Innlent

Stórtjón í brjáluðu veðri á Akureyri

Stórtjón varð í brjáluðu veðri á Akureyri í nótt. Tré rifnuðu upp með rótum, bílar fuku og sumir vöknuðu upp við að hurðir vantaði á húsið.

Hvassviðrið kom illa aftan að íbúum á Akureyri nú nokkrum dögum fyrir jól, enda hafði ekki borist stormviðvörun frá Veðurstofu. Upp úr miðnætti gerði brjálað veður og afleiðingarnar urðu margvíslegar.

Bifreiðar fuku út af götum og rann hver á annan. Háspennulína við Miðhúsabraut slitnaði í rokinu. Rafmagn fór af ljósastaurum, þakplötur fuku af nýbyggingum, vinnuskúr fór á hliðina, rúður brotnuðu og stórt auglýsingaskilti fauk á tvo bíla sem skemmdust töluvert. Þá er tjónið á jólaskreytingum víða umtalsvert.

Arndís Bergsdóttir, íbúi í Hrafnagilsstræti, vaknaði upp við vondan draum. Það vantaði nefnilega hurðina á húsið hennar þegar ný dagur reis.

Lögreglumenn og hjálparsveitarmenn voru kallaðir út ítrekað og unnu við hættulegar aðstæður.

Annríki hefur verið hjá tryggingafélögum fyrir norðan í dag þar sem fjöldi fólks hefur lýst foktjóni af öllum stærðum og gerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×