Innlent

Sjötíu ára starfi St. Franciskussystra lýkur

Frá undirritun samninga í dag.
Frá undirritun samninga í dag.

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og systir Belén Aldonando, fulltrúi St. Franciskusreglunnar, undirrituðu í dag samkomlag um að ríkið kaupi St. Franciskuspítalann í Stykkishólmi. Greiddar verða 140 milljónir fyrir hlut reglunnar í spítlanum en ríkið tekur auk þess að sér lífeyrisréttindi starfsmanna eftir því segir í fréttatilkynningu.

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra tók við sama tækifæri við spítalanum fyrir hönd ríkisins sem rekur hann frá og með áramótum. Engar breytingar verða á rekstri eða þjónustu spítalans við kaupin en þjónustusamningur sem var í gildi fellur úr gildi. Reksturinn hefur undanfarin ár kostað um 300 milljónir króna. Alls eru 40 sjúkrarúm á spítalanum og þá er þar einnig rekin heilsugæsla.

Reglan sem kennd er við heilaga Frans frá Assisí reisti sjúkrahúsið árið 1934 og var það tekið formlega í notkun 1936. Reglusystur hafa síðan sinnt þjónustu á sjúkrahúsinu en með samningnum í dag lýkur formlega afskiptum reglunnar af heilbrigðisþjónustu á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×