Innlent

Spyr forsætisráðherra um misræmi í matarverðsútreikingum

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. MYND/GV A

Talsmaður neytenda hefur sent forsætisráðherra bréf vegna misræmis sem hann segir vera í upplýsingum um hve mikið matarverð lækki með aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þar vísar hann í fréttapóst Samtaka verslunar og þjónustu þar sem segir að matvælaverð muni með aðgerðunum lækka um 9-10 prósent en ekki 16 prósent eins og ríkisstjórnin haldi fram.

Því beinir hann fjórum spurningum til stjórnarráðsins þar sem meðal annars er spurt hvernig ríkisstjórnin fái sína niðurstöðu og hvenær aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni hafa áhrif. Enn fremur er spurt hvaða aðgerðir muni stuðla að því að lækkun matvælaverðs skili sér til neytenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×