu tölur verða birtar í fréttum Stöðvar 2 klukkan sjö. Einnig verður hægt að fylgjast með kosningunum á visi.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×