Innlent

Vatnsflaumur hamlar umferð um Norðurárdal

Holtavörðuheiði
Holtavörðuheiði MYND/Gunnar

Verið er að meta hvort að loka þurfi veginum um Norðurárdal en þar flæðir vatn yfir veginn á nokkrum stöðum eftir miklar rigningar. Lögreglan í Borgarnesi er á staðnum og bíður nú eftir starfsmönnum Vegagerðarinnar til að meta hvort loka þurfi veginum. Vatnið hefur valdið nokkrum vandræðum fyrir ökumenn. Neðsta vatnsstíflan er rétt ofan við Bifröst og svo eru stórir pollar á köflum alla leiðina upp á Holtavörðuheiði. Grenjandi rigning og slagveður hefur verið á svæðinu í allan dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×