Innlent

Forðuðu sér undan skriðunni

Önnnur skriða féll við bæinn Grænuhlíð í Eyjafjarðarsveit nú á tólfta tímanum. Fréttamaður Stöðvar 2 var að ræða við bóndann á bænum þegar miklar drunur kváðu við og allir forðuðu sér.

Ekki liggur fyrir hvort skriðan féll á húsin í Grænuhlíð en það gerði hins vegar skriða sem féll rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Hún féll á bæði íbúðarhús og gripahús en engan sakaði. Sú skriða féll yfir veginn og tókst ábúendum að komast á næsta bæ á dráttarvél. Vitað er að einhverjar skepnur drápust í skriðunni snemma í morgun.

Kort af svæðinu
Skriðurnar féllu í innanverðum Eyjafirði



Fleiri fréttir

Sjá meira


×