Fleiri fréttir Greiða 50% hærra verð en kennarar Nemendur, í grunnskólum Akureyrar, þurfa að greiða 50% hærra verð fyrir skólamáltíðir en kennarar þeirra. Neytendasamtökin segja þetta skjóta skökku við. 30.3.2007 20:00 Fjögurra ára fangelsi fyrir fimm líkamsárásir Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag 25 ára karlmann, Steindór Hrein Veigarsson, í fjögurra ára fangelsi fyrir fimm líkamsárásir og húsbrot á Akureyri í fyrra. Félagi hans, Kristján Halldór Jensson, var dæmdur í tveggja ára fangelsi, einnig fyrir líkamsárásir. 30.3.2007 19:48 Vantar úrræði til að taka á skipulagðri vændisstarfsemi Breytingar á vændislögum auðvelda störf lögreglunnar í baráttunni gegn vændi, segir Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. Hann segir lögreglu þó vanta frekari úrræði til að taka á skipulagðri vændisstarfsemi. 30.3.2007 19:45 Hicks fékk sjö ára dóm Herdómstóll, í Guantanamo á Kúbu, dæmdi í dag Ástralann David Hicks til sjö ára fangelsisvistar, til viðbótar við þau fimm ár sem hann hefur þegar varið í fangabúðunum, fyrir að aðstoða hryðjuverkamenn. 30.3.2007 19:45 1200 hafa þegar kosið Um tólfhundruð manns hafa þegar kosið í Hafnarfirði um stækkun álvers. Búist er við mikilli kosningaþátttöku á kjörstaði á morgun. Kosningabaráttan hefur verið hörð og má segja að hún hafi náð ákveðnu hámarki í dag þegar hópur grunnskólanema safnaðist saman í verslunarmiðstöðinni Firðinum til að mótmæla stækkuninni. 30.3.2007 19:35 Stoltenberg segir ESB-aðild úr sögunni Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir afar ólíklegt að Norðmenn sæki um aðild að Evrópusambandinu úr þessu. Leiðtogi Samfylkingarinnar segir þetta engu breyta um Evrópustefnu flokksins. 30.3.2007 19:30 Breyting á deiliskipulagi Fyrr í dag kom fram að samþykkt hafi verið á borgarstjórnarfundi í gær að rífa hús á Laugavegi og við Vatnsstíg. Við nánari athugun kom í ljós að um var ræða breytingu á deiliskipulagi sem þegar hafði verið samþykkt og full samstaða hefði verið um á síðasta kjörtímabili. 30.3.2007 19:17 Þrýstingurinn á Írana vex Evrópusambandið og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa skorað á Írana að sleppa fimmtán breskum sjóliðum sem þeir hafa í haldi sínu. Einn þeirra kom fram á íranskri sjónvarpsstöð í dag og baðst afsökunar á að hafa siglt inn í íranska landhelgi. 30.3.2007 19:08 Icelandair áfrýjar úrskurði Samkeppniseftirlitsins Icelandair hefur verið sektað um hundrað og níutíu milljónir króna, af Samkeppniseftirlitinu, fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Það telur að flugfélagið hafi notað hagnað, af sölu á dýrari fargjöldum, til að niðurgreiða netfargjöld sem seld voru í samkeppni við Iceland Express. Icelandair hyggst áfrýja til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. 30.3.2007 18:59 Gott ál sem vinstri grænir nota í áróðursmerkin Vinstri grænir, sem berjast hart gegn álframleiðslu, búa sjálfir til áróðursmerki fyrir kosningarnar úr þessum sama málmi. Áróðursmeistari flokksins segir að álið, sem þeir noti, sé gott ál, og sérinnflutt frá Bandaríkjunum. 30.3.2007 18:40 Misræmi hjá Gonzales og starfsmannastjóra hans Alberto Gonzales, aðalsaksóknari í Bandaríkjunum, sagði í dag að hann minntist þess ekki að hafa tekið þátt í ákvörðunum um hvort að biðja ætti átta saksóknara að segja af sér. Fyrrum starfsmannastjóri Gonzales hafði fyrr sagt, eiðsvarinn, fyrir þingnefnd, að Gonzales hefði tekið þátt í og vitað af ferlinu frá upphafi þess. Brottrekstrarnir hafa leitt til þess að margir krefjast nú afsagnar Gonzales. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, starfaði með honum í Texas á árum áður og hefur því stutt hann. 30.3.2007 18:09 Íranar eiga í höggi við Evrópusambandið Utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, Javier Solana, ætlar sér að reyna að tala við Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, og tryggja að bresku sjóliðarnir 15 verði látnir lausir bráðlega. Solana sagði jafnframt að Íranar yrðu að skilja að þeir ættu ekki í höggi við Breta eina, heldur allar 27 þjóðirnar í Evrópusambandinu. Íranar hafa þrátt fyrir þetta engan bilbug látið á sér finna. 30.3.2007 18:01 Mugabe býður sig fram 2008 ZANU-PF, stjórnarflokkurinn í Zimbabwe hefur samþykkt að halda forsetakosningar í landinu árið 2008. Robert Mugabe, núverandi forseti landsins, var þá valinn frambjóðandi flokksins. Starfsmaður flokksins skýrði frá þessu í dag. Robert Mugabe er 83 ára gamall og verður kjörtímabilið því stytt úr sex árum í fimm. Mugabe gæti því gegnt embætti, ef heilsan endist, til 88 ára aldurs. Hann hefur átt undir högg að sækja vegna einræðislegra tilburða og samskipta sinna við stjórnarandstöðu landsins. 30.3.2007 17:56 Hörðustu bardagar í 15 ár Stjórnvöld í Eþíópíu skýrðu frá því í dag að þau hefðu fellt allt að 200 íslamska uppreisnarmenn í bardögum í höfuðborg Sómalíu, Mogadishu. Eþíópíski herinn hóf í dag stærstu sókn sína gegn uppreisnarmönnum síðan að þeir komu íslamska dómstólaráðinu frá völdum. Bardagarnir í Mogadishu eru þeir hörðustu í um 15 ár og vegna þeirra hafa fjölmargir íbúar borgarinnar þurft að flýja hana. 30.3.2007 17:50 Nærri 1200 manns greiddu atkvæði utan kjörfundar 1195 manns greiddu atkvæði utan kjörfundar í atkvæðagreiðslunni um stækkun álversins í Straumsvík en utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur í dag. 30.3.2007 17:25 Mikill fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi yfir páskana Það eru ekki eingöngu Íslendingar sem kjósa að leggja land undir fót hérlendis eða erlendis yfir páskahátíðina. Erlendir ferðamenn kjósa í síauknum mæli að nota hátíðina til stuttra Íslandsferða. 30.3.2007 17:20 Undirrita samning um réttindi fatlaðra Ísland var í hópi þeirra þjóða sem undirrituðu í dag samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðbótarbókun samningsins. Harald Aspelund, varafastafulltrúi Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum, skrifaði undir samninginn fyrir Íslands hönd. 30.3.2007 17:16 Staðfestir gæsluvarðhald yfir meintum nauðgara Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir ungum manni sem grunaður er um að hafa naugðað konu á salerni í kjallara á Hótel Sögu aðfaranótt 17. mars síðastliðins. Maðurinn var handtekinn daginn eftir og úrskurðaður í gæsluvarðhald mánudaginn 19. mars. 30.3.2007 16:57 ESB heimtar sjóliða lausa Evrópusambandið hefur krafist þess að Íranar sleppi fimmtán breskum sjóliðum þegar úr haldi. Per Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerkur sagði fréttamönnum að Írönum hafi verið gerð grein fyrir því að þetta væri óásættanlegt. Sjóliðarnir hefðu verið í Íraskri landhelgi og ekki væri hægt að koma fram við fanga eins og þeir hafi gert. 30.3.2007 16:44 Icelandair hyggst kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Icelandair hyggst kæra þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því fyrr í dag, þar sem félagið var sektað um 190 milljónir króna fyrir samkeppnisbrot, til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. 30.3.2007 16:40 Ekki búið að yfirheyra mann vegna æðiskasts Lögregla hefur ekki enn getað yfirheyrt karlmanninn sem fékk æðiskast við Miklubrautina í morgun og réðst meðal annars á aldraðan mann. Að sögn lögreglu er hann enn að sofa úr sér en hann var í annarlegu ástandi þegar æðið greip hann og þurfti sex lögreglumenn til að hemja hann. 30.3.2007 16:20 Haniyeh fjármagnar hryðjuverk -Olmert Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kallar forsætisráðherra Palestínumanna hryðjuverkamann, í viðtali við bandaríska vikuritið Time, sem kom út í dag. Hann segir að Ismail Haniyeh hafi persónulega afhent skæruliðum peninga til þess að gera hryðjuverkaárásir á Ísrael. 30.3.2007 16:17 Styðja starf Rauða krossins í Mósambík Utanríkisráðherra hefur ákveðið að styðja við starf Rauða krossins í Mósambík með þriggja milljóna króna framlagi vegna þeirra hörmunga sem dunið hafa yfir þar. Margir hafa misst heimili sín vegna flóða í mið- og suðurhluta landsins og sprengingar í gömlu vopnabúri ollu miklu tjóni. 30.3.2007 16:06 Friday Roundup 30.3.2007 15:51 Kasparov stýrir mótmælafundum Skákmeistarinn Garry Kasparov ætlar að efna til mótmælafunda í helstu borgum Rússlands í næsta mánuði, þrátt fyrir að lögreglan hafi ráðist með kylfum á þrjá síðustu fundi. Kasparov er leiðtogi samtakanna Hitt Rússland. Mótmælafundirnir verða í Moskvu og Sankti Pétursborg, um miðjan næsta mánuð. 30.3.2007 15:48 Fjögurra ára fangelsi fyrir fjölda líkamsárása Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag 25 ára karlmann, Steindór Hrein Veigarsson, í fjögurra ára fangelsi fyrir fimm líkamsárásir og húsbrot. Þá var félagi mannsins, Kristján Halldór Jensson, dæmdur í tveggja ára fangelsi einnig fyrir líkamsárásir. Tveir aðrir menn voru ákærðir í sama máli og var öðrum þeirra ekki gerð refsing en hinn sýknaður. 30.3.2007 15:45 Eftirlitið fellst á samruna Ísfélagsins og HÞ Samkeppniseftirlitið hefur fallist á kaup Ísfélags Vestmannaeyja á nær öllum hlutum í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Kaupin áttu sér stað í febrúar síðastliðnum og var samkeppnisyfirvöldum tilkynnt um það. 30.3.2007 15:09 Icelandair sektað um 190 milljónir fyrir skaðlega undirverðlagningu Samkeppniseftirlitið hefur sektað Icelandair um 190 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn samkeppnislögum með því að misnota markaðsráðandi stöðu sína í áætlunarflugi á flugleiðunum milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar annars vegar og Keflavíkur og London hins vegar. 30.3.2007 14:56 Skilorðsbundið fangelsi fyrir að rota mann með hnefahöggi Karlmaður á þrítugaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt mann í anditið þannig að hann rotaðist og hlaut heilahristing. Atvikið átti sér stað í Kringlunni í september í fyrra og játaði maðurinn á sig árásina. 30.3.2007 14:25 Fagnaði 100 ára afmæli í gær Þeim Íslendingum sem náð hafa hundrað ára aldri fjölgaði um einn í gær þegar Árný Þórðardóttir í Máseli á Fljótsdalshéraði náði þeim áfanga. Eftir því sem fram kemur á vef Fljótsdalshéraðs heimsótti bæjarstjórinn, Eiríkur Björn Björgvinsson, Árnýju og færði henni blóm í tilefni dagsins. 30.3.2007 14:02 Arabar leita sátta Hvað á að gera við flóttamenn, er einn af alvarlegustu ásteytingarsteinunum í deilum Ísraela og Palestínumanna. Saudi-Arabar hafa lagt fram tillögu sem gæti leyst þann hnút. Hún er á þá leið að Palestinskir flóttamenn fái "réttláta lausn" á málum sínum, frekar en snúa aftur til fyrri heimkynna. 30.3.2007 13:52 Vilja vetrarólympíuleika í Tromsö árið 2018 Stjórn Íþróttasambands Noregs ákvað í dag að bjóða Tromsö fram sem hentugan stað fyrir fyrir Vetrarólympíuleikana árið 2018 , en það er nyrsta borg heimsins. 30.3.2007 13:50 Vilja gefa út leyfi til leitar og vinnslu á olíu við Jan Mayen-hrygginn Iðnaðarráðuneytið lagði í dag fram skýrslu til umsagnar þar sem lagt er til að gefin verið út sérleyfi til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á norðanverðu Drekasvæði við Jan Mayen-hrygginn. 30.3.2007 13:31 Olmert fagnar tillögum arabaríkja um frið Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, fagnaði í morgun tillögum arabaríkjanna um frið í Miðausturlöndum og sagði þær byltingarkenndar þótt ekki væri hægt að taka undir allt í þeim. 30.3.2007 13:30 Lagði hald á um 88 þúsund sígarettur Lögreglan í Kolding á Jótlandi handtók í nótt og í morgun 16 manns, þar af þrettán Rússa, sem taldir eru tengjast alþjóðlegum smyglhring. Jafnframt lagði lögreglan hald á um 88 þúsund sígarettur sem verið var að flytja af skipi í bíl á hafnarbakkanum í Kolding. 30.3.2007 13:15 Sjóliða fórnað fyrir stefnu Bush og Blair Þriðja bréfið frá sjóliðum í Íran hefur verið birt. Bréfið er frá Faye Turney eina kvenkyns sjóliðanum í 15 manna hópnum sem er í haldi Írana. Í því segir að henni hafi verið fórnað af stefnu Blair og Bush ríkisstjórnanna. Tími sé kominn til að óska þess að ríkisstjórnirnar breyti kúgunar- og afskiptatilþrifum sínum gagnvart öðrum ríkjum. 30.3.2007 12:52 Flutningar yfir Breiðafjörð stóraukast með nýrri ferju Flutningar sjóleiðis yfir Breiðafjörð hafa aukist langt umfram væntingar eftir að ný ferja hóf siglingar á leiðinni fyrir tæpu ári. 30.3.2007 12:45 Hækkun olíuverðs hefur ekki skilað sér enn hér á landi Olíuverð hélt áfram að hækka á heimsmarkaði í gær og væri bensínverð orðið nokkrum krónum hærra hér á landi en raunin er ef íslensku olíufélögin endurspegluðu sveiflur á heimsmarkaði, eins og dönsku olíufélögin gera til dæmis. 30.3.2007 12:30 Segja liðssöfnun Breta ekki hjálplega Íranska sendiráðið í Bretlandi segir að tilraunir Breta til að fá þriðju aðila í lið með sér í sjóliðadeilunni, hjálpi ekki til við lausn hennar. Bretar séu í nánum samskiptum við írönsk stjórnvöld og vinni að því að leysa deiluna á "gagnkvæman og ásættanlegan" hátt. Málið ætti að leysa með tvíhliða samningum. 30.3.2007 12:21 Hverfandi líkur á að Norðmenn gangi í ESB Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir líkurnar á að Noregur gangi í Evrópusambandið hverfandi. Þjóðin hafi tvívegis hafnað aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu og því sé málið dautt. 30.3.2007 12:15 Sjálfstæðisflokkurinn gerir stofnun hers að kosningamáli Sjálfstæðisflokkurinn hefur valið að gera stofnun hers að kosningamáli segir Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, um tillögur Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um 240 manna lið varalögreglu sem kynntar voru í gær. Hann kallar tillögurnar tindátaleik fyrir fullorðna. 30.3.2007 12:02 Blair lýsir viðbjóði á meðferð sjóliða Tony Blair forsætisráðherra Breta lýsir viðbjóði sínum á meðferð sjóliðanna sem eru í haldi Írana. Íranska stjórnin segir sjóliðana hafa komið ólöglega inn í íranska landhelgi. Blair segir að eina lausnin í málinu sé að sjóliðarnir verði látnir lausir. Þá segir forsætisráðherrann myndskeið af sjóliðunum í írönsku sjónvarpi, ekki blekkja neinn. Tekið verði á málinu af festu en þolinmæði. 30.3.2007 11:40 Þyrla skotin niður í Mogadishu Uppreisnarmenn í Sómalíu skutu eþíópska þyrlu niður í Mogadishu í morgun. Þetta er annar dagur átaka í höfuðborginni eftir að herir Sómalíu og Eþíópíu réðust harkalega gegn íslamistum og ættbálkaherliðum. Yfir 30 manns hafa látist frá því í átakið hófst. Sprengjum rigndi yfir íbúahverfi og vitni sáu tvær eþíópískar þyrlur skjóta á virki uppreisnarmanna rétt áður en flugskeyti hitti aðra þyrluna. 30.3.2007 11:18 Samkomulag um tillögu að samningi um vernd barna Samkomulag náðist í morgun í sérfræðinganefnd allra aðildaríkja Evrópuráðsins um tillögu að bindandi samningi um vernd barna gegn kynferðisofbeldi og kynferðislegri misneytingu. 30.3.2007 11:08 Saka kirkjuna um að veikja stjórnina Innanríkisráðherra Ítalíu hefur sakað rómversk-kaþólsku kirkjuna um að skipta sér af stjórnarmálum og veikja stjórnina. Kirkjan bað nefnilega presta sína að beita sér fyrir því að ný lög, sem að veita ógiftu fólki í sambúð, gagn- og samkynhneigðu, réttindi á við gift fólk. 29.3.2007 23:27 Sjá næstu 50 fréttir
Greiða 50% hærra verð en kennarar Nemendur, í grunnskólum Akureyrar, þurfa að greiða 50% hærra verð fyrir skólamáltíðir en kennarar þeirra. Neytendasamtökin segja þetta skjóta skökku við. 30.3.2007 20:00
Fjögurra ára fangelsi fyrir fimm líkamsárásir Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag 25 ára karlmann, Steindór Hrein Veigarsson, í fjögurra ára fangelsi fyrir fimm líkamsárásir og húsbrot á Akureyri í fyrra. Félagi hans, Kristján Halldór Jensson, var dæmdur í tveggja ára fangelsi, einnig fyrir líkamsárásir. 30.3.2007 19:48
Vantar úrræði til að taka á skipulagðri vændisstarfsemi Breytingar á vændislögum auðvelda störf lögreglunnar í baráttunni gegn vændi, segir Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. Hann segir lögreglu þó vanta frekari úrræði til að taka á skipulagðri vændisstarfsemi. 30.3.2007 19:45
Hicks fékk sjö ára dóm Herdómstóll, í Guantanamo á Kúbu, dæmdi í dag Ástralann David Hicks til sjö ára fangelsisvistar, til viðbótar við þau fimm ár sem hann hefur þegar varið í fangabúðunum, fyrir að aðstoða hryðjuverkamenn. 30.3.2007 19:45
1200 hafa þegar kosið Um tólfhundruð manns hafa þegar kosið í Hafnarfirði um stækkun álvers. Búist er við mikilli kosningaþátttöku á kjörstaði á morgun. Kosningabaráttan hefur verið hörð og má segja að hún hafi náð ákveðnu hámarki í dag þegar hópur grunnskólanema safnaðist saman í verslunarmiðstöðinni Firðinum til að mótmæla stækkuninni. 30.3.2007 19:35
Stoltenberg segir ESB-aðild úr sögunni Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir afar ólíklegt að Norðmenn sæki um aðild að Evrópusambandinu úr þessu. Leiðtogi Samfylkingarinnar segir þetta engu breyta um Evrópustefnu flokksins. 30.3.2007 19:30
Breyting á deiliskipulagi Fyrr í dag kom fram að samþykkt hafi verið á borgarstjórnarfundi í gær að rífa hús á Laugavegi og við Vatnsstíg. Við nánari athugun kom í ljós að um var ræða breytingu á deiliskipulagi sem þegar hafði verið samþykkt og full samstaða hefði verið um á síðasta kjörtímabili. 30.3.2007 19:17
Þrýstingurinn á Írana vex Evrópusambandið og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa skorað á Írana að sleppa fimmtán breskum sjóliðum sem þeir hafa í haldi sínu. Einn þeirra kom fram á íranskri sjónvarpsstöð í dag og baðst afsökunar á að hafa siglt inn í íranska landhelgi. 30.3.2007 19:08
Icelandair áfrýjar úrskurði Samkeppniseftirlitsins Icelandair hefur verið sektað um hundrað og níutíu milljónir króna, af Samkeppniseftirlitinu, fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Það telur að flugfélagið hafi notað hagnað, af sölu á dýrari fargjöldum, til að niðurgreiða netfargjöld sem seld voru í samkeppni við Iceland Express. Icelandair hyggst áfrýja til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. 30.3.2007 18:59
Gott ál sem vinstri grænir nota í áróðursmerkin Vinstri grænir, sem berjast hart gegn álframleiðslu, búa sjálfir til áróðursmerki fyrir kosningarnar úr þessum sama málmi. Áróðursmeistari flokksins segir að álið, sem þeir noti, sé gott ál, og sérinnflutt frá Bandaríkjunum. 30.3.2007 18:40
Misræmi hjá Gonzales og starfsmannastjóra hans Alberto Gonzales, aðalsaksóknari í Bandaríkjunum, sagði í dag að hann minntist þess ekki að hafa tekið þátt í ákvörðunum um hvort að biðja ætti átta saksóknara að segja af sér. Fyrrum starfsmannastjóri Gonzales hafði fyrr sagt, eiðsvarinn, fyrir þingnefnd, að Gonzales hefði tekið þátt í og vitað af ferlinu frá upphafi þess. Brottrekstrarnir hafa leitt til þess að margir krefjast nú afsagnar Gonzales. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, starfaði með honum í Texas á árum áður og hefur því stutt hann. 30.3.2007 18:09
Íranar eiga í höggi við Evrópusambandið Utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, Javier Solana, ætlar sér að reyna að tala við Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, og tryggja að bresku sjóliðarnir 15 verði látnir lausir bráðlega. Solana sagði jafnframt að Íranar yrðu að skilja að þeir ættu ekki í höggi við Breta eina, heldur allar 27 þjóðirnar í Evrópusambandinu. Íranar hafa þrátt fyrir þetta engan bilbug látið á sér finna. 30.3.2007 18:01
Mugabe býður sig fram 2008 ZANU-PF, stjórnarflokkurinn í Zimbabwe hefur samþykkt að halda forsetakosningar í landinu árið 2008. Robert Mugabe, núverandi forseti landsins, var þá valinn frambjóðandi flokksins. Starfsmaður flokksins skýrði frá þessu í dag. Robert Mugabe er 83 ára gamall og verður kjörtímabilið því stytt úr sex árum í fimm. Mugabe gæti því gegnt embætti, ef heilsan endist, til 88 ára aldurs. Hann hefur átt undir högg að sækja vegna einræðislegra tilburða og samskipta sinna við stjórnarandstöðu landsins. 30.3.2007 17:56
Hörðustu bardagar í 15 ár Stjórnvöld í Eþíópíu skýrðu frá því í dag að þau hefðu fellt allt að 200 íslamska uppreisnarmenn í bardögum í höfuðborg Sómalíu, Mogadishu. Eþíópíski herinn hóf í dag stærstu sókn sína gegn uppreisnarmönnum síðan að þeir komu íslamska dómstólaráðinu frá völdum. Bardagarnir í Mogadishu eru þeir hörðustu í um 15 ár og vegna þeirra hafa fjölmargir íbúar borgarinnar þurft að flýja hana. 30.3.2007 17:50
Nærri 1200 manns greiddu atkvæði utan kjörfundar 1195 manns greiddu atkvæði utan kjörfundar í atkvæðagreiðslunni um stækkun álversins í Straumsvík en utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur í dag. 30.3.2007 17:25
Mikill fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi yfir páskana Það eru ekki eingöngu Íslendingar sem kjósa að leggja land undir fót hérlendis eða erlendis yfir páskahátíðina. Erlendir ferðamenn kjósa í síauknum mæli að nota hátíðina til stuttra Íslandsferða. 30.3.2007 17:20
Undirrita samning um réttindi fatlaðra Ísland var í hópi þeirra þjóða sem undirrituðu í dag samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðbótarbókun samningsins. Harald Aspelund, varafastafulltrúi Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum, skrifaði undir samninginn fyrir Íslands hönd. 30.3.2007 17:16
Staðfestir gæsluvarðhald yfir meintum nauðgara Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir ungum manni sem grunaður er um að hafa naugðað konu á salerni í kjallara á Hótel Sögu aðfaranótt 17. mars síðastliðins. Maðurinn var handtekinn daginn eftir og úrskurðaður í gæsluvarðhald mánudaginn 19. mars. 30.3.2007 16:57
ESB heimtar sjóliða lausa Evrópusambandið hefur krafist þess að Íranar sleppi fimmtán breskum sjóliðum þegar úr haldi. Per Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerkur sagði fréttamönnum að Írönum hafi verið gerð grein fyrir því að þetta væri óásættanlegt. Sjóliðarnir hefðu verið í Íraskri landhelgi og ekki væri hægt að koma fram við fanga eins og þeir hafi gert. 30.3.2007 16:44
Icelandair hyggst kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Icelandair hyggst kæra þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því fyrr í dag, þar sem félagið var sektað um 190 milljónir króna fyrir samkeppnisbrot, til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. 30.3.2007 16:40
Ekki búið að yfirheyra mann vegna æðiskasts Lögregla hefur ekki enn getað yfirheyrt karlmanninn sem fékk æðiskast við Miklubrautina í morgun og réðst meðal annars á aldraðan mann. Að sögn lögreglu er hann enn að sofa úr sér en hann var í annarlegu ástandi þegar æðið greip hann og þurfti sex lögreglumenn til að hemja hann. 30.3.2007 16:20
Haniyeh fjármagnar hryðjuverk -Olmert Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kallar forsætisráðherra Palestínumanna hryðjuverkamann, í viðtali við bandaríska vikuritið Time, sem kom út í dag. Hann segir að Ismail Haniyeh hafi persónulega afhent skæruliðum peninga til þess að gera hryðjuverkaárásir á Ísrael. 30.3.2007 16:17
Styðja starf Rauða krossins í Mósambík Utanríkisráðherra hefur ákveðið að styðja við starf Rauða krossins í Mósambík með þriggja milljóna króna framlagi vegna þeirra hörmunga sem dunið hafa yfir þar. Margir hafa misst heimili sín vegna flóða í mið- og suðurhluta landsins og sprengingar í gömlu vopnabúri ollu miklu tjóni. 30.3.2007 16:06
Kasparov stýrir mótmælafundum Skákmeistarinn Garry Kasparov ætlar að efna til mótmælafunda í helstu borgum Rússlands í næsta mánuði, þrátt fyrir að lögreglan hafi ráðist með kylfum á þrjá síðustu fundi. Kasparov er leiðtogi samtakanna Hitt Rússland. Mótmælafundirnir verða í Moskvu og Sankti Pétursborg, um miðjan næsta mánuð. 30.3.2007 15:48
Fjögurra ára fangelsi fyrir fjölda líkamsárása Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag 25 ára karlmann, Steindór Hrein Veigarsson, í fjögurra ára fangelsi fyrir fimm líkamsárásir og húsbrot. Þá var félagi mannsins, Kristján Halldór Jensson, dæmdur í tveggja ára fangelsi einnig fyrir líkamsárásir. Tveir aðrir menn voru ákærðir í sama máli og var öðrum þeirra ekki gerð refsing en hinn sýknaður. 30.3.2007 15:45
Eftirlitið fellst á samruna Ísfélagsins og HÞ Samkeppniseftirlitið hefur fallist á kaup Ísfélags Vestmannaeyja á nær öllum hlutum í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Kaupin áttu sér stað í febrúar síðastliðnum og var samkeppnisyfirvöldum tilkynnt um það. 30.3.2007 15:09
Icelandair sektað um 190 milljónir fyrir skaðlega undirverðlagningu Samkeppniseftirlitið hefur sektað Icelandair um 190 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn samkeppnislögum með því að misnota markaðsráðandi stöðu sína í áætlunarflugi á flugleiðunum milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar annars vegar og Keflavíkur og London hins vegar. 30.3.2007 14:56
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að rota mann með hnefahöggi Karlmaður á þrítugaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt mann í anditið þannig að hann rotaðist og hlaut heilahristing. Atvikið átti sér stað í Kringlunni í september í fyrra og játaði maðurinn á sig árásina. 30.3.2007 14:25
Fagnaði 100 ára afmæli í gær Þeim Íslendingum sem náð hafa hundrað ára aldri fjölgaði um einn í gær þegar Árný Þórðardóttir í Máseli á Fljótsdalshéraði náði þeim áfanga. Eftir því sem fram kemur á vef Fljótsdalshéraðs heimsótti bæjarstjórinn, Eiríkur Björn Björgvinsson, Árnýju og færði henni blóm í tilefni dagsins. 30.3.2007 14:02
Arabar leita sátta Hvað á að gera við flóttamenn, er einn af alvarlegustu ásteytingarsteinunum í deilum Ísraela og Palestínumanna. Saudi-Arabar hafa lagt fram tillögu sem gæti leyst þann hnút. Hún er á þá leið að Palestinskir flóttamenn fái "réttláta lausn" á málum sínum, frekar en snúa aftur til fyrri heimkynna. 30.3.2007 13:52
Vilja vetrarólympíuleika í Tromsö árið 2018 Stjórn Íþróttasambands Noregs ákvað í dag að bjóða Tromsö fram sem hentugan stað fyrir fyrir Vetrarólympíuleikana árið 2018 , en það er nyrsta borg heimsins. 30.3.2007 13:50
Vilja gefa út leyfi til leitar og vinnslu á olíu við Jan Mayen-hrygginn Iðnaðarráðuneytið lagði í dag fram skýrslu til umsagnar þar sem lagt er til að gefin verið út sérleyfi til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á norðanverðu Drekasvæði við Jan Mayen-hrygginn. 30.3.2007 13:31
Olmert fagnar tillögum arabaríkja um frið Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, fagnaði í morgun tillögum arabaríkjanna um frið í Miðausturlöndum og sagði þær byltingarkenndar þótt ekki væri hægt að taka undir allt í þeim. 30.3.2007 13:30
Lagði hald á um 88 þúsund sígarettur Lögreglan í Kolding á Jótlandi handtók í nótt og í morgun 16 manns, þar af þrettán Rússa, sem taldir eru tengjast alþjóðlegum smyglhring. Jafnframt lagði lögreglan hald á um 88 þúsund sígarettur sem verið var að flytja af skipi í bíl á hafnarbakkanum í Kolding. 30.3.2007 13:15
Sjóliða fórnað fyrir stefnu Bush og Blair Þriðja bréfið frá sjóliðum í Íran hefur verið birt. Bréfið er frá Faye Turney eina kvenkyns sjóliðanum í 15 manna hópnum sem er í haldi Írana. Í því segir að henni hafi verið fórnað af stefnu Blair og Bush ríkisstjórnanna. Tími sé kominn til að óska þess að ríkisstjórnirnar breyti kúgunar- og afskiptatilþrifum sínum gagnvart öðrum ríkjum. 30.3.2007 12:52
Flutningar yfir Breiðafjörð stóraukast með nýrri ferju Flutningar sjóleiðis yfir Breiðafjörð hafa aukist langt umfram væntingar eftir að ný ferja hóf siglingar á leiðinni fyrir tæpu ári. 30.3.2007 12:45
Hækkun olíuverðs hefur ekki skilað sér enn hér á landi Olíuverð hélt áfram að hækka á heimsmarkaði í gær og væri bensínverð orðið nokkrum krónum hærra hér á landi en raunin er ef íslensku olíufélögin endurspegluðu sveiflur á heimsmarkaði, eins og dönsku olíufélögin gera til dæmis. 30.3.2007 12:30
Segja liðssöfnun Breta ekki hjálplega Íranska sendiráðið í Bretlandi segir að tilraunir Breta til að fá þriðju aðila í lið með sér í sjóliðadeilunni, hjálpi ekki til við lausn hennar. Bretar séu í nánum samskiptum við írönsk stjórnvöld og vinni að því að leysa deiluna á "gagnkvæman og ásættanlegan" hátt. Málið ætti að leysa með tvíhliða samningum. 30.3.2007 12:21
Hverfandi líkur á að Norðmenn gangi í ESB Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir líkurnar á að Noregur gangi í Evrópusambandið hverfandi. Þjóðin hafi tvívegis hafnað aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu og því sé málið dautt. 30.3.2007 12:15
Sjálfstæðisflokkurinn gerir stofnun hers að kosningamáli Sjálfstæðisflokkurinn hefur valið að gera stofnun hers að kosningamáli segir Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, um tillögur Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um 240 manna lið varalögreglu sem kynntar voru í gær. Hann kallar tillögurnar tindátaleik fyrir fullorðna. 30.3.2007 12:02
Blair lýsir viðbjóði á meðferð sjóliða Tony Blair forsætisráðherra Breta lýsir viðbjóði sínum á meðferð sjóliðanna sem eru í haldi Írana. Íranska stjórnin segir sjóliðana hafa komið ólöglega inn í íranska landhelgi. Blair segir að eina lausnin í málinu sé að sjóliðarnir verði látnir lausir. Þá segir forsætisráðherrann myndskeið af sjóliðunum í írönsku sjónvarpi, ekki blekkja neinn. Tekið verði á málinu af festu en þolinmæði. 30.3.2007 11:40
Þyrla skotin niður í Mogadishu Uppreisnarmenn í Sómalíu skutu eþíópska þyrlu niður í Mogadishu í morgun. Þetta er annar dagur átaka í höfuðborginni eftir að herir Sómalíu og Eþíópíu réðust harkalega gegn íslamistum og ættbálkaherliðum. Yfir 30 manns hafa látist frá því í átakið hófst. Sprengjum rigndi yfir íbúahverfi og vitni sáu tvær eþíópískar þyrlur skjóta á virki uppreisnarmanna rétt áður en flugskeyti hitti aðra þyrluna. 30.3.2007 11:18
Samkomulag um tillögu að samningi um vernd barna Samkomulag náðist í morgun í sérfræðinganefnd allra aðildaríkja Evrópuráðsins um tillögu að bindandi samningi um vernd barna gegn kynferðisofbeldi og kynferðislegri misneytingu. 30.3.2007 11:08
Saka kirkjuna um að veikja stjórnina Innanríkisráðherra Ítalíu hefur sakað rómversk-kaþólsku kirkjuna um að skipta sér af stjórnarmálum og veikja stjórnina. Kirkjan bað nefnilega presta sína að beita sér fyrir því að ný lög, sem að veita ógiftu fólki í sambúð, gagn- og samkynhneigðu, réttindi á við gift fólk. 29.3.2007 23:27