Innlent

Búið að bjarga öllum skipverjum af Wilson Muuga

Búið er að bjarga öllum skipverjum af kýpverska flutningaskipinu Wilson Muuga sem strandaði úti fyrir Sandgerði í dag. Lent var með síðustu fjóra skipverjana, þar á meðal skipstjórann, og stýrimann frá Landhelgisgæslunni í Keflavík klukkan kortér í þrjú og er skipið því mannlaust nú.

Búast má við því að það verði á strandstað næstu daga enda eru komin göt á skrokk þess. Unnið er að því að leggja veg ofan í fjöru til þess að hægt sé að koma þangað farartækjum og vélum sem notaðar verða til að taka á móti olíu úr skipinu.

Reynt verður að koma dælubúnaði um borð í skipið um leið og veður skánar en einhver olía mun nú þegar hafa lekið í sjóinn. Um 120 tonn af svartolíu eru í skipinu og 25 tonnn af dísilolíu.

Fulltrúar frá Umhverfisstofnun og Olíudreifingu vinna að mengunarvörnum á slysstað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×