Innlent

Sveitarfélögin ákveða útsvar

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. MYND/E.Ól.

Hlutfall tekjuskatts lækkar á næsta ári um 1% og verður 22,75%. Meðalútsvar hjá sveitarfélögunum á árinu 2007 verður 12,97% sem er það sama og í ár. Staðgreiðsluhlutfallið lækkar á næsta ári um 1% og verður 35,72%.

Sveitarfélögin geta ákveðið að hafa útsvar sitt á bilinu 11,24% til 13,03%. Af 79 sveitarfélögum ætla 61 þeirra að innheimta hámarksútsvar en 3 sveitarfélög verða með lágmarksútsvar.

Áætlað er að á árinu 2007 verði innheimtir um 165 milljarðar króna fyrir ríki og sveitarfélög með staðgreiðslu opinberra gjalda. Um 92 milljarðar króna renna til sveitarfélaga en um 73 milljarðar króna til ríkissjóðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×