Innlent

Sló mann með álstöng í höfuðið

Ákveðið var að skilorðsbinda hluta refsingarinnar sökum ungs aldurs mannsins.
Ákveðið var að skilorðsbinda hluta refsingarinnar sökum ungs aldurs mannsins. MYND/Vísir

Tuttugu og fimm ára karlmaður var í dag dæmdur í Hæstarétti Íslands í átta mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundið, fyrir hættulega líkamsárás. Maðurinn sló annan mann með tveggja kílóa álstöng í höfuðið og tvisvar með krepptum hnefa í andlitið.

Sá sem fyrir árásinni varð féll í götuna og hlaut skurð á augabrún, rispaðist og tognaði á hné. Maðurinn hefur áður gerst sekur um brot þar sem ofbeldi var beitt. Ákveðið var að skilorðsbinda hluta refsingarinnar sökum ungs aldurs mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×