Innlent

Flutningaskipið snéri sér aðeins á kvöldflóðinu

Lítið sést til skipsins núna enda myrkur og leiðinlegt veður.
Lítið sést til skipsins núna enda myrkur og leiðinlegt veður. MYND/Vilhelm

Svo virðist sem að flutningaskipið Wilson Muugo, sem strandaði við Hvalsnes skammt frá Sandgerði snemma í morgun, hafi snúið sér um tíu til fimmtán gráður á kvöldflóðinu. Björgunarsveitarmenn vakta strandstaðinn í alla nótt en lítið sést til skipsins núna enda er myrkur og leiðinlegt veður á staðnum.

Um borð í skipinu eru 120 tonn af svartolíu og 25 tonn af díselolíu sem mikil áhersla er lögð á að komist ekki í sjóinn. Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri slysavarnarfélagsins Landsbjörg, segir að farið verði yfir stöðuna í fyrramáli og skoðað hvort að hægt verði að reyna að koma olíunni um borð í skipinu í land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×