Fleiri fréttir Finnar hafna rússnesku rafmagni 19.12.2006 13:59 Háskóli Íslands missir netsambandið aftur Háskóli Íslands er aftur orðinn sambandslaus við umheiminn. Starfsfólk og nemendur hafa þurft að glíma við afar slitrótta tengingu við Internetið vegna bilunar sem varð í CANTAT-3 strengnum um helgina. 19.12.2006 13:53 Háskóli Íslands brýtur jafnréttislög í annað sinn á árinu Kærunefnd jafnréttismála komst í gær að þeirri niðurstöðu að Háskóli Íslands hefði brotið gegn jafnréttislögum þegar hann réð karlmann í stöðu sérfræðings við stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar HÍ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögmanni konunnar. 19.12.2006 13:36 Ísraelar fallast á liðsauka frá Jórdaníu Ísraelar hafa fallist á að palestinsk hersveit sem er staðsett í Jórdaníu, verði flutt til Gaza strandarinnar, til þess að styrkja Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, í sessi. Ehud Olmer, forsætisráðherra Ísraels, kom í óvænta heimsókn til Jórdaníu, í dag. 19.12.2006 13:31 Skipverjar fluttir með þyrlu - veður fer versnandi Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur nú flutt átta af tólf skipverjum á kýpverska flutningaskipinu Wilson Muuga í land og því eru aðeins fjórir skipverjar og stýrimaður frá Landhelgisgæslunni eftir í bátnum. 19.12.2006 13:25 Varnarviðræður við Norðmenn í dag Viðræður Norðmanna og Íslendinga um mögulegt varnarsamtarf þjóðanna hófust í utanríkisráðuneytinu í morgun og standa enn. Viðræðunefnd Norðmanna kom til landsins í gærkvöldi. Sendinefndin mun meðal annars skoða varnarsvæðið í Keflavík eftir hádegi. 19.12.2006 13:00 Framsóknarmenn kynna framboðslista sína í Reykjavík Kjördæmissambönd Framsóknarflokksins í Reykjavík norður og suður hafa boðað til blaðamannafundar klukkan hálfsex í dag í Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu þar sem framboðslistar flokksins í kjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar verða kynntir. 19.12.2006 12:40 One died during rescue 19.12.2006 12:35 Byrgið þarf að rannsaka Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum segir alveg ljóst að rannsaka þurfi mál þeirra kvenna sem saka forstöðumann Byrgisins um að hafa misnotað sér sjúkleika þeirra. 19.12.2006 12:31 48 ára karlmaður handtekinn í Ipswich Breska lögreglan hefur handtekið annan mann vegna morða á fimm vændiskonum í Suðaustur-Englandi. Þrjátíu og sjö ára karlmaður var handtekinn vegna málsins í gær. 19.12.2006 12:22 Fá að áfrýja í Líbíu Fimm búlgarskir hjúkrunarfræðingar og palestínskur læknir sem voru dæmd til dauða í Líbíu í dag fá að áfrýja, samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra landsins. Fólkið var dæmt fyrir að hafa viljandi smitað 426 börn af HIV-veirunni. Aðrir segja að fólkið sé blórabögglar, því sé kennt um bágar hreinlætisaðstæður á sjúkrahúsinu. 19.12.2006 11:56 Dómara dæmd laun í samræmi við úrskurð Kjaradóms Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu bæri að greiða Guðjóni St. Marteinssyni héraðsdómara rúmar sextíu þúsund krónur vegna þeirrar ákvörðunar alþingis að fella úr gildi ákvörðun Kjaradóms um hækkun launa æðstu embættismanna frá því seint á síðasta ári. 19.12.2006 11:53 Beðið eftir konunglegu brúðkaupi Breska slúðurpressan bíður með öndina í hálsinum eftir að Vilhjálmur prins biðji unnustu sína, Kate Middleton, að giftast sér. Hún hefur hingað til fengið frið frá ljósmyndurum en eftir að hún var við útskrift hans frá Sandhurst herskólanum byrjaði kjaftagangurinn. Nú telja slúðurfréttamenn, rithöfundar og jafnvel minjagripasmiðir að brúðkaup sé í nánd. 19.12.2006 11:29 Fangi á Litla-Hrauni dæmdur fyrir vörslu fíkniefna Héraðsdómur Suðurlands dæmdi dag fanga á Litla-Hrauni í eins mánaðar fangelsi fyrir fíkniefnabrot í fangelsinu fyrr á árinu. Hass og amfetamín fannst í munnholi og í klefa fangans í júlí í sumar og tæpum tveimur vikum síðar fannst einnig hass og tóbaksblandað kannabisefni við klefaleit. 19.12.2006 11:16 Dæmdur fyrir vörslu nærri 260 barnaklámsmynda Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot með með því hafa haft nærri 260 ljósmyndir af barnaklámi í tölvu sinni sem margar hverjar voru mjög grófar. 19.12.2006 10:58 Átta mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í morgun karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir tvö fíkniefnabrot fyrr á þessu ári. Í fyrra tilvikinu var hann handtekinn eftir að tvær e-pillur og rúm tvö grömm af hassi fundust á honum en í síðara tilvikinu fundust nærri 15 grömm af amfetamíni og tæp 80 grömm af hassi. 19.12.2006 10:49 Óskar vill rifta samningi við Faxaflóahafnir Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir gagnrýni á verktakasamning hans við Faxaflóahafnir ómaklega og af pólitískum rótum sprottna. Hann vill að sátt ríki um verkefnið og biður því um að verktakasamningi hans við Faxaflóahafnir verði rift. 19.12.2006 10:46 Ríkið kaupir St. Franciskusspítalann Samningar hafa náðst um að ríkið kaupi St. Franciskusspítalann í Stykkishólmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Fjármálaráðherra og fulltrúi St. Franciskus-systrareglunnar undirrita samkomulag um kaupin ásamt heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í dag. 19.12.2006 10:37 Atburðarás strandsins Björgunar- og mengunarvarnaaðgerðir standa yfir á slysstað við Hvalsnes og nú er búið að flytja alla skipverja í land. Atburðarás strandsins og björgunaraðgerðanna er í grófum dráttum þessi: 19.12.2006 10:31 Skilorðsbundið fangelsi og sekt fyrir ýmis brot Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 300 þúsund króna í sekt fyrir þjófnað og umferðarlagabrot. 19.12.2006 10:25 Vegagerðin varar við hálku á heiðum norðan og austan lands Vegagerðin varar við flughálku er á Hólasandi, Mývatnsheiði, Vopnafjarðarheiði, Möðrudalsöræfum, Öxi og frá Kirkjubæjarklaustri að Lómagnúp. 19.12.2006 10:08 Vildu gista í bílum sínum á Breiðdalsheiði Björgunarsveitin Hérað var kölluð út fyrr í kvöld vegna tveggja bíla sem voru í vandræðum við Axarafleggjarann á Breiðdalsheiði. Björgunarsveitarmenn komu að bílnum um klukkan tíu. Fólkið í bílunum, sem var erlent, neitaði allri aðstoð og kvaðst ætla gista í bílunum í nótt. Björgunarsveitin hélt því aftur heim. 18.12.2006 23:50 Maður fastur uppi í mastri hjá Fjarðaráli Björgunarsveitarmenn vinna nú að því að ná niður manni sem fastur er uppi í mastri í lóð Fjarðaráls á Reyðarfirði. Björgunarsveitarmenn frá Héraði og Norðfirði aðstoða björgunarsveitina Ársól á Reyðarfirði við aðgerðirnar. Maðurinn er fastur í 20 til 30 metra hæð. 18.12.2006 23:25 Hamas ætla að sniðganga kosningar Hamas samtökin ætla að sniðganga kosningar sem haldnar verða fyrr en kjörtímabilinu lýkur. Kahled Meshaal, einn af leiðtogum Hamas-samtakanna, segir aðgerðir forseta Palestínu þess efnis að boða til kosninga innan skamms ólöglegar. 18.12.2006 22:32 Lögreglan í Vík heimsækir skotvopnaeigendur Lögreglan í Vík hefur síðustu vikur verið að heimsækja eigendur skotvopna um sýsluna sem eiga þrjú skotvopn eða fleiri. 18.12.2006 22:22 Blysför á Þorláksmessu í tuttugasta og sjöunda sinn Íslenskir friðarsinnar standa fyrir sinni árlegu blysför niður Laugarveginn á Þorláksmessu. Þetta er í tuttugasta og sjöunda sinn sem ganga er farin. 18.12.2006 22:00 Gæsluvarðhald yfir 18 ára síbrotamanni fellt úr gildi Hæstiréttur Íslands felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir átján ára gömlum pilti. Hann var fyrir viku dæmdur í gæsluvarðhald til 4. janúar í Héraðsdómi Reykjaness. Pilturinn er grunaður um ítrekaðan þjófnað en hann er í mikilli fíkniefnaneyslu og hefur fjármagnað neysluna með þjófnuðum. 18.12.2006 21:27 Umferðaróhöpp í hálkunni á Akureyri Átta umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Akureyri í dag. Þau mátti nær öll rekja til mikillar hálku á götunum en hálka er víðs vegar á götum bæjarins og í nágrenni. 18.12.2006 21:03 Vilja fella niður leikskólagjöld á námsmenn Ungir jafnaðarmenn á Suðurnesjum hvetja bæjarfélögin á Suðurnesjum til að fella niður leikskólagjöld á námsmenn. Í ályktun sem þeir sendu frá sér er bent á að leikskólagjöld séu dýr baggi á námsmenn sem þurfa að treysta á námslán til þess að framfleyta sér. 18.12.2006 20:27 Jólagæsin uppseld Jólagæsina mun víða vanta á borð landsmanna í ár, þar sem hún er uppseld í verslunum. Neysluvenjur landsmanna á aðfangadagskvöld eru að taka miklum breytingum. 18.12.2006 20:15 Samruni Statoil og Norsk Hydro kynntur Norski olíurisinn Statoil og orkufyrirtækið Norsk Hydro ætla að sameinast um olíu- og gasborun á grunnsævi. Nýja fyrirtækið verður stærst allra á þeim vettvangi. Samningurinn er sagður jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna. 18.12.2006 20:00 Vinna liggur enn niðri í Kárahnjúkagöngum Vinna við steypusprautun í jarðgöngum í Kárahnjúkum liggur enn niðri eftir vinnuslys á laugardag en þá fyrirskipaði vinnueftirlit ríkisins úttekt á öryggismálum áður en framkvæmdir héldu áfram. Í dag fóru eftirlitsmenn stofnunarinnar á staðinn og tóku út verkferla, en allt öryggiskerfið á Kárahnjúkum er í endurskoðum. 18.12.2006 19:30 Viðræður um varnarsamstarf í fullum gangi Viðræður um varnarsamstarf Íslands og Danmerkur hófust í Kaupmannahöfn í morgun og verður fram haldið í Reykjavík í febrúar. Fundað verður um varnarsamstarf með Norðmönnum á morgun og á næsta ári síðan rætt við Breta og Kanadamenn. 18.12.2006 19:30 Leynd aflétt af svartri skýrslu um Byrgið Svört skýrsla um fjármál og rekstur Byrgisins sem unnin var fyrir utanríkisráðuneytið fyrir fimm árum, hefur aldrei komið formlega fyrir sjónir fjárlaganefndar Alþingis. 18.12.2006 19:24 Vilja heimild til að innheimta skólagjöld Rektor Háskólans á Akureyri vill fá heimild til að innheimta skólagjöld, samhliða hefðbundnum rekstri með fjárveitingum frá ríkinu. Um einsdæmi yrði að ræða í íslensku skólakerfi. 18.12.2006 19:15 Deilt um hvort úrskurður ógildi rannsókn Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að bæði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, væru vanhæfir og skyldu víkja sæti við rannsókn á meintum skattalagabrotum fimm manna tengdum Baugi. Lögmaður eins fimmmenninganna telur úrskurðurinn ónýta rannsóknina en því er dómurinn ekki sammála. 18.12.2006 18:45 Grunaður um morð á 5 vændiskonum Breska lögreglan handtók í dag 37 ára karlmann sem grunaður er um að hafa myrt 5 vændiskonur í Suðaustur-Englandi. Morðingjans hefur verið leitað síðan í síðustu viku og rannsóknin er ein sú viðamesta í Bretlandi um áraraðir. 18.12.2006 18:45 Guðmundur í Byrginu látið af störfum Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, hefur látið af störfum meðan rannsókn fer fram á málefnum Byrgisins. Hann kærði fréttaskýringaþáttinn Kompás til lögreglu í dag. Ekkert opinbert eftirlit er með meðferðarheimilum og getur hver sem er stofnað þau. Guðmundur, og menn á hans vegum, hafa undanfarin misseri verið umsvifamiklir lóðakaupendur í Grímsnesi. 18.12.2006 18:43 Millilandaflug lamast ekki þrátt fyrir skort á flugumferðarstjórum Forstjóri Flugstoða segir að millilandaflug muni ekki lamast þótt um sextíu flugumferðarstjórar hafi ekki nýtt lokafrest til að ráða sig hjá fyrirtækinu, sem tekur til starfa um áramótin. Til greina kemur að ráða flugumferðarstjóra erlendis frá ef á þarf að halda. 18.12.2006 18:30 Snjóflóð féll á Ólafsfjarðarveg Verið er að hreinsa Ólafsfjarðarveg en snjóflóð féll fyrir stundu við Sauðanes. Engan sakaði. Lögreglan á Ólafsfirði segir rok og rigningu á staðnum en vegurinn verður lokaður næsta hálftímann meðan verið er að klára að hreinsa hann. 18.12.2006 18:12 1.900 milljónir í málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra Félagsmálaráðuneytið og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - málefni fatlaðra (SSNV málefni fatlaðra) undirrita á morgun nýjan þjónustusamning. Samningurinn er til 6 ára. 18.12.2006 18:05 Fékk sautján mánaða skilorðsbundinn dóm Tuttugu og þriggja ára karlmaður var í dag dæmdur í sautján mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vörslu á lítilræði af hassi. Dómurinn er skilorðsbundinn en með broti sínu rauf maðurinn fyrra skilorð. 18.12.2006 17:52 Sextán mánuði fyrir vörslu á fíkniefnum Karlmaður var í dag dæmdur í sextán mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið, fyrir vörslu á rúmlega 970 grömmum af amfetamíni og um ellefu kílóum af hassi, kannabislaufum og kannabisstönglum. Efnin voru ætluð til sölu. 18.12.2006 17:16 Byrgið ætlar í meiðyrðamál Forsvarsmenn meðferðarheimilisins Byrgisins ætla að höfða meiðyrðamál fyrir dómstólum gegn Stöð 2 vegna umfjöllunar sjónvarpsþáttarins Kompás í gærkvöldi um Guðmund Jónsson, forstöðumann heimilisins. Hilmar Baldursson, héraðsdómslögmaður, sagði í samtali við fréttastofuna í dag, að hann myndi væntanlega á morgun leggja fram kæru á stöðina fyrir hönd stjórnar Byrgisins. 18.12.2006 17:00 Sælla að gefa en þiggja Sælla er aðgefa en þiggja eru gömul sannindi og ný sem 11 ára börn í Kársnesskóla í Kópavogi ákváðu að fylgja í dag. Í stað þess að skiptast á gjöfum á litlu jólunum, ákáðu þau að gefa þeim sem minna mega sín jólagjafir í staðinn. Þau fóru í Kringluna með 70 jólapakka sem þau settu undir jólatré Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands. 18.12.2006 16:59 Sjá næstu 50 fréttir
Háskóli Íslands missir netsambandið aftur Háskóli Íslands er aftur orðinn sambandslaus við umheiminn. Starfsfólk og nemendur hafa þurft að glíma við afar slitrótta tengingu við Internetið vegna bilunar sem varð í CANTAT-3 strengnum um helgina. 19.12.2006 13:53
Háskóli Íslands brýtur jafnréttislög í annað sinn á árinu Kærunefnd jafnréttismála komst í gær að þeirri niðurstöðu að Háskóli Íslands hefði brotið gegn jafnréttislögum þegar hann réð karlmann í stöðu sérfræðings við stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar HÍ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögmanni konunnar. 19.12.2006 13:36
Ísraelar fallast á liðsauka frá Jórdaníu Ísraelar hafa fallist á að palestinsk hersveit sem er staðsett í Jórdaníu, verði flutt til Gaza strandarinnar, til þess að styrkja Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, í sessi. Ehud Olmer, forsætisráðherra Ísraels, kom í óvænta heimsókn til Jórdaníu, í dag. 19.12.2006 13:31
Skipverjar fluttir með þyrlu - veður fer versnandi Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur nú flutt átta af tólf skipverjum á kýpverska flutningaskipinu Wilson Muuga í land og því eru aðeins fjórir skipverjar og stýrimaður frá Landhelgisgæslunni eftir í bátnum. 19.12.2006 13:25
Varnarviðræður við Norðmenn í dag Viðræður Norðmanna og Íslendinga um mögulegt varnarsamtarf þjóðanna hófust í utanríkisráðuneytinu í morgun og standa enn. Viðræðunefnd Norðmanna kom til landsins í gærkvöldi. Sendinefndin mun meðal annars skoða varnarsvæðið í Keflavík eftir hádegi. 19.12.2006 13:00
Framsóknarmenn kynna framboðslista sína í Reykjavík Kjördæmissambönd Framsóknarflokksins í Reykjavík norður og suður hafa boðað til blaðamannafundar klukkan hálfsex í dag í Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu þar sem framboðslistar flokksins í kjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar verða kynntir. 19.12.2006 12:40
Byrgið þarf að rannsaka Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum segir alveg ljóst að rannsaka þurfi mál þeirra kvenna sem saka forstöðumann Byrgisins um að hafa misnotað sér sjúkleika þeirra. 19.12.2006 12:31
48 ára karlmaður handtekinn í Ipswich Breska lögreglan hefur handtekið annan mann vegna morða á fimm vændiskonum í Suðaustur-Englandi. Þrjátíu og sjö ára karlmaður var handtekinn vegna málsins í gær. 19.12.2006 12:22
Fá að áfrýja í Líbíu Fimm búlgarskir hjúkrunarfræðingar og palestínskur læknir sem voru dæmd til dauða í Líbíu í dag fá að áfrýja, samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra landsins. Fólkið var dæmt fyrir að hafa viljandi smitað 426 börn af HIV-veirunni. Aðrir segja að fólkið sé blórabögglar, því sé kennt um bágar hreinlætisaðstæður á sjúkrahúsinu. 19.12.2006 11:56
Dómara dæmd laun í samræmi við úrskurð Kjaradóms Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu bæri að greiða Guðjóni St. Marteinssyni héraðsdómara rúmar sextíu þúsund krónur vegna þeirrar ákvörðunar alþingis að fella úr gildi ákvörðun Kjaradóms um hækkun launa æðstu embættismanna frá því seint á síðasta ári. 19.12.2006 11:53
Beðið eftir konunglegu brúðkaupi Breska slúðurpressan bíður með öndina í hálsinum eftir að Vilhjálmur prins biðji unnustu sína, Kate Middleton, að giftast sér. Hún hefur hingað til fengið frið frá ljósmyndurum en eftir að hún var við útskrift hans frá Sandhurst herskólanum byrjaði kjaftagangurinn. Nú telja slúðurfréttamenn, rithöfundar og jafnvel minjagripasmiðir að brúðkaup sé í nánd. 19.12.2006 11:29
Fangi á Litla-Hrauni dæmdur fyrir vörslu fíkniefna Héraðsdómur Suðurlands dæmdi dag fanga á Litla-Hrauni í eins mánaðar fangelsi fyrir fíkniefnabrot í fangelsinu fyrr á árinu. Hass og amfetamín fannst í munnholi og í klefa fangans í júlí í sumar og tæpum tveimur vikum síðar fannst einnig hass og tóbaksblandað kannabisefni við klefaleit. 19.12.2006 11:16
Dæmdur fyrir vörslu nærri 260 barnaklámsmynda Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot með með því hafa haft nærri 260 ljósmyndir af barnaklámi í tölvu sinni sem margar hverjar voru mjög grófar. 19.12.2006 10:58
Átta mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í morgun karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir tvö fíkniefnabrot fyrr á þessu ári. Í fyrra tilvikinu var hann handtekinn eftir að tvær e-pillur og rúm tvö grömm af hassi fundust á honum en í síðara tilvikinu fundust nærri 15 grömm af amfetamíni og tæp 80 grömm af hassi. 19.12.2006 10:49
Óskar vill rifta samningi við Faxaflóahafnir Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir gagnrýni á verktakasamning hans við Faxaflóahafnir ómaklega og af pólitískum rótum sprottna. Hann vill að sátt ríki um verkefnið og biður því um að verktakasamningi hans við Faxaflóahafnir verði rift. 19.12.2006 10:46
Ríkið kaupir St. Franciskusspítalann Samningar hafa náðst um að ríkið kaupi St. Franciskusspítalann í Stykkishólmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Fjármálaráðherra og fulltrúi St. Franciskus-systrareglunnar undirrita samkomulag um kaupin ásamt heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í dag. 19.12.2006 10:37
Atburðarás strandsins Björgunar- og mengunarvarnaaðgerðir standa yfir á slysstað við Hvalsnes og nú er búið að flytja alla skipverja í land. Atburðarás strandsins og björgunaraðgerðanna er í grófum dráttum þessi: 19.12.2006 10:31
Skilorðsbundið fangelsi og sekt fyrir ýmis brot Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 300 þúsund króna í sekt fyrir þjófnað og umferðarlagabrot. 19.12.2006 10:25
Vegagerðin varar við hálku á heiðum norðan og austan lands Vegagerðin varar við flughálku er á Hólasandi, Mývatnsheiði, Vopnafjarðarheiði, Möðrudalsöræfum, Öxi og frá Kirkjubæjarklaustri að Lómagnúp. 19.12.2006 10:08
Vildu gista í bílum sínum á Breiðdalsheiði Björgunarsveitin Hérað var kölluð út fyrr í kvöld vegna tveggja bíla sem voru í vandræðum við Axarafleggjarann á Breiðdalsheiði. Björgunarsveitarmenn komu að bílnum um klukkan tíu. Fólkið í bílunum, sem var erlent, neitaði allri aðstoð og kvaðst ætla gista í bílunum í nótt. Björgunarsveitin hélt því aftur heim. 18.12.2006 23:50
Maður fastur uppi í mastri hjá Fjarðaráli Björgunarsveitarmenn vinna nú að því að ná niður manni sem fastur er uppi í mastri í lóð Fjarðaráls á Reyðarfirði. Björgunarsveitarmenn frá Héraði og Norðfirði aðstoða björgunarsveitina Ársól á Reyðarfirði við aðgerðirnar. Maðurinn er fastur í 20 til 30 metra hæð. 18.12.2006 23:25
Hamas ætla að sniðganga kosningar Hamas samtökin ætla að sniðganga kosningar sem haldnar verða fyrr en kjörtímabilinu lýkur. Kahled Meshaal, einn af leiðtogum Hamas-samtakanna, segir aðgerðir forseta Palestínu þess efnis að boða til kosninga innan skamms ólöglegar. 18.12.2006 22:32
Lögreglan í Vík heimsækir skotvopnaeigendur Lögreglan í Vík hefur síðustu vikur verið að heimsækja eigendur skotvopna um sýsluna sem eiga þrjú skotvopn eða fleiri. 18.12.2006 22:22
Blysför á Þorláksmessu í tuttugasta og sjöunda sinn Íslenskir friðarsinnar standa fyrir sinni árlegu blysför niður Laugarveginn á Þorláksmessu. Þetta er í tuttugasta og sjöunda sinn sem ganga er farin. 18.12.2006 22:00
Gæsluvarðhald yfir 18 ára síbrotamanni fellt úr gildi Hæstiréttur Íslands felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir átján ára gömlum pilti. Hann var fyrir viku dæmdur í gæsluvarðhald til 4. janúar í Héraðsdómi Reykjaness. Pilturinn er grunaður um ítrekaðan þjófnað en hann er í mikilli fíkniefnaneyslu og hefur fjármagnað neysluna með þjófnuðum. 18.12.2006 21:27
Umferðaróhöpp í hálkunni á Akureyri Átta umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Akureyri í dag. Þau mátti nær öll rekja til mikillar hálku á götunum en hálka er víðs vegar á götum bæjarins og í nágrenni. 18.12.2006 21:03
Vilja fella niður leikskólagjöld á námsmenn Ungir jafnaðarmenn á Suðurnesjum hvetja bæjarfélögin á Suðurnesjum til að fella niður leikskólagjöld á námsmenn. Í ályktun sem þeir sendu frá sér er bent á að leikskólagjöld séu dýr baggi á námsmenn sem þurfa að treysta á námslán til þess að framfleyta sér. 18.12.2006 20:27
Jólagæsin uppseld Jólagæsina mun víða vanta á borð landsmanna í ár, þar sem hún er uppseld í verslunum. Neysluvenjur landsmanna á aðfangadagskvöld eru að taka miklum breytingum. 18.12.2006 20:15
Samruni Statoil og Norsk Hydro kynntur Norski olíurisinn Statoil og orkufyrirtækið Norsk Hydro ætla að sameinast um olíu- og gasborun á grunnsævi. Nýja fyrirtækið verður stærst allra á þeim vettvangi. Samningurinn er sagður jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna. 18.12.2006 20:00
Vinna liggur enn niðri í Kárahnjúkagöngum Vinna við steypusprautun í jarðgöngum í Kárahnjúkum liggur enn niðri eftir vinnuslys á laugardag en þá fyrirskipaði vinnueftirlit ríkisins úttekt á öryggismálum áður en framkvæmdir héldu áfram. Í dag fóru eftirlitsmenn stofnunarinnar á staðinn og tóku út verkferla, en allt öryggiskerfið á Kárahnjúkum er í endurskoðum. 18.12.2006 19:30
Viðræður um varnarsamstarf í fullum gangi Viðræður um varnarsamstarf Íslands og Danmerkur hófust í Kaupmannahöfn í morgun og verður fram haldið í Reykjavík í febrúar. Fundað verður um varnarsamstarf með Norðmönnum á morgun og á næsta ári síðan rætt við Breta og Kanadamenn. 18.12.2006 19:30
Leynd aflétt af svartri skýrslu um Byrgið Svört skýrsla um fjármál og rekstur Byrgisins sem unnin var fyrir utanríkisráðuneytið fyrir fimm árum, hefur aldrei komið formlega fyrir sjónir fjárlaganefndar Alþingis. 18.12.2006 19:24
Vilja heimild til að innheimta skólagjöld Rektor Háskólans á Akureyri vill fá heimild til að innheimta skólagjöld, samhliða hefðbundnum rekstri með fjárveitingum frá ríkinu. Um einsdæmi yrði að ræða í íslensku skólakerfi. 18.12.2006 19:15
Deilt um hvort úrskurður ógildi rannsókn Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að bæði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, væru vanhæfir og skyldu víkja sæti við rannsókn á meintum skattalagabrotum fimm manna tengdum Baugi. Lögmaður eins fimmmenninganna telur úrskurðurinn ónýta rannsóknina en því er dómurinn ekki sammála. 18.12.2006 18:45
Grunaður um morð á 5 vændiskonum Breska lögreglan handtók í dag 37 ára karlmann sem grunaður er um að hafa myrt 5 vændiskonur í Suðaustur-Englandi. Morðingjans hefur verið leitað síðan í síðustu viku og rannsóknin er ein sú viðamesta í Bretlandi um áraraðir. 18.12.2006 18:45
Guðmundur í Byrginu látið af störfum Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, hefur látið af störfum meðan rannsókn fer fram á málefnum Byrgisins. Hann kærði fréttaskýringaþáttinn Kompás til lögreglu í dag. Ekkert opinbert eftirlit er með meðferðarheimilum og getur hver sem er stofnað þau. Guðmundur, og menn á hans vegum, hafa undanfarin misseri verið umsvifamiklir lóðakaupendur í Grímsnesi. 18.12.2006 18:43
Millilandaflug lamast ekki þrátt fyrir skort á flugumferðarstjórum Forstjóri Flugstoða segir að millilandaflug muni ekki lamast þótt um sextíu flugumferðarstjórar hafi ekki nýtt lokafrest til að ráða sig hjá fyrirtækinu, sem tekur til starfa um áramótin. Til greina kemur að ráða flugumferðarstjóra erlendis frá ef á þarf að halda. 18.12.2006 18:30
Snjóflóð féll á Ólafsfjarðarveg Verið er að hreinsa Ólafsfjarðarveg en snjóflóð féll fyrir stundu við Sauðanes. Engan sakaði. Lögreglan á Ólafsfirði segir rok og rigningu á staðnum en vegurinn verður lokaður næsta hálftímann meðan verið er að klára að hreinsa hann. 18.12.2006 18:12
1.900 milljónir í málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra Félagsmálaráðuneytið og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - málefni fatlaðra (SSNV málefni fatlaðra) undirrita á morgun nýjan þjónustusamning. Samningurinn er til 6 ára. 18.12.2006 18:05
Fékk sautján mánaða skilorðsbundinn dóm Tuttugu og þriggja ára karlmaður var í dag dæmdur í sautján mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vörslu á lítilræði af hassi. Dómurinn er skilorðsbundinn en með broti sínu rauf maðurinn fyrra skilorð. 18.12.2006 17:52
Sextán mánuði fyrir vörslu á fíkniefnum Karlmaður var í dag dæmdur í sextán mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið, fyrir vörslu á rúmlega 970 grömmum af amfetamíni og um ellefu kílóum af hassi, kannabislaufum og kannabisstönglum. Efnin voru ætluð til sölu. 18.12.2006 17:16
Byrgið ætlar í meiðyrðamál Forsvarsmenn meðferðarheimilisins Byrgisins ætla að höfða meiðyrðamál fyrir dómstólum gegn Stöð 2 vegna umfjöllunar sjónvarpsþáttarins Kompás í gærkvöldi um Guðmund Jónsson, forstöðumann heimilisins. Hilmar Baldursson, héraðsdómslögmaður, sagði í samtali við fréttastofuna í dag, að hann myndi væntanlega á morgun leggja fram kæru á stöðina fyrir hönd stjórnar Byrgisins. 18.12.2006 17:00
Sælla að gefa en þiggja Sælla er aðgefa en þiggja eru gömul sannindi og ný sem 11 ára börn í Kársnesskóla í Kópavogi ákváðu að fylgja í dag. Í stað þess að skiptast á gjöfum á litlu jólunum, ákáðu þau að gefa þeim sem minna mega sín jólagjafir í staðinn. Þau fóru í Kringluna með 70 jólapakka sem þau settu undir jólatré Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands. 18.12.2006 16:59