Fleiri fréttir

Forðuðu sér undan skriðunni við Grænuhlíð

Hjón og barn þeirra sluppu ómeidd út úr íbúðarhúsi sínu að Grænuhlíð í Eyjafjarðarsveit í morgun, þegar aurskriða féll á íbúðarhúsið og gripahúsin. Fólk átti svo fótum sínum fjör að launa þegar önnur skriða féll um ellefuleytið í morgun. Talið er tíu til fimmtán kálfar hafi drepist í fyrri skriðunni.

Ekkert gert á strandstað fyrr en veður lægir

Mengunarvarnarbúnaður er kominn á strandstaðinn í Hvalsnesi en ekkert verður að gert fyrr en veðuraðstæður leyfa og hægt verður að slaka mönnum og tækjakosti niður í skipið. Umhverfisstofnun stjórnar aðgerðum á strandstað nú þegar búið er að bjarga áhöfninni af skipinu.

Laun æðstu embættismanna hækka í október og um áramót

Kjararáð hefur ákveðið að laun þeirra sem heyra undir ráðið, þar meðal þingmenn, ráðherrar, forseti og dómarar, skuli hækka um 3,6 prósent afturvirkt frá 1. október 2006. Þá skuli þau hækka um 2,9 prósent um áramót. Úrskurður þar að lútandi var kveðinn upp í gær.

Tveggja mánaða dómur fyrir kannabisrækt

Karlmanns á fimmtugsaldri bíður tveggja mánaða fangelsi en hann var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakfelldur fyrir fíkniefnabrot með því að hafa í vörslu sinni 2,5 grömm af hassi og kannabisræktun.

Forðuðu sér undan skriðunni

Önnnur skriða féll við bæinn Grænuhlíð í Eyjafjarðarsveit nú á tólfta tímanum. Fréttamaður Stöðvar 2 var að ræða við bóndann á bænum þegar miklar drunur kváðu við og allir forðuðu sér.

Hjálmar Árnason vill lögreglurannsókn í málefnum Byrgisins

Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, vill að lögreglurannsókn fari fram á málefnum meðferðarheimilisins Byrgsins í Grímsnesi og forstöðumanns þess Guðmundar Jónssonar í ljósi upplýsinga um kynferðislega misneytingu í sjónvarpsþættinum Kompási á sunnudaginn var. Hjálmar sagði í þættinum Ísland í bítið á Stöð2 í morgun, að hann væri ekki alveg sammála Ólafi Helga Kjatanssyni, sýslumanni á Selfossi, um að ekki væri ástæða til að láta fara fram rannsókn í málinu.

Óheppni bensínþjófurinn

Þegar Tom Fischer, í Seattle, sá að bíllinn hans var að verða bensínlaus, ákvað hann að spara sér peninga og stela bensíni af öðrum bíl. Hann valdi sér stóran húsbíl i, læddist að honum og smeygði slöngu ofan í tankinn. Svo saug hann fast, til að fá bensínið til að renna.

Ketkrókur dæmdur í hálfs árs fangelsi

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir búðarhnupl í sumar og haust. Manninum var gefið að sök að hafa stolið þremur lambalærum í einni verslun, einu læri í annarri verslun og lambakótilettum í þriðju versluninni.

Flóðið í Hvítá verður við Selfoss um kl. 17

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu vegna flóðs í Hvítá en veginum um Brúarhlöð hefur þegar verið lokað þar sem áin flæðir yfir veginn. Samkvæmt almannavörnum má búast við því að flóðið í ánni verði komið niður fyrir Vörðufell á Skeiðum upp úr kl.15 í dag og verði við Selfoss upp úr kl.17.

Gefur pening í stað jólakorta

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ákveðið að senda ekki hefðbundin jólkort þetta árið en gefa andvirði þess kostnaðar til fátækra barna á Íslandi og erlendis. Mæðrastyrksfnefnd og SOS barnaþorp njóta góðs af jólakortapeningum Samfylkingarinnar þetta árið.

Samúðarkveðjur til Dana

Bæjarstjóri Sandgerðisbæjar, Sigurður Valur Ásbjarnarson, vottar áhöfn danska varðskipsins Trítons og dönsku þjóðinni samúðarkveðjur bæjarfulltrúa, út af sjóliðanum danska sem lést við björgun Wilson Muuga í gær. Einnig þakka bæjarfulltrúarnir vel unnin björgunarstörf í lögsögu bæjarins.

Dæmdur í annað sinn fyrir nauðgun á rúmu ári

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu á heimili sínu í lok maí eða byrjun júní árs 2004. Þá var hann jafnframt dæmdur til að greiða henni eina milljón króna í miskabætur. Þetta er annar dómurinn sem maðurinn hlýtur á rúmu ári fyrir nauðgun en í fyrra var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir naugðun.

Nýtt vopnahlé samþykkt á Gaza

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, tilkynnti í kvöld að náðst hefði nýtt samkomulag um vopnahlé milli Fatha-hreyfingarinnar og Hamas-samtakanna á Gaza.

Holtavörðuheiði lokuð vegna vatnsflaums

Þjóðvegur eitt er lokaður milli Brúar í Hrútafirði og Dalsminnis við Bröttubrekkuafleggjarann en mikill vatnsflaumur er á veginum vegna rigninga. Lokað er því fyrir alla umferð á Holtavörðuheiðina. Umferð er beint um Bröttubrekku og Laxárdalsheiði en sú leið er mun lengri og ekki öll malbikuð.

Bush vill efla bandaríska herinn

George Bush, Bandaríkjaforseti, ætlar að stækka bandaríska herinn til að geta betur tekist á við þá ógn sem stafar af hryðjuverkum. Frá þessu er greint á heimasíðu The Washington Post.

Flutningaskipið snéri sér aðeins á kvöldflóðinu

Svo virðist sem að flutningaskipið Wilson Muugo, sem strandaði við Hvalsnes skammt frá Sandgerði snemma í morgun, hafi snúið sér um tíu til fimmtán gráður á kvöldflóðinu. Björgunarsveitarmenn vakta strandstaðinn í alla nótt en lítið sést til skipsins núna enda er myrkur og leiðinlegt veður á staðnum.

Vatnsflaumur hamlar umferð um Norðurárdal

Verið er að meta hvort að loka þurfi veginum um Norðurárdal en þar flæðir vatn yfir veginn á nokkrum stöðum eftir miklar rigningar. Lögreglan í Borgarnesi en vatnið hefur valdið nokkrum vandræðum fyrir ökumenn.

Sló mann með álstöng í höfuðið

Tuttugu og fimm ára karlmaður var í dag dæmdur í Hæstarétti Íslands í átta mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundið, fyrir hættulega líkamsárás. Maðurinn sló annan mann með tveggja kílóa álstöng í höfuðið og tvisvar með krepptum hnefa í andlitið.

Stórtjón í brjáluðu veðri á Akureyri

Stórtjón varð í brjáluðu veðri á Akureyri í nótt. Tré rifnuðu upp með rótum, bílar fuku og sumir vöknuðu upp við að hurðir vantaði á húsið.

Könnunarviðræður halda áfram

Könnunarviðræðum um varnarsamstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn lauk í dag. Þeim verður fram haldið á næsta ári auk þess sem rætt verður við Breta og Kanadamenn. Utanríkisráðherra segir að byggt verði á eldra samstarfi við þessar fjórar þjóðir.

Dauðadómur í Líbíu

Dómstóll í Líbíu hefur dæmt fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og palestínskan lækni til dauða fyrir að myrða rúmlega fjögur hundruð líbönsk börn. Þeim er gefið að sök að hafa sýkt börnin viljandi með HIV-vírusnum sem veldur alnæmi.

Á stærð við 15 knattspyrnuvelli

Breska stórfyrirtækið BT Group hefur gert samning við Data Íslandia um að gera hagkvæmnisathugun á byggingu allt að 100 þúsund fermetra gagnamiðstöðvar á Íslandi en það jafnast á við 15 knattspyrnuvelli. 200 ný störf gætu þá skapast. Framkvæmdastjóri Data Íslandia ætlar að bjóða fleiri alþjóðlegum fyrirtækjum samskonar þjónustu.

Hefur áhyggjur af flugstjórnarmálum

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur áhyggjur af stöðu flugumferðarstjórnar hér við land eftir að sextíu flugumferðarstjórar nýttu ekki lokafrest til að ráða sig hjá Flugstoðum sem tekur til starfa um áramót.

Sveitarfélögin ákveða útsvar

Hlutfall tekjuskatts lækkar á næsta ári um 1% og verður 22,75%. Meðalútsvar hjá sveitarfélögunum á árinu 2007 verður 12,97% sem er það sama og í ár. Af 79 sveitarfélagum ætla 61 þeirra að innheimta hámarksútsvar á næsta ári en 3 sveitarfélög verða með lágmarksútsvar.

Einn fórst og nítján bjargað eftir strand flutningaskips

Danskur strandgæslumaður fórst en nítján menn björguðust þegar flutningaskip strandaði við Hvalsnes skammt frá Sandgerði snemma í morgun. Átta sjóliðar af danska strandgæsluskipinu Triton lentu í sjávarháska þegar smábáti, sem þeir voru í, hvolfdi við björgunaraðgerðirnar.

Afeitrun Byrgisins var brot á lögum

Byrgið braut lög, með vitneskju yfirvalda, þegar þar var stunduð afeitrun árum saman. Skortur á eftirliti með meðferðarheimilum býður hættunni heim, segir þroskaþjálfi sem gerði úttekt á meðferðarmálum landsins. Stígamót segja alveg ljóst að rannsaka þurfi mál þeirra kvenna sem saka forstöðumann Byrgisins um að hafa misnotað sér sjúkleika þeirra.

Jón og Jónína leiða hjá Framsóknarflokknum

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra munu leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir næstu Alþingiskosningar.

18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa þröngvað 13 ára stúlku með ofbeldi til annarra kynferðismaka en samræðis og fyrir að gefa henni áfengi þrátt fyrir að vita að hún væri undir lögaldri. Þá var hann dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 900 þúsund krónur í skaðabætur.

Sýknaður af ákæru um fíkniefnabrot

Héraðsdómur Norðurlands eystra sýknaði í dag karlmann af ákæru um fíkniefnabrot sem átti að hafa átt sér stað um síðustu verslunarmannahelgi.

Bjart er yfir beljunum

Þýskir lögregluþjónar gripu til skotvopna þegar þeir komu á bóndabæ suður af Frankfurt, til þess að framfylgja lögum um að kýr skuli hafa dagsbirtu í fjósum sínum. Viðkomandi bóndi geymdi kýr sínar í gluggalausu útihúsi.

Spyr forsætisráðherra um misræmi í matarverðsútreikingum

Talsmaður neytenda hefur sent forsætisráðherra bréf vegna misræmis sem hann segir vera í upplýsingum um hve mikið matarverð lækki með aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þar vísar hann í fréttapóst Samtaka verslunar og þjónustu þar sem segir að matvælaverð muni með aðgerðunum lækka um 9-10 prósent en ekki 16 prósent eins og ríkisstjórnin haldi fram

Stóri bróðir snýr aftur

Bretar ætla að skylda alla innflytjendur sem ekki eru frá Evrópulöndum til þess að skrá líffræðileg auðkenni eins og fingraför og augna-skann, frá árinu 2008. Útlendingar verða að sækja um slík skilríki ef þeir sækja um áritanir til langdvalar í Bretlandi.

Þrettán hengdir í Írak

Þrettán menn voru teknir af lífi í Írak, í dag, fyrir morð, nauðganir og pyntingar. Í tilkynningu frá stjórnvöldum sagði að einn mannanna hefði viðurkennt að hafa myrt tíu manns, og annar að hafa myrt fjögurra manna fjölskyldu.

Björgunarvesti látins sjóliða sagt hafa rifnað

Vesti danska sjóliðans af varðskipinu Triton, sem drukknaði í björgunaraðgerðum úti fyrir Sandgerði í morgun, rifnaði þegar björgunarbátnum hvolfdi. Frá þessu greinir Jótlandspósturinn. Þar segir einnig að tveir af félögum hans hafi reynt að halda honum á floti en að galli hans hafi smám saman fyllst af vatni og hann því orðið æ þyngri.

Slökkvilið kvatt að Engeynni við Reykjavíkurhöfn

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kvatt niður á Reykjavíkurhöfn nú á fjórða tímanum vegna gruns um eld í togaranum Engey sem liggjur við bryggju. Óttast var að glóð hefði komist á milli þilja í skipinu en sögn slökkviliðs virðist svo ekki hafa verið. Því reyndist ekki hætta á ferðum.

Gert ráð fyrir 300 milljóna króna afgangi hjá Akureyrarbæ

Akueyrarbær gerir ráð fyrir tæplega 300 milljóna króna rekstrarafgangi á næsta á samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum. Síðari umræða um fjárhagsáætluna verður á bæjarstjórnarfundi í dag og fram kemur í tilkynningu frá bænum að heildartekjur bæjarins verði tæpir 12,2 milljarðar króna en heildargjöld tæplega 11,9 milljarðar.

Vel launað framhjáhald

Tæplega þrítugur lagermaður í vöruhúsi fékk sér dæmdar 400 milljónir króna bætur í Lundúnum í dag, fyrir að halda tvisvar framhjá konunni sinni og elta vændiskonur út um alla móa.

Sjötíu ára starfi St. Franciskussystra lýkur

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og systir Belén Aldonando, fulltrúi St. Franciskusreglunnar, undirrituðu í dag samkomlag um að ríkið kaupi St. Franciskuspítalann í Stykkishólmi. Greiddar verða 140 milljónir fyrir hlut reglunnar í spítlanum en ríkið tekur auk þess að sér lífeyrisréttindi starfsmanna eftir því segir í fréttatilkynningu.

Búið að bjarga öllum skipverjum af Wilson Muuga

Búið er að bjarga öllum skipverjum af kýpverska flutningaskipinu Wilson Muuga sem strandaði úti fyrir Sandgerði í dag. Lent var með síðustu fjóra skipverjana, þar á meðal skipstjórann, og stýrimann frá Landhelgisgæslunni í Keflavík klukkan kortér í þrjú og er skipið því mannlaust nú.

Sjá næstu 50 fréttir