Innlent

Kanna möguleika á 100 þúsund fermetra gagnamiðstöð hér á landi

MYND/Vilhelm

Breska stórfyrirtækið BT Group, sem áður hér British Telecom, hefur gert samning við Data Íslandia um að gera hagkvæmnisathugun á byggingu allt að 100.000 fermetra gagnamiðstöðvar á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Data Íslandia.

Þar segir einnig að fyrirtækið muni veita BT Group alhliða þjónustu við langtímagagnavistun og stýringu rafrænna gagna, en verkefnið er unnið í samvinnu við Farice og íslensk orku- og gagnavistunarfyrirtæki. Segir Data Íslandia að allt að 200 ný störf munu skapast í kringum starfsemi sem þessa á Íslandi, sem og stofnun nýrra stoð- og þjónustufyrirtækja.

 

Í tilkynningu segir enn fremur að meginástæður fyrir ákvörðun BT á að framkvæma hagkvæmniathugunina sé hreinleiki íslenskrar orku, áratugareynsla hér á landi í vistun rafrænna gagna og efnahagslegur stöðugleiki. Stefnt er að því að niðurstöður hagkvæmniathuganinnar liggi fyrir innan nokkurra vikna.

 

BT Group, með höfuðstöðvar í London, er eitt af stærstu fyrirtækjum í fjarskipta- og upplýsingatækni í heiminum og þjónustar milljónir viðskiptavina í Evrópu, Ameríku og Asíu. Í Bretlandi er BT með leiðandi markaðshlutdeild og þjónar meir en 20 milljónum viðskiptavina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×