Innlent

Holtavörðuheiði lokuð vegna vatnsflaums

Ekki er vitað hvenær hægt verður að opna veginn aftur.
Ekki er vitað hvenær hægt verður að opna veginn aftur. MYND/Gunnar

Þjóðvegur eitt er lokaður milli Brúar í Hrútafirði og Dalsminnis við Bröttubrekkuafleggjarann en mikill vatnsflaumur er á veginum vegna rigninga. Lokað er því fyrir alla umferð á Holtavörðuheiðina. Umferð er beint um Bröttubrekku og Laxárdalsheiði en sú leið er mun lengri og ekki öll malbikuð.

Einhverjir ökumenn hafa lent í vandræðum á leiðinni í kvöld. Grenjandi rigning og slagveður hefur verið á svæðinu í allan dag og snjó tekið að leysa.

Neðsta vatnsstíflan er rétt ofan við Bifröst og svo eru stórir pollar á köflum alla leiðina upp á Holtavörðuheiði. Ekki er vitað hvenær hægt verður að opna aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×